Stígandi - 01.10.1943, Page 44

Stígandi - 01.10.1943, Page 44
106 FERÐASOGUBROT STÍGANDI Foto. Edv. Sigurgeirsson. Morsárdalur séður úr jökulhelli við upptök Skeiðarár. Bœjarstaðaskógur i hliðinni neðst til vinstri. in kennt samhjálp og samstarf. Hjá þeim mun ennþá lifa margt gamalt og gott, sem er að verða þjóðsaga ein meðal annarra lands- manna. Þeir iiafa þó engan afdalabrag á sér. Þvert á móti. Þeir eru alveg eins og aðrir íslendingar. í framförum og myndarskap munu þeir engir eftirbátar annarra bænda, eftir Jrví sem allar aðstæður leyfa þeim. Hin stutta dvöl okkar gaf okkur því miður ekki tækifæri til að kynnast Öræfunum eða íbúum þeirra að neinu ráði. En það langt sem sú kynning náði, var hún okknr liin ánægjulegasta. Endurminningin um liina sérkennilegu og fögru sveit mun verða okkur hvöt til þess að heimsækja hana svo fljótt aftur, sem okkur er unnt. Með þessum hug kveðjum við Öræfin og íbúa þeirra. Stígum við nú á bak hestum og ríðum til baka að Kálfa- felli. Þar hittum við aftur bifreiðarstjóra okkar, sem hafði verið í lteyskap og þrifizt vel. Töldum við, að hann hefði lagt á sig í fjarveru okkar. Nú erum við komnir í bifreiðina og hratt er ekið. Þó gefum við okkur tíma til að athuga Síðuna og það því fremur, sem við höfð- um farið um hana í myrkri á austurleið.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.