Stígandi - 01.10.1943, Side 49

Stígandi - 01.10.1943, Side 49
STÍGANDI Sigurður Guðmundsson, skólameistari: BRÉF Þött bréf það, sem hér birtist, sé stílað til sérstaks manns, finnst oss, að það eigi crindi til alls almennings. Íslendingurinn hefir löngum haft gaman af ættfræði. Virðist svo, sem þessa eiginleika gæti í málfræði eða málvísi hans. Fjöldi fólks hefir gaman af að vita um úppruna orða eða brjóta heilann um slíkt, og hefir þetta vafalausl leitt til gleggri skilnings almennings á einstaklingum málsins, orð- unum, en títt mun víða annars staðar, cnda hefir íslenzkan verið talið eitt gegn- sæjasta þjóðarmál, þ. e. auðvelt að sjá, hvernig fjölmörg orð eru hugsuð. Samt sem áður mun almenningi ekki eins ljóst og skvkli, hve þjóðhollt starf þeirra er, sem eru snjallir orðsmiðir og vandir að virðingu tungunnar. Slíkir kennifeður málsins hafa stundum, einkum í seinni tíð, sætt ómaklegu aðkasti fyrir aftur- haldssemi og steingervingshátt í málsmeðferð sinni, stundum frá þeim, sem siglt hafa háan vind í heimi íslenzkrar orðlistar, en gleymt því þó, að einmitt þessir menn höfðu gefið þeim kjölfestuna. Sigurður Guðmundsson skólameistari segir í lok frásagnar sinnar af l’álma Páls- syni, þessum yfirlætislausa en stórmerka kennara, að móðurmálskennslan sé vinnu- hiirð húsfreyja. Getur hann gerst um talað, því að um fjölmörg ár hefir hann verið einn gagnmerkasti móðurmálskennari vor. En þessi vinnuharða húsfreyja veitir þó trúum verkamönnum sínum þau laun, að verk þeirra lifa lengi eða ávöxtur verka þeirra, þótt gleymast vilji stundum, hver þar hefir staðið að ræktun. Væri ekki ósennilegt, að mörg kynleg kurl kæmu til grafar, áður en þetta væri full- kannað, svo víða leynast áhrif þessara manna. — Ritstj. Akurevri 13. febr. 1943. Hr. magister Björn Sigfússon, Reykjavík. Eg þykist eigi mega láta undir höfuð leggjast að leiðrétta um- mæli í einu erindi yðar um móðurmálið snemma á þessum líðandi vetri. Efnið er að vísu ekki stórvægilegt, og má vel vera, að það séu aðeins smámunasamir íslenzku-kennarar, geðillir og nöldrunar- samir, er fást um slíkt. En ég er sá forngripur, að ég hefi eigi kast- að þeirri trú hins heilaga fræðiföður, Ara prests, að hvarvettna beri að hafa það, er sannara reynist, heldur en hitt, sem missagt er, jafnvelþar, semlitlusýnistgilda.hverju trúað er. Skilríkir nem- endur rnínir og kunnugir yður segja mér, að þér séuð hinn merk- asti maður, gagnvandaður og t iljið hvergi vamm yðar vita. Snýég

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.