Stígandi - 01.10.1943, Page 54

Stígandi - 01.10.1943, Page 54
116 BRÉF STÍGANDl hver orð og orðtæki útlenzkuskotin eða danósa. Svo sagði mér á skóla-árum mínum sá kennari minn í latínuskólanum, er égminn- ist einna helzt með sólskinsbirtu og sólaryl, — þótt við værum ó- líkir í skoðunum og viðhorfi við lífinu —, frændi yðar, séra Har- aldur Níelsson, að Björn Jónsson hefði sagt við sig, að Pálmi Páls- son myndi vera allra þeirra manna, sem þá voru uppi, bezt að sér um, hvað væri íslenzka og hvað væri ekki íslenzka af þeim orða- forða, er þá tíðkaðist. Þessari þekkingu hins gamla íslenzkukenn- ara míns kynntist Björn Jónsson, að sögn Haralds, í samvinnu við hann um orðabók séra Jónasar. En fróðleiks hins hlédræga rnanns sér nú lítinn stað. Eftir Pálma Pálsson liggja, að kalla, engin fræðirit né fræðistörf. Móðurmálskennsla er vinnuhörð húsfreyja. Sér þó löngum lítinn arð af stagli og stílastriti í þágu „ástkæra, ylhýra málsins", sem Jónas kvað um móðurmál vort. En ef Pálmi Pálsson hefði fengizt við fræðistörf, hefði hann áreið- anlega reynzt þar vandvirkur, fremur en mikilvirkur og hrað- virkur. Að lokum bið ég yður afsökunar á útúrdúrum og málaleng- ingum. Mærðin er, sem hæsin eða ræman, kennarafylgja eða kenn- arasjúkdómur. Með alúðarkveðju. Yðar, Sigurður Guðmundsson.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.