Stígandi - 01.10.1943, Page 60

Stígandi - 01.10.1943, Page 60
STÍGANDI JÓHANN FRÍMANN: DÁINN DRENGUR Við kveðjum þig við dómsins dyr, og dapur hugur tómið spyr: Hví enn til fallsins valinn var só vaski sveinn, sem merkið bar? Svo óvænt barst sú andlótsfregn, að oss fannst hugur rísa gegn svo bróðri feigð, svo sórri sorg, sem sykki lánsins spilaborg. Um okkar tjón var ekki spurt, er ungur sveinn var hrifinn burt. Allt líf er feigð og falli háð, og förlast sérhvert mannlegt ráð. Sá ungur deyr, sem drottinn ann, og dásemd bezt mun krýna hann. Svo veri dauðinn velkominn. — Og vinur, hverf til dýrðar inn. Við þína gröf við þerrum tár og þökkum liðin sólskinsár.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.