Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 62
STÍGANDI
Vera Stanley Alder:
LEYNDARDÓMAR TILVERUNNAR
Friðgeir H. Berg þýddi.
Kafli úr bókinni: The Fifth Dimen-
ion and the Future of Mankind.
Þráður tilverunnar er leyndar-
dómur, sem falinn er bak við þau
miklu hlið, sem nefnd eru líf og
dauði. Stöðugt sendir hann þó
áskoranir — sinn eiginn áróður —
út til okkar, með skini hverrar
stjörnu, sem blikar gegnum geim-
inn.
Frá órofi alda hafa hugsuðir allra
tíma glímt við að ráða gátu síns
eigin lifs. Þeir hafa aðhyllzt og af-
neitað, umsagnir þeirra blika eins
og stjörnur í dimmu hvolfi sögunn-
ar. Sumar beina geislunum til norð-
urs, aðrar til suðurs, sumar hafa
mikið ljósmagn, aðrar minna.
Rúm og tími, orka og efni, hafa
verið viðfangsefni hugsuðanna. Þeir
hafa látið eftir sig mikinn fjölda
skoðana, hugmynda og fullyrðinga;
margar snjallar, en flestar ósamrým-
anlegar. Fornir spekingar töluðu
um lífið eða tilveruna sem sérstök
svið. Nútíma vísindi ræða um hreyf-
ingar og bylgjur, og þeir, sem lengst
virðast komnir, tala um stærðir.
Gætum við fengið ljósa hugmynd
um, hvað hinir ýmsu fræðimenn
hafa viljað, og vilja enn, láta þessi
nöfn tákna, þá myndum við geta
fundið skyldleika þeirra á milli, við
kæmumst — ef til vill — að raun
um, að þau mynduðu eina sam-
stæða heild, sem brugðið gæti ljósi
á leyndardóminn um lifið — bjart-
ara ljósi en við fram til þessa höf-
um átt kost á.
I því, sem hér verður sagt, verð-
ur reynt að forðast fornar slóðir
spekinga og hugsuða liðins tíma,
einnig verður reynt að sneiða hjá
skáldskap, trúarbrögðum og heim-
speki — en innan þeirra takmarka
fluttu hinir fornu hugsuðir fræði
sín. Ætlun vor er að fylgja sem
mest því, sem nú eru nefnd vísindi.
— — Líklegt má telja, að hæsta
tindi nútíma vísinda hafi verið náð
af Einstein, er hann kunngjörði
fund sinn á hinni fjórðu stærð. Nú
vill svo til, að fáir hafa átt mikinn
kost á að mynda sér skoðun — eða
ná skilningi á kenningu Einsteins,
virðist því vel farið að taka hana til
meðferðar, um leið og vér höldum
áfram leitinni að leyndardómi til-
verunnar. Við skulum ekki láta orð-
ið stærð — eða vídd, eins og það er
stundum nefnt af sumum — aftra
okkur frá að verða einhvers vísari,
en vér munum af fremsta megni
sneiða hjá vísindalegu málfari og
orðatiltækjum, og allt, sem krafizt
verður af lesendunum, er að leyfa
hversdagsskynsemi sinni að hug-
leiða það, sem hér verður sagt.
Einstein reisti eins konar virki af
stærðfræðilegum sönnunum um
kenningu sína. Það hefur efalaust
verið gott sönnunargagn fyrir sér-
fræðinga, en almenningi varð það