Stígandi - 01.10.1943, Page 68

Stígandi - 01.10.1943, Page 68
130 UM BÆKUR STIGANDI Helgafell. Einn merkasti bókmcnntaviðburður síðastliðið ár var stofnun og útgáfa tímaritsins Helgafell. Er það langmynd- arlegasta tímaritið, sem nú er gefið út hór á landi, bæði að útliti og fjölbreyti- leik efnis. En því miður hafa útgefendur ekki séð sér fært að standa við þá ætl- un sína að hafa ritið mánaðarrit, og stendur það óþarflega lítið áætlun um útkomu. Af markverðari greinum, sem þar hafa birzt, er grein Barða Guð- mundssonar um uppruna íslcnzkrar skáldmenntar. Eflaust munu mjög skipt- ar skoðanir uin réttmæti kenninga hans. En hann fer þar engar alfaraleiðir, og framsetning öll og rökfærsla er hin skemmtilegasta. Og stundum er ekki svo lítils vert að brjóta niður venju- skoðanir, þannig finnast ný sannindi. Léttara lijal, sem Tómasi Guðm. er mest eignað, er sérstaklega vinsæll þátt- ur, og oft hefir Tómasi tekizt þar vel. En stundum virðist hann ekki sjá glöggt, hvað cr vert þess, að skotið sé eftir því, og má hann vara sig á því að ganga ekki of langt í að skemmta stráknum í sér og öðrum. Ritstjórar Helgafells hafa oftast gætt þess prýði- lega, að andblær frjálslyndis, hrein- skilni og bersögli léki um ritið, og þess vegna er alltaf nýs heftis beðið með eftirvæntingu. En um eitt hefir Helga- felli hrakað: ritdómar þess eru snöggt um verri en framan af, enda hafa rit- stjórarnir lítið lagt þar af mörkum í seinni tíð. Þetta á þó engan veginn við alla ritdómana, lieldur heildarsvipinn. Ferð án fyrirheits. Þessi síðasta ljóðabók Steins Steinars kom út í fyrra. Þótt skáldið velji bók- inni svo yfirlætislausan titil, hefir Stein- arr þcgar kveðið sjálfan sig svo stóran, að honum verður ekki neitað um skálds- heitið, í sannri merkingu þess orðs. Kvæði hans eru fáguð að formi, en að- algalli hans er sá, hve þröngt skáldsvið hans er, og karlmennskan er ekki mik- il. Honum er hann sjálfur ótrúlega ltugleikið yrkisefni, en þegar hann kveð- ur þá fjötra af sér, tekst honum bezt við yrkisefni sín, eins og t. d. í kvæðinu Ný för að Snorra Sturlusyni, sem ef til vill er bezta kvæði bókarinnar. Steini er annars ekki eiginlegt a£í taka sjálfan sig né aðra alvarlega að sýnd, en í fyrr- nefndu kvæði veldur hann þó þeim hljómblæ fullkomlega og sýnir lesend- unum, að hann er líka spakur maður, þótt oftar sýni liann hæðnisglettni og yfirborðska’ringarleysi: Og þó —. Sú böðulshönd, sem höggið reiðir, hún hæfir aldrei það, sem mest er vert, því hvert eitt skáld til sigurs líf sitt leiðir, hve lengi og mjög sem á þess hlut er gert. Gaman- og háðkvæði Steins í þessari bók eru flest svo tímabundin og tengd vissum atvikum, sem voru ýmsum, sér- staklega Reykvíkingum, „dægur-stór- mál", að ólíklega verða þau lífræn til lengdar. Einna hnittilegast er kvæðið Frumvarp til laga um akvegi meðfram reiðvegum. í öðrum, t. d. Samræmt göngulag fomt, cr fyndnin svo hvers- dagsleg, svo „fimm-aura-brandaraleg“, að skáldið missir alveg marks. I þessari ljóðabók sinni leikur Steinarr sér enn sums staðar að þeim gamla eftirlætisleik sinum að fara kringum sjálfan sig og koma aftan að sér og lesendum sínum. Er þetta skáldskapur eða vitleysa? verð- ur lesandanum stundum á að spyrja. Og það merkilega er, að tilfinning manns svarar oft: Þetta er skáldskapur, cn vitið segir: Þetta er endileysa. En þetta kemur sjaldnar fyrir nú en í fyrri bókum Steinars, og það er ekki vegna þess, cins og Steinarr spyr: „Er stríðinu lokið? Er loksins til þurrðar gengið það litla af ærlegri hugsun, sem

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.