Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 70

Stígandi - 01.10.1943, Qupperneq 70
132 UM BÆKUR STÍGANDI vcrið sú að lýsa mcir tafli uppeldis og ytri aðsttcðna um skapgerð sögupersón- anna. Þetta gefur sögunni sérstakan blæ auk ramma þess, sem sagan gerist i: seiðmögn efstu byggða og dunandi skóga. Þegar þessi saga kom út í Noregi, stóð um bana allmikill styrr. Margir tóku hana þar ú svipaðan liátt og Sturla í Vogum var tekin hér: sem and- óf gegn „kiljönskum" persónulýsingum. Það cru yfirleitt engin takmörk fyrir því, hvað ímyndunarveik samtíð getur lesið úr verkum höfunda sinna. En bók- in var mjög mikið keypt og lesin, og cftir fyrsta bindi þýðingarinnar að dæma má búast við því sama liér. Frá- sagnarstíllinn er allur liinn ánægjuleg- asti aflestrar, og víða er bókin skemmti- leg beiníínis málsins vegna, slíka alúð hefir þýðandi lagt við íslcnzkun hennar og vinnugleði við það starf. „Hver tæmir allt það timburrek af tímans Stórasjó?" Það mun ekki verða af íslendingum skafið, að þeir hafi verið og séu enn iðnir að ganga rekann af tímans Stóra- sjó. Svo tíðförult hefir þeim orðið á hann mörgum stundum, að virzt hefir, scm þeim væri fortíðin meira virði cn samtíð og framtíð. En þetta hefir í rauninni verið nauðsyn, sjálfráð og ó- sjálfráð vörn gcgn fámenninu. Svo lítil þjóð mátti ekki við því, að dauðinn rýmdi gengnum kynslóðum þegar úr landi, reynslu þeirra, dugnaði og sigr- utn til lærdóms og eftirsóknar, mistök- um þeirra, ósigrum og vítum til varn- aðar. Feður og mæður, afar og ömmur, og þcirra venzlalið, lifðu áfram, þótt gengin væru undir græna torfu, í minn- ingum barna og barnabarna. Þannig hefir ísland alltaf verið fjölbyggt land. Og þetta nána sambýli genginna og lifandi kynslóða hefir gefið þeim, sem borið hafa hita og þunga dagsins á hverjum tíma, þá rótfestu og það eðlis- skyn og brjóstvit, sem reyndist þeim sú bjargtaugin, er bilaði ekki í Heiðna- bergi illra og óvæntra tíma. Og þótt ýmsir þykist nú sjá fárboða marga og illar blikur á íslenzkum þjóðarhimni, sést enginn fúi enn í þessari taug, ekkert hvik enn á því að halda uppi minningu genginna kynslóða, engin deyfð á því að ganga rekann af tímans Stórasjó. Vafasamt, hvort annarri kynslóð hefir orðið þangað tiðförulla en okkar, ef til vill er það nauðvörn í og með, ósjálfráð og sjálfráð landvörn og þjóðvörn. Hitt er svo annað mál, að ekki flytja allir rauðavið af þeim Almenningum. En jafnvel þeir, sem aðeins hirða morkeflin, vinna líka gagnsverk, þótt minni glæsi- bragur leiki um þeirra „varnarsókn" en hinna, sem stærri og eðlisbetri tré bera undan báru. Nýlega hefir íslenzk- um bókamarkaði borizt óvenju myndar- legur reki af fyrrnefndum Almenning- um alla leið vestan af Hornströndum. Og þótt eflaust verði þar sumt talið til ódýrari trjátegunda, jafnvel finnist þar „morkefli", má hiklaust fullyrða, að meginhlutinn er „rauðaviður", sumt jafnvel „svellharður rauðaviður", sem tímans tönn mun verða lengi að naga. Þetta er Homstrendingabók eftir Þor- leif Bjarnason, en gefin út af forlagi Þorsteins M. Jónssonar á Akureyri. Bók þessi er hin myndarlegasta að frágangi, og fylgja allmargar prýðilegar myndir svo og kort af Hornströndum frásögn höfundar. Bókin skiptist í þrjá megin- kafla: Land og líf, Baráttan við björgin og Dimma og dulmögn. 1 fyrsta kafla er lýsing á Hornströndum, sagt frá ýmsu úr sögu byggðarinnar, lýst sam- göngum og viðskiptum, atvinnu, siðum og háttum. Þar er og lýst ýmsum vösk- um mönnum, sem þarna hafa háð örð- ugustu lífsbaráttu af dæmafáu þreki. í öðrum kafla bókarinnar, Baráttan við björgin, er lýst eggsigum og fuglsigum í Hornbjarg og Hælavíkur, og er þetta fróðlegasti kafli bókarinnar a. m. k.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.