Stígandi - 01.10.1943, Page 71

Stígandi - 01.10.1943, Page 71
STÍGANDI UM BÆKUR 133 þeim, sem þessu eru ókunnir. Síðasti kafli bókarinnar, Dimma og dulmögn, er safn ýmissa þjóðsagna og frásagna frá þessum Furðuströndum. Höfundur Hornstrendingabókar, sem er sjálfur Hornstrendingur að ætt og uppvexti. hefir augljóslega haft nautn af viðfangsefni sínu, en einnig glöggt yfirlit. Lífið, sem hann lýsir, þekkir hann, lifir því, um leið og hann segir frá því, svo næm er frásögn hans og lifandi, en þó gædd víðsýni þess og skilningi, sem hefir getað virt það fyrir sér úr nokkrum fjarska og borið saman við annað og ólíkt. Það gerist ekki á hverjum degi, að nýr maður kveði sér svo skörulega liljóðs og höfundur Horn- strendingabókar gerir. Mál hans er ferskt og skýrt, og stíll og frásögn mynd- arleg, blátt áfram og eðlileg. Ef til vill hefði málfars Hornstrendingsins mátt gæta meira, svo að bókin hefði verið nreiri heimild um sérstök orð og orðtök manna þar um slóðir. En vandfarið mun með slíkt, svo að ekki þyki óvenjulegt og sérlundað. Eins og fyrr er sagt, er frásögn bókarinnar öll sérstaklega lif- andi og ber augljósan vott um rithöf- undarhæfileika Þorleifs. Ekki ósjaldan eru beinlínis skáldlcg tilþrif í frásögn- inni, þótt henni muni meir ætlað að vera til fróðleiks. Fyrir utan kaflann Baráttan við björgin, sem mun veiga- mestur þáttur bókarinnar, er t. d. prýðilegur þátturinn „Hið mikla geym- ir minningin". Um skörunginn Her- mann á Sléttu, þjóðhagann og atorku- manninn Stíg á Horni og afburðafor- manninn Albert á Hesteyri langar les- andann að vita fleira að loknum lestri. Nokkur lýti eru það á bókinni, að prófarkalesendum hefir sézt yfir tals- vert margar villur. Ekki valda þær þó nrisskilningi við lestur, — aðeins eru til leiðinda í svo góðri bók — nema ef vera skyldi nafnaruglun á bls. 27, 4. 1. Þorgeir fyrir Þorgils, og bls. 28, 9. 1. Snorri fyrir Einar. Kvæðasafn Davíðs Stefánssonar, ný og mjög myndarleg útgáfa, er ný- lega komið á bókamarkaðinn frá forlagi Þorsteins M. Jónssonar. Hafa ljóðabæk- ur Davíðs verið uppseldar, og er hér bætl úr þeim skorti með óvenjulega vandaðri útgáfu. Hamingjudagar heima í Noregi heitir bók, sem nú er að koma út hér á Akureyri hjá forlagi Pálma H. Jóns- sonar. Höfundur þesarar bókar er norska skáldkonan og Nobelsverðlauna- höfundurinn Sigrid Undset, en þýðingu hefir Brynjólfur Sveinsson mcnntaskóla- kennari annazt. Bókin er í þremur köfl- urn, er heita Heilög jól, Sautjándi maí og Sumarleyfi, auk formála höfundar og eftirmála þýðanda. Nú er þessi heims- kunna skáldkona landflótta vestur í Ameríku, og þar er þessi bók rituð, meðan ættjörð hennar stynur undir járnhælum crlendra kúgara, þjóð henn- ar sveltur, annar sonur hennar er fall- inn fyrir morðvopnum innrásarhersins, en liinn er einhvers staðar á vígstöðvun- um, og enginn veit, hvort hann muni snúa aftur. í eldi þessarar sáru reynslu er bókin skírð. Þessi roskna kona, sem næsta dag er kannske að fullu sem af- kvistuð eik, sezt ekki niður og ritar hat- ursþrungnar ádeilur né nötursárar harmatölur. Hún ritar bókina um ham- ingjuna, ritar um það, sem henni virðist nú mestu máli skipta, er hún lítur um öxl: heimilisunaðinn, börnin, frelsið og ættjörðina eins og þetta birtist í dag- legu lifi manns. Henni er það hamingj- an að eiga svo stórbrotna ættjörð sem Noreg, að hafa hlotnazt að ala þessu landi börn, auðnazt að ala þau upp við gamlar og gagnhollar þjóðarvenjur og ný og víðsýn viðhorf, fengið að sjá son- una vaxa og dafna og geta vafið litlu, vanburða dótturina ást og umhyggju. Svo hlýr og næmur er skilningur skáld- konunnar á þessu viðfangsefni, að les-

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.