Stígandi - 01.04.1944, Síða 21
STÍGANDI
KONA VÍGA-GLÚMS
99
fyrir eigin hagsæld. Orðin, sem hann mælir til hennar, þegar þau
koma heim frá hildarleiknum á Hrísateigi, eru þrungin reiði-
blandinni ásökun: „För vár mundi haía orðit góð í dag, ef þú
hetðir heima verit, ok hefði Þórarirm eigi lífs brott komizt“. Er
til nokkur átakanlegri sönnun þess, hversu djúpt blóðhefndar-
boðorðið hefir verið rist í hjarta íslendingsins á þeirri tíð? —
Andsvar Halldóru Gunnsteinsdóttur er stillt og einlægt — ófals-
að innsigli á unnið verk. Sú kona, er beitti sér þannig gegn hin-
um stoltasta vígahug, hefir verið búin skörungsskap og þrótti,
jafnt og hjartahlýju, og langt á undan samtíð sinni í réttsýni
og siðgæði.---------
Enn í dag er bjart um Bergþóru Skarphéðinsdóttur, er við
sjáum hana í anda ganga inn í eldana við hlið þess manns, sem
hún hafði ung heitið tryggðum. Enn leggur ljóma af Auði Vé-
steinsdóttur, þar sem hún gengur fram á kleifarnar í Geirþjófs-
firði til síðustu varnar fyrir eiginmann sinn, útlagann ofsótta.
Og enn lútum við í auðmýkt ofurmagni þess ástríkis, er Ásdís á
Bjargi umvefur tára soninn, þegar hún fórnar Illuga, yngsta syn-
inum, svo að hann mætti öðlast stundarfró. Er ekki vafasamt,
hvort nokkru sinni hafi verið meiru fórnað á íslandi?
Þessar konur hafa unnið sér aðdáun kynslóðanna um aldir.
Sæmd þeirra mun uppi, á meðan Hávamál og Sonatorrek finna
hljómgrunn í sál hinnar íslenzku þjóðar. Þær hafa unnið sér að-
al kvengöfginnar með hugprýði sinni, ást og fórnum — og þó
eru þær ekki merkisberar neinnar óskiljanlegrar eða yfirnáttúr-
legrar gæzku, heldur aðeins fullkomlega mannlegar í breytni
sinni. Allir þeir, er þær liðu fyrir, voru ástvirúr þeirra. Og hversu
þungar fórnir getur ástin ekki fært, og hversu djúpstæðar þján-
ingar getur hún ekki þolað vegna óskabarna sinna? Halldóra
Gunnsteinsdóttir stendur því feti framar, þegar vandlega er
hugað, því að hún helgaði sig hinum mesta í heimi, hinum víð-
sýna, óeigingjarna kærleika, sem lætur ekkert mannlegt sér óvið-
komandi. í þeirri hugsjón að binda um sár annarra, úr hvorra
liði, sem þeir eru, felst kjarni þeirrar lífsfegurðar, sem manns-
andinn þekkir æðsta. Húsfreyjan á Munkaþverá átti þá hugsjón,
og — hún sarmaði hana í verki.
Með för sinni til Hrísateigs gekk hún einstigi þeirrar af-
burðamennsku, sem ætti að vera aðdáunarefni hverrar kynslóð-
ar, eins lengi og Liljuljóð og Passíusálmar ylja íslenzku hjarta.
Jórunn Ólafsdóttir, Sörlastöðum.
7*