Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 21

Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 21
STÍGANDI KONA VÍGA-GLÚMS 99 fyrir eigin hagsæld. Orðin, sem hann mælir til hennar, þegar þau koma heim frá hildarleiknum á Hrísateigi, eru þrungin reiði- blandinni ásökun: „För vár mundi haía orðit góð í dag, ef þú hetðir heima verit, ok hefði Þórarirm eigi lífs brott komizt“. Er til nokkur átakanlegri sönnun þess, hversu djúpt blóðhefndar- boðorðið hefir verið rist í hjarta íslendingsins á þeirri tíð? — Andsvar Halldóru Gunnsteinsdóttur er stillt og einlægt — ófals- að innsigli á unnið verk. Sú kona, er beitti sér þannig gegn hin- um stoltasta vígahug, hefir verið búin skörungsskap og þrótti, jafnt og hjartahlýju, og langt á undan samtíð sinni í réttsýni og siðgæði.--------- Enn í dag er bjart um Bergþóru Skarphéðinsdóttur, er við sjáum hana í anda ganga inn í eldana við hlið þess manns, sem hún hafði ung heitið tryggðum. Enn leggur ljóma af Auði Vé- steinsdóttur, þar sem hún gengur fram á kleifarnar í Geirþjófs- firði til síðustu varnar fyrir eiginmann sinn, útlagann ofsótta. Og enn lútum við í auðmýkt ofurmagni þess ástríkis, er Ásdís á Bjargi umvefur tára soninn, þegar hún fórnar Illuga, yngsta syn- inum, svo að hann mætti öðlast stundarfró. Er ekki vafasamt, hvort nokkru sinni hafi verið meiru fórnað á íslandi? Þessar konur hafa unnið sér aðdáun kynslóðanna um aldir. Sæmd þeirra mun uppi, á meðan Hávamál og Sonatorrek finna hljómgrunn í sál hinnar íslenzku þjóðar. Þær hafa unnið sér að- al kvengöfginnar með hugprýði sinni, ást og fórnum — og þó eru þær ekki merkisberar neinnar óskiljanlegrar eða yfirnáttúr- legrar gæzku, heldur aðeins fullkomlega mannlegar í breytni sinni. Allir þeir, er þær liðu fyrir, voru ástvirúr þeirra. Og hversu þungar fórnir getur ástin ekki fært, og hversu djúpstæðar þján- ingar getur hún ekki þolað vegna óskabarna sinna? Halldóra Gunnsteinsdóttir stendur því feti framar, þegar vandlega er hugað, því að hún helgaði sig hinum mesta í heimi, hinum víð- sýna, óeigingjarna kærleika, sem lætur ekkert mannlegt sér óvið- komandi. í þeirri hugsjón að binda um sár annarra, úr hvorra liði, sem þeir eru, felst kjarni þeirrar lífsfegurðar, sem manns- andinn þekkir æðsta. Húsfreyjan á Munkaþverá átti þá hugsjón, og — hún sarmaði hana í verki. Með för sinni til Hrísateigs gekk hún einstigi þeirrar af- burðamennsku, sem ætti að vera aðdáunarefni hverrar kynslóð- ar, eins lengi og Liljuljóð og Passíusálmar ylja íslenzku hjarta. Jórunn Ólafsdóttir, Sörlastöðum. 7*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.