Fréttablaðið - 04.05.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 04.05.2013, Síða 6
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 vegar rétt á því að fara á eftir- laun og því er óvíst hvort hún þiggur biðlaun. Hinir sjö ráðherrarnir sitja allir áfram á Alþingi. Þeir eiga þó rétt á biðlaunum vegna ráð- herrahluta launanna, eða 482.581 krónu, í sex mánuði, samtals 3,6 milljónir króna hver ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra eru 11 talsins og þeir fá sömu laun og skrifstofustjórar, eða 715.235 krónur á mánuði. Þeir eiga rétt á þriggja mánaða biðlaunum, eða rúmlega 2,1 milljón króna hver. kolbeinn@frettabladid.is ALÞINGI Biðlaunaréttur þing- manna, ráðherra og aðstoð- armanna ráðherra nemur 121.190.484 krónum. Óvíst er hvort allir nýti sér rétt sinn og taki þeir að sér önnur störf drag- ast launin frá biðlaunaréttinum. Alls luku 27 þingmenn störfum á Alþingi eftir nýafstaðnar kosn- ingar. Sumir þeirra náðu ekki kjöri en aðrir höfðu ákveðið að gefa ekki kost á sér. Þessir þing- menn eiga allir rétt á biðlaunum. Þeir sem hafa setið lengur en eitt kjörtímabil eiga rétt á sex mán- aða biðlaunum. Þeir sem hins vegar hafa aðeins setið eitt kjör- tímabil, eða skemur, eiga rétt á þriggja mánaða biðlaunum. Þá skiptir engu hvort þeir sátu allt kjörtímabilið eða aðeins nokkra mánuði. Þingfararkaupið er 630.025 krónur á mánuði. Laun ráðherra samanstanda af þingfararkaupi og ráðherra- álagi. Forsætisráðherra er með 1.231.092 krónur á mánuði, en aðrir ráðherrar 1.112.606 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra á rétt á sex mán- aða biðlaunum, eða tæplega 7,4 milljónum króna. Hún hættir bæði sem ráðherra og þingmað- ur og er því talin báðum megin í þessu uppgjöri, þar sem laun hennar eru tvískipt. Hún á hins Biðlaunaréttur upp á 121 milljón króna Ráðherrar, þingmenn og aðstoðarmenn ráðherra sem nú láta af störfum eiga rétt á biðlaunum sem nema rúmri 121 milljón króna. Nokkurra mánaða þingseta gefur rétt á þriggja mánaða biðlaunum. Önnur laun skerða biðlaunaréttinn. Alls: 121.190.484 kr 23 .6 02 .7 55 k r 23.874.804 kr 73.712.925 kr 28 ÞINGMENN* 8 RÁÐHERRAR* 1 1 AÐ ST O Ð AR M EN N *Biðlaunaréttur Jóhönnu Sigurðardóttur skiptist í ráðherra- og þingmannahluta 12 þingmenn eiga rétt á sex mánaða biðlaunum og 15 á þriggja mánaða. Sjálfsöryggi og sátt Sjálfstyrkingarnámskeið Sjálfsöryggi og sátt er 10 skipta (20 klst.) námskeið á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar þar sem kenndar eru aðferðir til að bæta sjálfstraust. Lítið sjálfstraust getur hamlað fólki í daglegu lífi, haft veruleg áhrif á lífsgæði og valdið þrálátri vanlíðan. Námskeiðið byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, jafnframt því sem lögð er áhersla á árvekni (mindfulness) og sátt (acceptance). Á námskeiðinu læra þátttakendur leiðir til að bæta öryggi í samskiptum og leikari kemur í heimsókn og fjallar um framkomu og líkamstjáningu. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 14. maí kl. 15 og munu sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar stýra námskeiðinu. Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is Nánari upplýsingar: www.kms.is Reykjavíkurborg ı 411 1111 ı www.reykjavik.is/eignir R ey kj av ík u rb o rg 3 0. a p rí l 2 01 3 / JH J Þarf að verjast fordómum: Kyenge er fyrsti svarti ráðherra í ríkisstjórn Ítalíu Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Ársfundur 2013 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 16.30, í sal Bandalags háskólamanna að Borgartúni 6, 3.hæð, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Önnur mál löglega upp borin 3. Breyting á samþykktum sjóðsins 4. Sameining lífeyrissjóða Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 2. maí 2013 Stjórn Lífeyrissjóðs stafsmanna sveitarfélaga ELDUR Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær þegar eldur kom upp í iðnað- arhúsnæði í Gjáhellu í Hafnarfirði. Eldurinn komst í gaskúta sem voru innandyra í húsnæðinu og skapað- ist mikil sprengihætta í kjölfarið. Aðgengi að öllu iðnaðarhverf- inu var lokað vegna hættunnar en allt tiltækt slökkvilið og fjöldi lögreglumanna voru að störfum á svæðinu. Vel tókst að ráða niður- lögum eldsins og hafði slökkviliðið náð að slökkva hann í gærkvöldi. Unnið var að því að kæla niður kæla kútana niður og var því enn töluverð sprengihætta. - hó Mikill viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna elds í gaskútum: Lokað vegna sprengi- hættu í Hafnarfirði VIÐBÚNAÐUR Allt tiltækt slökkvilið var að störfum á svæðinu. STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kannast ekki við að standa í „óform- legum viðræðum“ við Framsóknar- flokkinn um myndun ríkisstjórnar, eins og sagt var í fjölmiðlum í gær. Á Facebooksíðu sinni sagði Bjarni í gærkvöldi: „Ég gæti hafa verið inni í bílskúr eða bak við hús og misst af einhverju en þessar við- ræður fóru ekki fram með minni þátttöku.“ Ekki náðist í Bjarna í gærkvöldi, en Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarkona hans staðfesti við Fréttablaðið að Bjarni og Sigmund- ur hefðu ekki hist í gær og enginn fundur væri fyrirhugaður í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins bar einnig til baka á sinni síðu fréttir um að hann hafi hitt Bjarna og Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna í gær. Hann hafi hitt hvorugt. „Dagurinn hefur farið í að skoða tölfræði og tækifæri. Það var upp- örvandi vinna.“ - þj Formenn segjast ekki vera í „óformlegum viðræðum“ um stjórnarmyndun: Bjarni hitti Sigmund ekki í gær ENGIR FUNDIR FYRIRHUGAÐIR Engar stjórnarmyndunarviðræður áttu sér stað í gær að sögn formanna Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Engir fundir eru á dagskrá í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍTALÍA, AP Kyenge, fyrsti ráð- herra Ítalíu af svörtum upp- runa, tók við embætti innflytj- endaráðherra nú í lok febrúar. Kyenge, sem er skurðlæknir að mennt, fædd- ist í Kongó en fluttist til Ítalíu fyrir um þrjátíu árum til þess að nema læknisfræði. Í starfi sínu sem ráðherra hefur hún þurft að verjast kynþáttafor- dómum, meðal annars frá samstarfsfélögum sínum á þingi en Cecile segir mikilvægt að uppfræða þjóðina þar sem kynþáttafordómar eigi rætur sínar í þekkingarleysi. Hún segir að sitt fyrsta verk sem ráðherra muni vera að tryggja réttindi barna innflytjenda sem í dag geta ekki sótt um ítalskan ríkisborgararétt fyrr en 18 ára gömul þrátt fyrir að hafa fæðst í landinu. - hó CECILE KYENGE
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.