Fréttablaðið - 04.05.2013, Page 18

Fréttablaðið - 04.05.2013, Page 18
Atli Sigþórsson, tónlistarmaður og skáld Grúsk og nóvella Helgin mín byrjaði á nornamessu fyrir Nunna Super- cut Konn með sveimnum mínum. Laugardagurinn fer í grúsk í Nýal og svo dálítið rommsull fyrir svefninn. Á sunnudag ætla ég loks að vinna í nóvellunni minni, Hinni svörtu útsendingu. Það er útbreiddur mis-skilningur að ég sé sérfræðingur í Euro-vision,“ fullyrðir Selma Björnsdóttir söng-kona. Kveðst þó alltaf horfa á aðalkeppnina en án þess að hafa kynnt sér lögin áður og myndað sér skoðun á þeim. „En í Euro vision-sýningunni stiklum við á stóru í sögu keppninnar sem hófst árið 1956. Það er heil- mikil saga og hafsjór af lögum og það var auðvitað heilmikil vinna að leggjast yfir þetta.“ Í sýningunni eru flutt 45 lög á níu tungumálum. „Við syngjum nátt- úrulega á íslensku og svo ensku, þýsku, frönsku, norsku, sænsku, króatísku, ítölsku og hebresku og það hefur verið mikil ögrun að leggja þetta allt á minnið,“ segir Selma. Sjálf tekur hún All out of luck sem hún komst með í 2. sætið 1999. Auk þess syngur hún á króatísku, norsku, frönsku og ítölsku. „Maður pikkar þetta upp og svo hringdi ég í Hönsu vin- konu mína sem er með BA-próf í frönsku og hún sagði mér hvað mætti fara betur.“ Selma segir Eurovision óneit- anlega hafa haft áhrif á eigin feril, bæði góð og slæm? „Oft mætti halda að ég væri með Eurovisiontattú á enninu. Ég var í öðru sæti og hef fengið fullt af tækifærum út á það, ferðast mikið og sungið fyrir Eurovisi- on-aðdáendur í Belgíu, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. En í leikhúsunum þykir það ekki bera merki um djúpa visku að vera Eurovision-söngvari, þó ég telji áhorf á saklausan sjónvarps- þátt einu sinni á ári hafa lítið með vitsmuni fólks að gera. Selma kveðst tengja góðar minningar við Eurovision, bæði úr þátttökunni og uppvextinum. „Á mínu heimili var alltaf gott að borða þetta kvöld, það var poppað og allir settust við sjón- varpið og áttu sín uppáhalds- lög. Þetta er stemning sem allir aldurshópar geta tekið þátt í og er holl fyrir þjóðarsálina.“ Eftir Hörpuævintýrið ætlar Selma með Sögu Eurovision austur á land og loka þannig hringnum. Eftir það leikstýr- ir hún talsetningu á teikni- myndinni Aulinn ég 2 með Pétri Jóhanni í aðalhlutverki. Einnig leikur hún í sjónvarps- seríunni Fólkið í blokkinni og fer í tökur í maí og júní. Í ágúst ætlar hún svo til Berg- en að leikstýra Hróa hetti og eftir það til Boston með Gísla Erni Garðarssyni að setja upp sömu sýningu, svo ekki skortir verkefnin. „Gísli Örn leik- stýrði og ég var aðstoðarleik- stjóri í þessu stykki í konung- lega Shakespeare-leikhúsinu í Stratford 2011. Þetta er eilítið breytt útgáfa. Mjög flott leikrit með söngvum, loftfimleikum og kaðlavinnu og leikmyndin er 12 metra há rennibraut, skógur og tjörn.“ Spurð hvort hún þurfi að sveifla sér mikið svarar Selma: „Ekki nema ég þurfi að sýna leikurunum hvernig þeir eigi að gera en mest er ég á gólf- inu.“ Syngur á króatísku í Hörpunni í kvöld Selma Björns fer síðsumars til Bergen og Boston að leikstýra Hróa hetti, ásamt Gísla Erni. Áður leikur hún í Fólkinu í blokkinni en í kvöld stígur hún á svið í Hörpu og segir sögu Evrovision með fleiri listamönnum. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is SELMA Oft mætti halda að ég væri með Eurovision-tattú á enninu,“ segir hún og segir keppnina hafa haft áhrif á feril sinn, bæði góð og slæm. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þrjár sýningar á verkum nemenda sem eru í fullu námi í Myndlista- skólanum í Reykjavík verða opnað- ar í dag. Sýning fyrsta árs nemenda í Sjónlistadeild verður opnuð í Gall- erí Tukt klukkan 14, sýning á loka- verkefnum nemenda í Sjónlistadeild verður opnuð í húsnæði Myndlista- skólans í JL-húsinu klukkan 15 og sýning diplómadeilda verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 16. ■ Í Þjóðmenningarhúsinu verða sýnd verkefni nemenda úr þremur diplómadeildum skólans; mótun, teikningu og textíl. Annars vegar er um að ræða sýnishorn af vinnu nemenda sem lokið hafa fyrra ári af tveimur og hins vegar útskrift- arverkefni nemenda. Lokaverkefn- in eru hugvitsamlega hönnuð ílát úr postulíni og viði sem ætluð eru undir fingramat og önnur veislu- föng – jafnvel ferðaveislur. Alls eru 12 nemendur að útskrifast en 46 nemendur sýna verkefni. ■ Í JL-húsinu að Hringbraut 121 sýna 40 nemendur sem ýmist eru að ljúka eins árs undirbúningsnámi eða tveggja ára námi sem getur leitt til stúdentsprófs. Á sýningunni, sem teygir sig upp í rjáfur JL-hússins og innst í myrkustu kompur, verða margs konar verkefni nemenda sem ýmist hafa lagt áherslu á myndlist, hönnun eða arkitektúr í lokaverk- efnum sínum. ■ Í Gallerí Tukt opnar sýning á verkefnum fyrsta árs nema í Sjón- listadeild úr tveimur áföngum, verkstæði og margmiðlun. Gerðar hafa verið tilraunir með klassísk efni, eins og akrílmálningu og gifs, en einnig með nýrri og óhefðbundn- ari leiðir eins og „green screen“, sand og afsteypuefnið alginate. Þrjár sýningar Myndlistaskólans Nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík eiga verk á þremur sýningum sem opnaðar verða í dag. Verkin eru af margvíslegum toga, bæði listaverk og nytjamunir. Í leikhúsunum þykir það ekki bera merki um djúpa visku að vera Eurovision-söngvari, þó ég telji áhorf á saklausan sjónvarpsþátt einu sinni á ári hafa lítið með vits- muni fólks að gera. Hjalti Jón Sverrisson guðfræðinemi Nærir andann Lykilorð helgarinnar er próf- lestur. Þó mun ég læðast á hljómsveitaræfingu til þess að næra andann. Svo er aldrei að vita nema ég líti við á myndarlegasta heimili lands- ins; virði fyrir mér tómata- plöntur og lífið sjálft. HELGIN 4. maí 2013 LAUGARDAGUR Fræðsla Fjölskrúðugt fugla- líf í Grasagarðinum í Laugardal verður skoðað á göngu um garðinn á morgun. Um leiðsögn sér Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður og þess má geta að fræðslan ef við hæfi allrar fjölskyld- unnar. Hún er haldið í samstarfi við Fuglaverndarfélag Íslands og hefst klukkan ellefu. . Fuglalíf Fræðst um fugla í Grasa- garðinum Tónlist Lúðrasveit Reykjavíkur heldur fjölskyldutónleika í Kaldalónssal Hörpu á sunnudag. Á tónleikunum mun Lúðra- sveit Reykjavíkur flytja kvikmyndatónlist úr ýmsum áttum, til dæmis úr Mission Impossible, James Bond, Spider-Man, Mamma Mia, Hercules og Indiana Jones. Að þessu sinni sér Valur Freyr Einarsson leikari um kynningar á tónleikunum og um 50 manns halda uppi stuðinu, auk Vals Freys. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur er Lárus Halldór Grímsson. Fjölskyldutónleikar Kvikmynda- tónlist úr ýmsum áttum Hrund Þórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2 Hittir frændur að norðan Ég á þriggja daga helgarfrí, sem er yndislegt. Helgin er óvenjulítið skipulögð en ég ætla þó að hitta frændur mína sem búa á Akur- eyri. Svo kíki ég kannski á fatamarkaði og í ræktina. Sýningar Hvorki fleiri né færri en 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi í dag milli klukkan 13 og 17. Tilefnið er Eyfirski safnadagurinn sem nú er haldinn í sjöunda sinn. Dagurinn er að þessu sinni tileinkaður sögulegu fólki sem sett hefur svip á samfélagið. Söfnin opna auk þess samsýninguna „Komið– skoðið“ í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Þar sýnir hvert safn forvitnilegan grip úr safnkosti sínum. Eyfi rski safnadagurinn Átján söfn sameina kraft a sína í dag Ásdís Ólafsdóttir nemi Gátlisti og ham borgarar Markmið laugardagsins er að ráðast á hinn ógnvekjandi gátlista. Á sunnudaginn ætla ég svo að njóta þess að hafa klárað listann, belgja mig út í tveggja ára lúxus afmæli og fara í hamborgaraveislu um kvöldið. FJÖLBREYTT VERK Á sýningunum eru verk nemenda úr öllum deildum skólans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.