Fréttablaðið - 04.05.2013, Side 24

Fréttablaðið - 04.05.2013, Side 24
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Gamla dómshúsið við Lindargötu hefur geng-ið í endurnýjun lífdaga. Það var á sínum mekt-ardögum vettvangur stærsta dómsmorðs sem framið hefur verið í Íslands- sögunni en nú er það æfingasvæði leikhópsins Lab-Loka sem endur- gerir söguna af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á sinn hátt undir leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar, sem gengið hefur með söguna og útfærslu hennar í nítján ár. Málið hafði reyndar verið honum hug- leikið alveg frá því að atburðirn- ir gerðust en það var ekki fyrr en hann kynntist Sævari Ciesielski, þá nýsloppnum úr fangelsi, að hann varð sannfærður um að hann yrði að gera leikrit upp úr málsatvikum. „Árið 1994 setti ég upp Og þeir settu handjárn á blómin eftir Arra- bal hjá Leiksmiðju Reykjavík- ur. Verkið er fangelsisdrama og á æfingatímanum rakst ég á Sævar og spurði hvort hann vildi koma og deila reynslu sinni af einangrunar- vist með leikhópnum. Hann tók vel í það, mætti og fór á þvílíkt flug. Það var bara eins og hann væri sér- fræðingur í Arrabal, hann var svo fljótur að setja sig inn í allt og sagði okkur frá svo mörgu sem hann hafði lent í. Þá kviknaði þessi hug- mynd að leikverki. Ég tók upp nokk- ur myndbönd af Sævari og mótaði hugmyndina í grófum dráttum en svo fór þetta bara í pækil. Ég bjó í fimm ár í Bretlandi og var að vinna að allt öðrum hlutum, en þetta mál var alltaf aftast í höfðinu, enda hefur það náttúrulega fylgt manni alla tíð. Þessir krakkar sem voru sakborningar voru því sem næst jafnaldrar mínir og ég kannaðist við þau úr bænum. Maður upplifði þetta svo sterkt á sínum tíma þótt maður vissi þá ekkert hvað sneri upp eða niður í málinu. Ég bara gat ekki losnað við þetta úr huganum.“ Þúsundir blaðsíðna Rúnar bjó erlendis á meðan dóms- málið sjálft stóð yfir og kynntist þar meðal annars Guðjóni Skarp- héðinssyni, einum sakborninga. Þegar hann kom heim fór hann að vinna á Landsbókasafninu, lagðist í lestur á dómskjölum og áhuginn blossaði upp aftur. Fyrir tveim- ur árum fór hann fyrir alvöru að vinna að gerð leikverksins Hvörf og í fyrrasumar lagði hann ásamt Stefáni Halli Stefánssyni leikara undir sig herbergi dómara í gamla dómshúsinu, sem nú er yfirfullt af gögnum um málið og veggirnir þaktir tímalínum og útfærslum á málsatvikum og hinum ýmsu sam- særiskenningum. „Við byrjuðum á því að lesa allar skýrslurnar og málskjölin, tuttugu og sex bækur, síðan kemur dómurinn upp á 627 blaðsíður og svo öll málsskjölin úr endurupptökunni. Þetta eru þús- undir blaðsíðna.“ MÁLIÐ Í STÓRUM DRÁTTUM Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Lögreglumenn gerast skáld Hvörf eru nýtt íslenskt leikverk sem frumsýnt verður í Kúlunni í köld. Leikstjóri verksins og einn höfunda er Rúnar Guð- brandsson, sem fékk hugmyndina eftir samskipti við Sævar Ciesielski fyrir nítján árum. Verkið hefur tekið miklum breyt- ingum á meðgöngunni og nú beinist kastljósið í auknum mæli að rannsóknarmönnunum og ásetningi þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1974 1975 1977 1980 1997 1999 2000 2009 2011 2013 27. janúar 1974 Guðmundur Einarsson hverfur 19. nóvember 1974 Geirfi nnur Einarsson hverfur 20. desember 1975 Erla fyrst yfi rheyrð vegna hvarfs Guð- mundar 22. júní 2000 Endurupptöku- beiðni Erlu hafnað 19. desember 1977 Dæmt í málinu í sakadómi Reykjavíkur 22. febrúar 1980 Dæmt í málinu í Hæstarétti 15. júlí 1997 Fyrri endurupp- tökubeiðni Sævars hafnað 18. mars 1999 Seinni endurupp- tökubeiðni Sævars hafnað 1. maí 2009 Tryggvi Rúnar Leifsson lést 12. júlí 2011 Sævar Marinó Ciesielski lést 7. október 2011 Starfshópur um Guð- mundar- og Geir- fi nnsmál skipaður af innanríkisráðherra 25. mars 2013 Skýrsla starfs- hópsins kynnt almenningi Birna og Rúnar kynntust árið 2005 og hafa síðan verið á fullu að framleiða börn og leiksýningar eins og hún orðar það. „Þetta hefur eiginlega haldist í hendur. Þegar við vorum að æfa Steinar úr Djúpinu var ég ólétt að stráknum okkar og alltaf ælandi og á æfingatímanum á Svikaranum var ég ólétt að tvíburunum og líka alltaf ælandi. Núna æli ég ekkert en það er samt mikið álag að vera bæði að framleiða sýninguna og leika í henni.“ Leiksýningarnar sem þau hafa unnið saman eru orðnar fjórar og börnin sömuleiðis, en fyrsta barn þeirra fæddist andvana. Leiksýningarnar munu verða fleiri en börnin ekki fullyrðir Birna. „Þetta er orðið ágætt. Auðvitað var það ekki á plani að eignast tvíbura en það var óvænt ánægja og sérstakt karma að fá tvö í einu, sérstaklega eftir þá erfiðu lífsreynslu að hafa misst frumburðinn. Þetta er búinn að vera ansi mikill rússíbani hjá okkur. En svona er nú lífið, það er yndislegt með öllum sínum blæbrigðum.“ Er ekki allt heimilislífið undirlagt af Hvörfum þessa dagana? „Jú, við erum bara alltaf í vinnunni og með fjölskylduna inni á gafli til að hugsa um börnin. En þetta lagast strax eftir frumsýningu, þá verður rólegra og við fáum meiri tíma til að sinna þeim.“ Þú ert svo ung að þú manst væntanlega ekkert eftir Guðmundar- og Geirfinnsmálinu? „Jú, ég man alveg eftir því. Þetta var svo stórt mál og litaði allt þjóðfélagið að þó að ég hafi verið krakki þá heyrði ég mikið af þessu máli. Ég var hálfsmeyk við að takast á við þessa sýningu, eiginlega bara hrædd, en Rúnar var búinn að ganga með þessa hugmynd svo lengi og við búin að kosta svo miklu til að það varð ekkert aftur snúið. Eftir að við fórum að æfa hvarf hræðslan líka og verkið fór að lifa sínu eigin lífi óháð raunveruleikanum.“ Hvað tekur svo við eftir að sýningum lýkur? „Þá gefum við okkur góðan tíma til að knúsa börnin okkar og sinna öllu því sem setið hefur á hakanum á æfingatímabilinu. Síðan förum við bara á fullt að vinna næstu sýningu, Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur, sem fer á fjalirnar næsta haust.“ FRAMLEIÐA BÖRN OG LEIKSÝNINGAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.