Fréttablaðið - 04.05.2013, Side 42

Fréttablaðið - 04.05.2013, Side 42
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4 Mikið verður um dýrðir í kvik-myndahúsinu Bíó Paradís um helgina þegar lokasýning költ- kvikmyndahópsins Svartir sunnudagar verður, auk þess sem opnuð verður yfir- litssýning veggspjalda sem hönnuð voru sérstaklega fyrir kvikmyndasýningar vetrarins. Veggspjöldin eru hönnuð af íslenskum listamönnum og hafa vakið mikla athygli. Sýningin verður haldin í dag laugardag kl. 16 og stendur yfir í nokkra klukkutíma eða eftir því hvernig stemning- in þróast að sögn Hrannar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis kvikmyndanna ses., rekstraraðila Bíós Paradísar. „Svartir sunnudagar hafa algjörlega slegið í gegn hjá okkur í vetur. Þar höfum við sýnt vikulega áhugaverðar kvikmyndir, hvort sem hægt er að flokka þær undir költ eða klassískar kvikmyndir. Um leið hafa ýmsir listamenn útbúið sérstakt kvikmyndaplak- at fyrir hverja mynd og hafa þau ekki síst vakið mikla athygli. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt fyrir listamennina að vinna þau í vetur enda eru þeir sjálfir mikl- ir kvikmyndaaðdáendur.Veggspjöldin eru virkilega sérstök og einstæð.“ Hópurinn á bak við Svarta sunnudaga samanstendur af Hugleiki Dagssyni, Páli Óskari Hjálmtýs- syni, Sigurjóni Kjartanssyni og Sjón. BIÐRAÐIR ÚT Á GÖTU Hrönn segir aðsókn hafa verið mjög góða á sýningar Svartra sunnudaga í vetur og þar hafi skemmtilega myndskreytt kvikmynda- veggspjöld haft sitt að segja. „Það er búið að vera pakkað hjá okkur í vetur og mikil stemning á sýningum. Hér hafa verið lang- ar biðraðir út á götu og margir treysta því að við séum að sýna góðar kvikmyndir því sumir kaupa miða án þess að kynna sér fyrir fram hvaða sýning er í boði.“ Margir þjóðþekktir listamenn hafa hannað kvikmyndaveggspjöld í vetur fyrir Svarta sunnudaga. Má þar nefna Hugleik Dagsson, Ómar Örn Hauksson, Sólveigu Pálsdóttur, Þránd Þórarinsson og Bobby Breiðholt. „Þetta eru sannkallaðir safn- gripir. Veggspjöldin verða aðeins til sölu í dag laugardag og aldrei aftur. Hvert vegg- spjald verður prentað sérstaklega fyrir hvern kaupanda og kostar aðeins 15.000 krónur. Þau verða prentuð í takmörkuðu upplagi og ekki hægt að kaupa síðar. Þessi veggspjöld verða því sannkallaðir safngripir. Það eru allir velkomnir og ókeypis er inn á sýninguna. Þessi sýning verður vafalaust umtöluð í mörg ár. Þetta eru svo sannarlega geggjuð veggspjöld og margir eiga eftir að verða æstir í að ná sér í nokkur.“ Lokasýning Svartra sunnudaga verður á sunnudaginn þegar sýndar verða tvær kvikmyndir saman. Fyrst verður sýnd kvikmyndin Jómfrúarvorið eftir Ingmar Bergman frá árinu 1960 og strax þar á eftir kvikmyndin The Last house on the left eftir hryllingsmyndaleikstjórann Wes Craven, en báðar myndir eru byggðar á sömu sögu. „Síðan snúum við aftur með Svarta sunnudaga næsta haust með enn meira költ og gleði.“ ■ starri@365.is KÖLT OG KLASSÍK VEGGSPJÖLD Skemmtileg veggspjöld hafa sett svip á kvikmyndasýningar Svartra sunnudaga í vetur. Íslenskir listamenn eiga heiðurinn af þeim og verða þau öll til sýnis í dag í Bíó Paradís. PHANTASM Veggspjald eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttur ÚRVAL MYNDA EFTIR ROGER CORMAN Ýmsir höfundar DEEP RED Veggspjald eftir Pál Óskar Hjálm- týsson PINK FLAMINGOS Veggspjald eftir Jóhann Ludwig Torfason Hönnunarhúsið Netagerðin við Nýlendu- götu 14 hefur verið heimili íslenskrar hönnunar og tónlistar síðan í október 2011. Þar hafa hönnunarteymin Stáss og Volki meðal annars unnið og selt sína hönnun og textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir. Auk þeirra hefur Kongó Shop verið undir þaki Netagerðarinnar en fyrir- tækið sérhæfir sig í dreifingu á tónlist. Mikið líf og fjör hefur verið í húsnæði Netagerðarinnar frá fyrsta degi en nú er komið að tímamótum. Netagerðin mun flytja starfsemi sína af Mýrargötunni en ekki hefur verið ákveðið hvert hönnunar- húsið flytur. Því er blásið til kveðjuveislu í dag milli klukkan 12 og 16 þar sem boðið verður upp á lifandi tónlist og hægt verður að gera góð kaup á íslenskri hönnun og tónlist á tilboðs- verði. Dagskrá hefst klukkan 13 á því að Ómar og Óskar Guðjónssynir stíga á stokk. Jónas Sig kemur fram klukkan 14 og klukkan 15 Robert the Roommate. Gengið er inn í Neta- gerðina frá Mýrargötu. NETAGERÐIN FLYTUR Blásið verður til kveðjuveislu á Nýlendugötu 14 vegna flutninga Netagerðarinnar. Veislan stendur frá klukkan 12 til 16 í dag. VOLKI DESIGN Að Netagerðinni standa Bryn- dís Bolladóttir, Stáss, Volki og Kongó Shop. Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir, fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og færri flettingar. Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta- og afþreyingarvefur ársins á Íslensku vefverðlaunu- num 2012. Minna að fletta meira að frétta F ÍT O N / S ÍA Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“ BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir, fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og færri flettingar. Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta- og afþreyingarvefur ársins á Íslensku vefverðlaunu- num 2012. Minna að fletta meira að f étta Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Gönguferðir með barnavagna og kerrur alla daga vikunnar kl. 12.00 Hressileg ganga fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur með léttum æfingum, teygjum og slökun, hver gönguferð tekur ca. 60 - 75 mínútur. Mætið í góðum gönguskóm og helst göngufatnaði. Gengið er eftir göngustígum borgarinnar, sjá dagskrá hér neðar. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Fararstjóri: Auður Kjartansdóttir. Brottför er kl 12:00 alla daga: Mánudag: Mæting við Perluna Öskjuhlíð Þiðjudagur: Mæting við Gerðasafn í Kópavogi Miðvikudag: Mæting við Árbæjarlaug Fimmtudag: Mæting við Nauthól Föstudag Mæting við Húsdýragarðinn Laugardal Barnavagnavika FÍ og Ferðafélags barnanna 13. - 17. maí
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.