Fréttablaðið - 04.05.2013, Page 78

Fréttablaðið - 04.05.2013, Page 78
KYNNING − AUGLÝSINGStangveiði LAUGARDAGUR 4. MAÍ 20138 SJÁLFBOÐALIÐAR FYLGJAST MEÐ NÆTUR VEIÐI Tíu sjálfboðaliðar úr röðum stang- veiðimanna hafa verið útnefndir sem veiðiverðir við Þingvallavatn í sumar. Þingvallanefnd hafði ákveðið að banna næturveiði í vatninu sökum ónæðis frá veiðimönnum og slæmrar umgengni þeirra, auk þess sem brögð voru að því að notuð væri ólögleg beita. Eftir kröftug mótmæli og fundi með stangveiðimönnum féll nefndin frá ákvörðun sinni. Þingvallanefnd staðfesti svo samstarfsyfirlýsingu sem þjóðgarðs vörður hafði unnið í samstarfi við Landsamband stangaveiðifélaga og Veiðikortið um sameiginlegt eftirlit og bætta veiðimenningu við vatnið, á fundi sínum þann 19. apríl síðastliðinn. „Aðilar árétta að með þessu er ekki aðeins lagður grunnur að bættri veiðimenningu í þjóðgarð- inum heldur er efnt til samstarfs þjóðgarðsins og veiðimanna um verndun Þingvallavatns sem haldið verður áfram til lengri tíma,“ segir í yfirlýsingu frá þjóðgarðinum. Veiðiverðirnir tíu verða merktir á meðan þeir sinna skyldum sínum en þeir fá Veiðikortið í þóknun fyrir framlag sitt. Veiðitímabilið í þjóð- garðinum byrjaði 1. maí. Fiskurinn hefur þó verið tregur enda hefur verið afar kalt í veðri undanfarið. MÆLA FRUMLEIÐNI Í ÚLFARSÁ Nýlega hóf Veiðimálastofnun rannsókn á grunnþáttum í lífríki Úlfarsár, eða Korpu, eins og hún er einnig nefnd. Þetta þykir tímamótarannsókn enda hefur frumframleiðni aldrei verið mæld áður í straumvatni á Íslandi en greint er frá rannsókninni á vef Veiðimálastofnunar www.veidimal.is. Frumframleiðni er í grunninn framleiðsla á lífrænu efni úr koldíoxíði og nánast allt líf á jörðinni er á einn eða annan hátt háð því ferli. Frumframleiðendur eru þær lífverur sem geta beislað orku sólarljóssins og nýtt hana til þessarar framleiðslu. Lífræn efni sem þannig myndast, nýtast í efri þrepum fæðukeðjunnar og er því á óyggjandi hátt undirstaða alls lífs. Í Úlfarsá verður reynt að mæla virkni þörunga til orkubindingar (tillífun) á mismunandi árstímum með mælingum á súrefnisinnihaldi árvatnsins og ljósstyrk sólarljóss. Einnig verður tegundasamsetning og magn þörunga á árbotni athugað. Rannsókninni er stýrt af Friðþjófi Árnasyni og Ragnhildi Þ. Magnúsdóttur, líffræðingum á Veiðimálastofnun, og er unnin í samstarfi við aðra sérfræðinga á stofnuninni og erlenda vatnalíffræðinga sem hafa tímabundið aðsetur á Veiðimálastofnun. Rannsóknin mun standa yfir fram á mitt ár 2014. ELDAÐ VIÐ ÁRBAKKANN Það er einfalt og skemmtilegt að elda fisk við árbakkann og lítil fyrirhöfn ef veiðimenn eru vel skipulagðir. Hægt er að nota lítið ferðagasgrill eða prímus og pönnu til að elda fiskinn. Þeir sem eru ævintýragjarnari taka með kol, álpappír og grind og grafa holu í jörðina. Góður hnífur, bretti og flísatöng þurfa að vera við höndina til að verka fiskinn. Olía, ferskar eða þurrkaðar kryddjurtir eftir smekk hvers og eins og salt og pipar gera góðan fisk enn betri og sítróna breytir grilluðum fisk í kóngafæði. Fiskinn er bæði hægt að flaka eða grilla heilan eftir að búið er að verka hann. Sé fiskurinn grillaður heill er gott að skera nokkrar rákir hvorum megin og troða ferskum kryddjurtum í sárin og setja sítrónu á milli. Með- lætið þarf ekki að vera flókið. Kalt kartöflusalat eða ferskt salat og góð köld sósa eftir smekk hvers og eins. Ný tt ap p Farðu á visir.is/utvapp eða skannaðu QR kóðann og sæktu Útvappið fyrir iOS eða Android. Nú hafa 10.000 manns sótt Útvappið í símann sinn! Komdu í hópinn og hlustaðu á FM957, Bylgjuna og X977 hvar og hvenær sem er. Við erum komin í 10.000 síma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.