Fréttablaðið - 04.05.2013, Síða 82

Fréttablaðið - 04.05.2013, Síða 82
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég fór að taka eftir því hvað Sigríður Arna kom alltaf hress og endurnærð úr helgar-fríum, eftir að hún var búin að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum sínum. Ég var, eins og margir kannast kannski við, búin að festast í einhverju fari, fór alltaf á sömu staðina og gerði sömu hlutina með börnunum. Ég fékk því að slást í för með Sigríði og síðan þá höfum við farið í ótal leið- angra saman,“ segir Lára Guðrún Sigurðardóttir, annar tveggja höf- unda bókarinnar Útivist og afþrey- ing fyrir börn. Í henni er sagt frá fjölmörgum áhugaverðum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu fyrir fjölskyld- ur og hafa þær Lára og Sigríður Arna Sigurðardóttir sótt þá alla heim með börnum sínum. „Það er svo mikilvægt að gefa sér tíma með börnum og njóta lífsins með þeim. Það er svo skemmtilegt að uppgötva umhverfi sitt í góðum hópi, fara á nýjan stað, taka með sér nesti, hreyfa sig og upplifa eitt- hvað nýtt,“ segir Sigríður Arna. „Við erum ekkert nema vaninn og ef börn venjast því að stunda útivist og eiga góðar samveru- stundir með sínum nánustu þá eru þau líklegri til að tileinka sér þá lífshætti síðar meir,“ bætir Lára við. Samanlagt eiga þær Lára og Sig- ríður sex börn. Elsta dóttir Sigríð- ar er komin yfir tvítugt þannig að það voru einkum yngri börn henn- ar tvö, Þorri Freyr og Logi Snær og þrír synir Láru, þeir Flóki, Nökkvi og Fróði, sem hafa verið á ferðinni með mæðrum sínum. „Við byrjuðum á þessu verkefni árið 2010 og höfum verið nokkuð iðnar síðan,“ segja þær stöllur og hvetja alla til þess að drífa sig af stað með börnin. „Það er mjög fínt að slappa af og vera í rólegheit- um heima en við þurfum líka að stunda reglulega útivist með börn- unum, svo þau læri að njóta náttúr- unnar en það getur skipt sköpum fyrir heilbrigði þeirra síðar á lífs- leiðinni.“ Langt er síðan hugmyndin um bókina kviknaði hjá þeim Láru og Sigríði. „Við afréðum fljótlega að fleiri yrðu að fá að njóta ferðanna með okkur, við vildum endilega deila hugmyndunum að skemmti- legum stöðum með sem flestum. Því tókum við myndavélina alltaf með og skráðum hjá okkur áhuga- verða áfangastaði,“ segja þær. Síðan bókin kom út hafa þær opnað heimasíðuna www.fyrir- born.is og svo er einnig hægt að fylgjast með þeim á facebook á síðunni Útivist og afþreying fyrir börn. Strönd í borginni Margar náttúruperlur leynast á höfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra er Álftanesströnd. „Það er alltaf gaman að fara í fjöruferðir, hægt er að taka með stækkunargler og rannsaka lífríkið, búa til sandkastala eða fara í leiki,“ segja Lára og Sigríður. Fjársjóður í fjörunni Hugmyndir að fjölmörgum leikjum er að finna í bók þeirra, en fjársjóðs- leikur er einn þeirra sem gaman er að fara í í fjörunni. Þá er falinn fjársjóður, eitthvað matarkyns, sápukúlur eða hvað sem er og svo gefin leiðarlýsing með skrefum og kennileitum. Nesti og nauðsynjar Búnaður og nesti er mjög mikil- vægur. „Ef maður klæðir sig rétt er hægt að fara í fjöruferð allt árið. Og ekki gleyma stígvélunum.“ Allir þurfa sína næringu og það getur verið mjög góð hugmynd að borða úti, sumar sem vetur. Lára og Sigríður gefa góð ráð um nesti í bókinni og nokkrar góðar uppskriftir. Bananabrauð 2,5 bolli hveiti eða spelti 1 bolli hrásykur 3 tsk. vínsteinslyftiduft 1 tsk. salt 3 vel þroskaðir bananar 1 egg 3/4 bolli rísmjólk 1 bolli valhnetur saxað smátt Hráefni blandað saman í skál og bakað við 175°C í 55-60 mínútur. Sundsprettur að lokum Að lokinni fjöruferð er upplagt að fara í sund og ef fjaran er Álftanes- fjara þá er gráupplagt að fara í þá laug sem er næst, Álftaneslaug. „Það er mjög mikilvægt að ætla sér ekki um of heldur taka því rólega, ræða við börnin og hlusta á þau.“ Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is Endurnærð eftir helgarfjörið Þær Lára Guðrún og Sigríður Arna eru þriggja barna mæður, vinnufélagar og vinkonur. Þær hafa undanfarin ár farið í ótal leiðangra saman með börnin sín um helgar og gáfu nýverið út bók með góðum hugmyndum að fjölskylduafþreyingu. GÓÐUR HÓPUR Nökkvi Fannar, Sigríður Arna, Logi Snær, Þorri Freyr, Flóki Fannar, Lára Guðrún og Fróði Fannar samankomin á heimili Láru Guðrúnar í vikunni. Strákarnir eru á aldrinum fimm til tíu ára í dag en sá yngsti Flóki Fannar var tveggja ára þegar þær hófu könnunarferðir sínar um höfuðborgarsvæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÚTIDAGUR FJÖRUFERÐ, FJÁRSJÓÐSLEIT OG NOTALEG STUND Í LAUGINNI Ekki hanga Það er gaman að breyta til og stundum er veðrið ekki nægilega aðlaðandi til útiveru. Innidagur þarf samt alls ekki að vera hangsdagur eins og tillaga Láru og Sigríðar ber með sér. Klifurhúsið „Klifurhúsið í Skútuvogi er bráð- skemmtilegt fyrir krakka á öllum aldri. Allir finna vegg við sitt hæfi og það er hægt að leigja klifurskó í öllum stærðum þannig að málið er ekki flókið.“ Kaffihús Eftir klifrið er hægt að grípa nesti en það getur líka verið gaman að stoppa á kaffihúsi með börnin eða í bakaríi með kaffiaðstöðu sem er ódýrari kostur en kaffihús, gefist ekki tækifæri til að taka nesti með. Söfn Eftir klifurhasar og kaffi er gott að halda á safn og eiga rólega og fræðandi stund saman. Borgarbókasafnið Tryggvagötu Frábær aðstaða fyrir börnin, hægt að fara í búninga, skoða bækur og leika sér. Þjóðminjasafnið Safnið býður upp á ratleik fyrir alla fjölskylduna og svo er búningakistill fyrir krakkana, heimsóknirnar þangað eru iðulega mjög skemmtilegar. Sjóminjasafnið Víkin Fræðandi og flott safn sem gaman er að eyða dágóðum tíma á. INNIDAGUR HASAR OG FRÆÐSLA Á FLOTTUM SÖFNUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.