Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2013, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 04.05.2013, Qupperneq 96
4. maí 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 52 BÓKIN SEM BREYTTI LÍFI MÍNU Sigrún Óskarsdóttir, prestur í Árbæjarkirkju DANÍEL BJARNASON Fílharmóníusveit Los Angeles þykir ein framsæknasta hljómsveit Bandaríkjanna. Hún pantaði kammer- verk frá Daníel sem hún flutti í október síðastliðnum. Strax í kjölfarið pantaði sveitin annað verk fyrir stóra hljómsveit. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það er auðvitað draumur að vera beðinn um að semja verk fyrir eina af bestu hljómsveitum Bandaríkj- anna og þó víðar væri leitað,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld. Fílharm- óníusveit Los Angeles hefur pantað frá honum verk fyrir stóra hljóm- sveit sem frumflutt verður undir stjórn Gustavos Dudamel í Walt Disney Concert Hall í desember. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún leitar til Daníels; hún pant- aði verk fyrir kammersveit, Over Light Earth, sem frumflutt var undir stjórn Johns Adams í októ- ber í fyrra. Á sömu tónleikum flutti hún annað verk eftir Daníel, Bow to string, á tónleikaröðinni Green Umbrella, sem einblínir á nýja og nýlega tónlist. „Strax eftir þá tónleika báðu þau mig um að semja verk fyrir stóra hljómsveit,“ segir Daníel, sem hefur frjálsar hendur í efnis- tökum. „Ég geri ráð fyrir að þetta verði tíu til tólf mínútna verk.“ Á efnisskránni verða líka píanó- konsert eftir Rachmaninoff og Petrushka eftir Stravinskí en ein- leikari verður kínverski píanóleik- arinn Yuja Wang. Fílharmóníusveit Los Angeles er tæplega aldar gömul og er af mörgum álitin ein ef ekki allra framsæknasta sinfóníuhljómsveit Bandaríkjanna og þykir áberandi dugleg við að panta ný verk. „Finninn Esa-Pekka Salonen var hljómsveitarstjóri sveitarinnar í mörg ár og undir hans stjórn varð hún virkilega framsækin og legg- ur áherslu á nýja og nýlega tón- list, þótt hún sinni auðvitað hefð- inni líka,“ segir Daníel. Gustavo Dudamel tók við sem hljómsveit- arstjóri árið 2009, en hann stjórn- aði Sinfóníuhljómsveit Gautaborg- ar á eftirminnilegum tónleikum í Hörpu haustið 2011. Daníel fer utan í desember og verður viðstaddur æfingar og frumflutninginn. Um vorið fer sveitin svo á flakk um Bandaríkin og flytur verkið á fleiri tónleikum, meðal annars í New York. Daníel er nú um þessar mund- ir að leggja loka hönd á nýja plötu sem kemur út á vegum Bedroom Community í lok september. bergsteinn@frettabladid.is Daníel semur fyrir Fílharmóníuna í L.A. Fílharmóníusveit Los Angeles hefur pantað nýtt verk eft ir Daníel Bjarnason sem verður frumfl utt í desember undir stjórn Gustavos Dudamel. Þetta er annað verkið sem sveitin pantar frá Daníel og það þriðja sem hún fl ytur eft ir hann. MENNING Það er svo fyrirsjáanlegt að það er næstum því vandræðalegt að láta prest segja hvaða bók breytti lífinu. Ég les mikið, Laxness er í miklu uppáhaldi hjá mér, Salka Valka fremst meðal jafningja. Skandinavísku krimmarnir koma líka sterkir inn. Bókin um Stubb hafði mikil áhrif á mig á sínum tíma og ég get enn kallað fram sigurgleðina þegar hann fékk uppreisn æru gegn stóru bræðrum sínum. Það komu margar góðar bækur út fyrir jólin. Ljósmóðirin, Boxarinn og Mensalder voru bækur sem mér þótti mikið til um. Bók Auðar Jónsdóttur, Ósjálfrátt, er lesning sem heillaði mig gjörsam- lega. Þessi unga kona skrifar af svo mikilli næmni um hluti sem eru svo skelfilegir. Það hefði verið auðvelt að vera bitur, það hefði verið auðvelt að velta sér upp úr ljótleikanum. Auður gerir hvorugt. Væntumþykja, húmor og virðing er alltaf í forgrunni. Ég hef mikið hugsað um þessa bók. Mennskan og brestirnir sem við erum alltaf að reyna að forðast eru teknir með sem sjálfsagðir hlutir. Í strangtrúarheimi rétthugsunarinnar gleymist svo oft að gera ráð fyrir breyskleikanum. Já, það er fyrirsjáanlegt: Ýmsar bækur Biblíunnar eru mér ómetanlegar. Ég lærði óð Páls postula til kærleikans utan að í fermingar- fræðslunni og það breytti lífi mínu. Salka Valka, Ósjálfrátt og Biblían
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.