Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 18

Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 18
9. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Vinátta forsetanna Það virðist sem Rússar ætli að halda áfram að kaupa fisk af Íslandi. Það kann að vera vegna þess að Ísland er smátt og skiptir litlu máli í hnattrænu samhengi, en það gæti líka tengst norðurslóðum– og jafnvel vináttu forseta Íslands við Pútín og hans menn. Ólafur Ragnar er hvatamaður félagsskapar sem heitir Arctic Circle. Næst fundur hans er á Íslandi í október. Meðal stjórnar- manna er sérstakur vinur Pútíns, Artur Chillingarov, sá sami og stýrði leiðangri kafbáts sem kom fyrir rúss- neskum fána á hafsbotninum undir Norðurpólnum 2007. Chillingarov er eindreginn útþenslumaður og fullyrti við það tækifæri– Rússar eru einmitt að auka mjög hernaðarumsvif sín í Norður-Íshafinu. http://www.eyjan.pressan.is/ silfuregils Egill Helgason AF NETINU Aðförin að ráðherra Ég lýsi yfir fullum stuðningi við ákvarðanir Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur í þessu máli og við hana persónulega. Ekkert hefur hingað til komið fram sem bendir til þess að hún hafi brotið lög eða brugðist embættisskyldum sínum. Engin grunur er um að Hanna Birna hafi sjálf lekið gögnum og það er fáránlegt að ætlast til þess að ráðherra segi af sér ef grunur leikur á um að einhver starfsmaður hafi gerst brotlegur. Allt tal um að ráðherra hafi beitt lög- reglustjóra þrýstingi hefur verið borið til baka af lögreglustjóranum sjálfum. Lögregla hefur lokið rannsókn og sent það til ríkissaksóknara. Velji hún að sitja áfram í stóli ráðherra þrátt fyrir aðförina þá treysti ég henni til þess. http://www.ellidi.is Elliði Vignisson bæjarstjóri. Í upphafi júlímánaðar var birt skýrsla á vef mennta- málaráðuneytisins um úttekt á stærðfræði- kennslu í framhaldsskól- um en athugaðir voru níu framhaldsskólar. Ákveð- ið var að horfa á nám nemenda á fyrstu önn (STÆ102/103 eða sam- bærilegt nám), nám í töl- fræði (STÆ313 eða sam- bærilegt nám) og nám sambærilegt við STÆ503 sem er síðasti stærðfræðiáfangi á náttúrufræðibraut í mörgum skólum. Skýrsla sem þessi verðskuld- ar athygli og umræður en hér er fjallað um mál sem teng- ist menntun í tæknisamfélagi. Helstu niðurstöður eru sett- ar fram fremst í skýrslunni og þeim skipt í 16 liði og tillögum til úrbóta í 11 liði. Hægt væri að gera athugasemdir við ein- stök atriði skýrslunnar og sumar ályktanir í henni en ekki er unnt að taka nema lítið fyrir í stuttri blaðagrein. Hér eru því rædd vandamál sem tengjast náttúru- fræðibrautum. Munur á milli skóla Í einni af niðurstöðunum skýrsl- unnar segir: „Mikill munur er á áföngum milli skóla bæði hvað snertir innihald og námskröfur.“ Í annarri þeirra segir: „Sumir framhaldsskólar útskrifa nemendur af náttúru- fræðibraut með prófgráð- ur sem standa ekki undir nafni. Hér er átt við að samkvæmt prófgráðun- um ættu nemendurnir að hafa traustan grunn fyrir tiltekið háskólanám, en ráða í reynd illa við það sökum lélegs undirbúnings.“ Öllum ætti að vera ljóst að það er mjög alvarlegt ef prófgráður standa ekki undir nafni líkt og hér er sagt. Ekki kemur fram við hvaða skóla er átt en alls voru níu skólar til athugunar. Fjórir þess- ara skóla hafa yfir 1.000 nemend- ur en í aðeins einum þeirra eru færri en 500 nemendur, eða 257. Þetta eru því yfirleitt ekki smá- skólar sem jafnan eiga erfiðara með að standa undir fjölbreyttu og vönduðu námi. Menntun kennara Í einni af tillögum til úrbóta segir: „Framhaldsskólar sem hafa ekki nægilega vel menntaða kennara í stærðfræði (og raun- greinum) ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum og þá í nánu samstarfi við skóla sem hefur öfluga náttúrufræðibraut.“ Þegar skoðaðar eru upplýs- ingar í skýrslunni um mennt- un þeirra sem kenna stærð- fræði vekur athygli sá fjöldi sem hefur lokið háskólanámi þar sem stærðfræði er óveru- legur hluti af náminu. Einnig hve margir sem hafa menntað sig sem grunnskólakennarar með stærðfræðikjörsviði starfa í framhaldsskóla. Slíkt hlýtur að auka mjög á vandann í grunn- skólum, þegar þeir best mennt- uðu í stærðfræði hverfa þaðan. Þegar minnst er á raungrein- ar, sem hér er gert innan sviga, þarf að hafa í huga að jafnan er átt við fleiri námsgreinar eins og til dæmis eðlisfræði, efna- fræði, líffræði og jarðfræði. Má því spyrja sig hvort ekki sé lágmark að kennarar slíkra greina hafi háskólapróf í grein sinni líkt og gengið er út frá að stærðfræðikennarar hafi. Svo má bæta við að það þarf tæki og ýmsan búnað til að kennsla nátt- úrufræðigreina sé viðunandi. Þrír skólanna voru án kennara með háskólapróf í stærðfræði. Mjög líklegt er að ástandið til dæmis í eðlisfræði sé ekki mikið betra. Vandi nemenda í raungreinanámi í háskóla Í skýrslunni segir á bls. 51: „Hvort sem litið er til HÍ eða HR þá lendir a.m.k. helmingur þeirra sem byrja í verkfræði- námi í vandræðum með stærð- fræði.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að rætt hafi verið við Hilmar Braga Janusson, sviðs- forseta Verkfræði- og náttúru- vísindasviðs HÍ, og Guðrúnu A. Sævarsdóttur, deildarforseta Tækni- og verkfræðideildar HR. Í skýrslunni segir: „Bæði sögðu þau að ekki stæði til að minnka námskröfur í stærðfræði.“ Er sú afstaða mjög skiljanleg því þeir sem kenna á efsta skólastigi eiga þess ekki kost að velta vanda- málunum áfram á aðra, en þurfa auk þess að standast alþjóðlegan samanburð. Hvað ætti að gera? Í viðtali við menntamálaráð- herra þegar skýrslan var birt segir hann: „Þetta er mjög alvar- legt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhalds- skólum.“ Þetta er auðvitað rök- rétt en líklegt er að þeir sem nú undirbúa nemendur sem best muni lenda í verulegum vanda ef framhaldsskólinn verður stytt- ur. Eðlilegt er að gera án tafar athugun á því hvaða skólar geta boðið upp á náttúrufræði- braut með sómasamlegum hætti. Gerðar verði ráðstafanir til að styðja sérstaklega við þá sem ekki uppfylla þau skilyrði en gætu það án meiriháttar lag- færinga. Viðurkenna þarf svo að lokum að sumir skólar eiga alls ekki heima í þessum hópi. Ef haldið er áfram sem horfir þá er það svik við þá nemendur sem stunda nám í fleiri ár í þeirri trú að það dugi til framhalds en hrökklast svo frá háskólanámi sem hugur þeirra stóð til eins og mörg dæmi munu vera um. Að starfrækja náttúrufræðibraut ➜ Eðlilegt er að gera án tafar athugun á því hvaða skólar geta boðið upp á nátt- úrufræðibraut með sóma- samlegum hætti. Gerðar verði ráðstafanir til að styðja sérstaklega við þá sem ekki uppfylla þau skilyrði en gætu það án meiriháttar lagfæringa. MENNTUN Stefán G. Jónsson eðlis- og stærð- fræðingur og fram- haldsskólakennari Ísland sker sig úr hópi norrænu ríkjanna m.t.t. þess að hér eru heil- brigðismál að stærstum hluta verkefni ríkisins. Annars staðar á Norður- löndum er þessi mála- flokkur aðallega á hendi sveitarfélaga og svæðis- stjórna. Hér á landi telur hluti landsmanna að bæði fagleg og fjárhags- leg rök styðji að fyrir- komulag heil brigðis þjónustu sé með öðrum hætti en í nágranna- löndunum. Aðrir álíta að vald- dreifing í heilbrigðisþjónustu sé nauðsynleg til að leysa úr læð- ingi frumkvæði og fram þróun. Þessi sjónar mið takast sífellt á en síðustu áratugina hefur mið- stýri ngin haft yfirhöndina og ekki virðist mikilla breytinga að vænta í náinni framtíð. Það vekur jafnframt athygli að þrátt fyrir sameiningar sjúkra- húsa og aðrar breytingar á heil- brigðisþjónustu í grannríkjunum er heilsugæslu að mestu haldið uppi af sjálfstætt starfandi heim- ilislæknum. Þeir eru áfram hlið- verðir heilbrigðiskerfisins. Í öllum þessum löndum er mikil ánægja meðal almennings, starfsmanna og stjórnvalda með heil- brigðis þjón ustuna. Gæði, öryggi og mönnun er í góðu lagi. Allir eru sammála um að heilbrigðismál, og þá sérstaklega heilsugæsla, hljóti að teljast til nær- þjónustu sem eðlilega sé á ábyrgð sveitarfélaga og héraðsstjórna. Á Íslandi blása aðrir vindar. Vindar sameiningar Þann 9. júlí sl. gaf heilbrigðis- ráðherra út reglugerð um frek- ari sameiningu heilbrigðisstofn- ana á landsbyggðinni frá og með 1. október nk. og nær hún nú til heilbrigðisþjónustu á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Suður- landi. Þetta er endapunktur á ferli sem hófst í ársbyrjun 1999 með sameiningu allra heilsu- gæslustöðva og sjúkrahúsa á Austfjörðum í eina heilbrigðis- stofnun, Heilbrigðisstofnun Austur lands (HSA). Þar á eftir fylgdu Suðurnes, Höfuðborgar- svæðið og Vesturland. Fyrirhug- uðum sameiningum var frestað í lok síðasta árs við afgreiðslu fjár- laga fyrir 2014 og var það gert í því skyni að hafa frekara samráð við heimamenn. Ekki er þó að sjá að heilbrigðisyfirvöld og einstök sveitarfélög hafi, það sem af er þessu ári, talað mikið saman eða lagt mikla vinnu í að útfæra og ná samstöðu um hugmyndir sínar um framtíðarskipan heilbrigðis- mála á landsbyggðinni. Nærþjónusta Yfirstandandi breytingar eru eftir sem áður á skjön við þau áform sem uppi voru um miðjan tíunda áratug síðustu aldar um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sbr. lög nr. 87/1994 um reynslusveitarfélög. Í fram- haldi af þeirri lagasetningu var samið við tvö sveitarfélög, Hornafjarðarbæ og Akureyri, um að taka að sér heilsugæslu og öldrunarmál og samþætta þá starfsemi félagslegri þjón- ustu þessara sveitarfélaga. Hug- myndin var sú að afla reynslu af þessu fyrirkomulagi og leggja hana til grundvallar ákvörðunum um almennan flutning verkefna til sveitarfélaganna. Yfirtaka og samþætting fyrrgreindra mála- flokka tókst mjög vel og stuðlaði m.a. að því að tekið hefur verið heildstætt á málefnum einstakra öryrkja, atvinnulausra og fólks með félagsleg vandamál. Þetta, og margt annað, reyndist auð- veldara eftir að heilsugæslan var orðin hluti af þjónustu og stjórn- sýslu þessara bæjarfélaga. Heil- brigðisyfirvöld voru samt ekki tilbúin að stíga skrefið til fulls. Heildarsýn Vandi íslenska heilbrigðiskerfis- ins er margþættur og snýr ekki aðeins að sameiningu heilbrigðis- stofnana í þremur heilbrigðis- umdæmum. Heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir risa vöxnum viðfangsefnum sem erfitt verð- ur að leysa án aukinna fjárveit- inga, tækja- og tæknivæðingar og byggingar nútímalegs háskóla- sjúkrahúss. Ekki verður heldur gengið fram hjá heilsugæslunni ef tryggja á nægjanlega góða lýð- heilsu til framtíðar. Þau skoðana- skipti sem átt hafa sér stað milli heilbrigðisráðherra og sveitar- stjórnarmanna að undanförnu eru því miður aðeins ein birt- ingarmynd þess að hvorki liggur fyrir skýr framtíðarsýn né áætl- un um hvernig ná megi mikil- vægum markmiðum í heilbrigðis- málum. Efling heilbrigðiskerfisins er ekki aðeins spurning um for- gangsröðun málaflokka. Öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi verður að byggja á traustum efnahagslegum grundvelli og aukinni verðmætasköpun í þjóð- félaginu. Sömuleiðis er brýnt að ráðist verði í endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðis- mála og farið sérstaklega yfir hvernig sveitarfélög geti eins og annars staðar á Norður löndum staðið undir heilbrigðisþjón- ustu í heimabyggð. Til þess að auðvelda það verk er mikilvægt að sveitar stjórnarstiginu verði markaðir sérstakir tekjustofnar. Þannig geta sveitarstjórnir tekið sér aukið vald og borið aukna ábyrgð sem væri bæði til hags- bóta fyrir sjúklinginn og heil- brigðiskerfið. Ef ekkert verður að gert mun heilbrigðisþjónustan áfram verða í fjötrum miðstýr- ingar um ókomna tíð. Sveitarfélögin axli meiri ábyrgð ➜ Þannig geta sveitar- stjórnir tekið sér aukið vald og borið aukna ábyrgð sem væri bæði til hagsbóta fyrir sjúklinginn og heilbrigðis- kerfi ð. HEILBRIGÐISMÁL Ingimar Einarsson félags- og stjórnmála- fræðingur Ein birtingarmynd þess að búa í góðu, frjálsu og umburðarlyndu samfé- lagi er sá miklu fjöldi sem árlega tekur þátt í gleði- göngunni, sem í dag mun setja fallegan svip á mið- borgina. Þar koma saman samkynhneigðir, tvíkyn- hneigðir og transfólk með fjölskyldum sínum, vinum og stuðningsmönnum til að fagna fjölbreytileik- anum og minna á jöfn tækifæri og réttindi allra. Við Íslendingar getum verið afar stolt af því að búa í samfélagi sem virðir einstak- linga, óháð kynhneigð. Nær dag- lega lesum við um ofsóknir á hendur samkynhneigðum víða um heim, jafnvel ofsóknir og árásir sem ógna lífi einstakling- anna. Hér á landi fögnum við því hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð í réttindabaráttu samkynhneigðra. Baráttan hér á landi hefur staðið í ára- tugi. Hún hefur verið mál- efnaleg, uppbyggileg og drifin áfram af hugrökk- um einstaklingum sem hafa aldrei gefist upp á því að berjast fyrir því sem er rétt. Árangurinn sem náðst hefur hér á landi hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og er Ísland að verða ákveðin fyrirmynd annarra þjóða í réttindum og viðhorfi til samkynhneigðra. Þessi fyrirmyndarbar- átta samkynhneigðra hefur ekki einungis leitt til aukinna réttinda og tækifæra samkynhneigðra, heldur einnig jákvæðra breytinga á hugarfari samfélagsins alls. Réttindi einstaklinga eru nefni- lega ekki aðeins fólgin í rétt indum sem bundin eru í lög og reglur, heldur einnig í hugarfari og við- horfi samfélaga. Réttindabarátta samkynhneigðra hefur þannig líka haft mikil og jákvæð áhrif á okkur öll. Samfélagið allt er þannig frjálslyndara og umburðarlyndara vegna baráttu samkynhneigðra fyrir betri heimi. Fyrir það ber að þakka ekki síst með því að halda samstöðunni og baráttunni fyrir jöfnum rétti allra áfram. Því segi ég við alla – og sérstak- lega þá sem í dag sækja gleðigöng- una til að fagna fjölbreytileikan- um: Til hamingju með daginn! Til hamingju með daginn! SAMFÉLAG Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisfl okksins ➜ Þessi fyrirmyndarbarátta samkynhneigðra hefur ekki einungis leitt til aukinna réttinda og tækifæra sam- kynhneigðra, heldur einnig jákvæðra breytinga á hugar- fari samfélagsins alls.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.