Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 71

Fréttablaðið - 09.08.2014, Síða 71
KYNNING − AUGLÝSING Safar og þeytingar9. ÁGÚST 2014 LAUGARDAGUR 3 Við leggjum megináherslu á að selja fyrir íslenska fram-leiðendur en innan vébanda fyrirtækisins eru, auk Akurs, Garð- yrkjustöðin Sunna á Sól heimum í Grímsnesi og Garðyrkjustöð Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Þess utan flytjum við inn grænmeti og ávexti frá hollenska fyrirtæk- inu Eosta og erum fyrst og fremst í ferskvöru,“ segir eigandinn Þórður Halldórsson. Græni hlekkurinn dreifir líf- rænum vörum í allar heilsu búðir og smávöruverslanir en líka í stórmarkaði, veitingahús, skóla og mötuneyti um allt land. „Við rekum jafnframt matarmarkaðinn Bændur í bænum að Nethyl en þar er hægt að nálgast vörur frá öllum ofantöldum aðilum og f leiri líf- rænum framleiðendum hér á landi. Má þar nefna Móður jörð, Biobú og Brauðhúsið. „Þess utan flytjum við inn lífrænar þurrvörur og djús frá sænska fyrirtækinu Saltå Kvarn en viðskiptavinir geta verið fullvissir um að ganga einungis að lífrænum vörum í versluninni.“ Samhliða matarmarkaðnum reka hjónin netverslunina Grænmeti í áskrift en hún er jafn gömul Garð- yrkjustöðinni Akri sem þau stofn- uðu árið 1991. „Við vildum borða betur og bjóða börnunum okkar upp á það besta. Þess vegna fórum við út í lífræna ræktun. Á þessum árum var nánast engin verslun sem hafði áhuga á að kaupa lífrænt en hins vegar fullt af einstaklingum. Við fórum því af stað með áskriftar- sölu sem nú hefur breyst í netversl- un. Þar getur fólk pantað líf rænar afurðir vikulega og sótt þær á næstu Olísstöð á höfuðborgarsvæð- inu. Stórar pant- anir keyrum við heim og sendum um allt land,“ útskýrir Þórður. En af hverju velur fólk lífrænt? „Fyrst og fremst er það að hugsa um hollustu og heil- brigði. Þeir sem hugsa málið lengra hafa auk þess umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Grundvöllur lífrænn- ar ræktunar er að byggja upp frjó- semi jarðvegs og viðhalda henni en minnkandi frjósemi jarðvegs er eitt stærsta vandamál framtíðarinnar. Hefðbundin ræktun með tilbúnum áburði og eiturefnum dregur úr frjó- semi jarðvegs og eru mörg stórfyrir- tæki farin að kaupa lönd í Afríku til að rækta því heima lönd in er u úr sér gengin. Þá skiptir ekki máli hversu miklum áburði er mokað yfir. Uppskeran er í engu sam- ræmi við það sem menn setja niður. Með lífrænni rækt- un má viðhalda frjó- semi jarðvegs og stemma stigu við þessari eyðingu. Þannig aukast líkurnar á að við höfum jörð til að rækta í framtíðinni,“ segir Þórður. „Auk þess hefur því lengi verið hald- ið fram að lífrænt ræktað hráefni innihaldi meira af næringarefnum og nýlegar langtímarannsóknir frá Englandi renna stoðum undir það.“ Þórður segir mikla vakningu hafa orðið í framleiðslu og neyslu á lífrænum afurðum undanfarin ár. „Eftir hrun héldum við jafnvel að þróunin yrði á hinn veginn en raunin varð sú að fólk varð með- vitaðra um umhverfið og heilsuna og fór frekar að velja lífrænt. Eftir- spurnin eftir veitingastöðum með slíkar áherslur hefur sömu leiðis aukist og hafa þeir margir fetað þessa leið. Það er því mikill upp- gangur á þessu sviði.“ Fleiri velja lífrænt ræktað Græni hlekkurinn er heildsölu- og dreifingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á lífrænum vörum. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Karólínu Gunnarsdóttur og Þórði Halldórssyni sem jafnframt reka Garðyrkjustöðina Akur að Laugarási í Biskupstungum. Þórður segir að eftirspurn eftir lífrænum vörum hafi aukist eftir hrun. Að láta gott af sér leiða með matarinnkaupum er hugmynda- fræðin á bak við „1 sent til framtíðar“ sem Nature & More standa fyrir. Fyrir hvert kíló af ávöxtum sem selt er í herferð- inni fer eitt sent til félagslegra verkefna á hverjum stað. Hugo Sanchez er eplaræktandi hjá Nature & More og hefur með þessu verkefni stutt við 15 fátæk eyðimerkurþorp í Argentínu. Epli og perur frá Nature & More bæta líf fólks í eyðimörk Pata- góníu. Þegar keypt eru lífræn epli og perur frá Hugo Sanchez fæst meira en bragðgóðir ávextir því hluti af framlegðinni fer í Pata- góníueyðimerkurverkefnið. Öll fjölskylda Hugos tekur þátt í verk- efninu og stuðlar að betri lífsskilyrðum ásamt bjartari framtíð fyrir heimamenn. Fjölskylda Hugos vinnur náið með presti staðarins, Javier Agu- irre, sem hrinti verkefninu af stað. „Að okkar mati er mikilvægast að tryggja unga fólkinu í El Cuy-héraði góða menntun til að auka framtíðarmöguleika þess,“ útskýrir Hugo. „Ef þau vilja halda áfram skólagöngu eftir grunnskóla þurfa þau að flytja að heim- an og fara til General Roca, þar sem framhaldsskólinn er. Það er okkar markmið að styðja þau í þessu ferli. Við höfum líka komið á fót bókasafni og skipuleggjum skoð- unar ferðir.“ Auk menntunar hefur Patagóníueyði- merkurverkefnið séð um gróðursetningu trjáa, byggingu smárra gróðurhúsa og komið upp hrein- lætisaðstöðu og raf lögnum en þetta er einungis hluti alls sem gert hefur verið. Til að tryggja að viðskipta vinir Nature & More séu meðvitaðir og fái betri skilning á verkefninu hefur Nature & More látið útbúa fræðsluefni sem sent er til kaup- enda. Auk Patagóníu eru f leiri verkefni sem falla undir 1 cent til framtíðar-her- ferðina, má þar nefna vatnsbrunn í Búrkína Fasó og stuðning við kennslu í Mexíkó. Vörur frá Nature & More fást í Fjarðarkaup- um, Melabúðinni, Krón- unni, Nóatúni, í versluninni Bændur í bænum og netversl- uninni Grænmeti í áskrift. 1 sent til framtíðar – lítil skref en góður árangur - G ræ ni hlekkurinn - Lífrænt og ljúf fe ng t BIOLOGISCH / ORGANIC … þegar þú kaupir epli og perur frá Hugo þá styrkir þú Patagonian eyðimerkur verkefnið! … þetta verkefni aðstoðar Mapuche frumbyggjana í hinni hrjóstrugu Patagoninan eyðimörk í Argentínu. … peningarnir sem safnast fara óskiptir til að mennta ungmenni hjá Mapuche fólkinu. … allir sem njóta góðs af verkefninu eru gríðalega þakklátir. Gracias! … minnsta kosti 1 evrucent af hverju seldu kílói fer beint í þetta verkefni. Vissir þú að… enter at natureandmore.com healthy,organic,fair Lífrænt ræktuð Epli og Perur Frá Hugo Sanchez með frábærri sögu Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.natureandmore.com og slá inn kóðann 313. - G ræ ni hlekkurinn - Lífrænt og ljúf fe ng t
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.