Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 20. september 2014 | SKOÐUN | 19 Í Fréttablaðinu hinn 27. ágúst 2014 er grein eftir Ólaf Arnalds sem ber yfirskriftina „Að rústa háskólastofnun“. Í greininni fjallar Ólaf- ur um það ástand sem skapast hefur við Land- búnaðarháskóla Íslands eftir þær hremmingar sem lagðar hafa verið á hann (og á samfélagið á Hvanneyri). Hann lýsir áhyggjum vegna stöðu LbhÍ, eins og heima- menn í héraði og fleiri hafa gert. Ég þekki hins vegar ekki marga sem eru sammála Ólafi í því að þetta sé afleiðing af því að heimamenn höfnuðu sameiningu við HÍ, ekki vegna andstöðu við að vera hluti af Háskóla Íslands, að mínu viti, heldur vegna þess að það átti að rústa samfélaginu á Hvanneyri og rústa þessari gömlu mennta- stofnun. Á Hvanneyri hefur verið starfandi menntastofnun á háskólastigi frá 1947. Var lengi vel eina stofnunin utan HÍ sem veitti menntun á háskólastigi. Frá 2005 hefur skólinn starfað undir heitinu Landbúnaðarhá- skóli Íslands. Menntun kandídata frá 1947 Allt frá stofnun Framhalds- deildarinnar á Hvanneyri 1947 hefur þar verið gott samfélag vísinda og mannlífs, Campus- samfélag. Þar hafa lifað saman nemendur Bændaskólans, stúd- entar í búvísindanámi, kenn- arar í búvísindum með kandi- dats-, masters- og doktorsgráðu í búvísindum, búvísindamenn með rannsóknir og kennslu að ævistarfi og aðrir samfélags- þegnar. Ólafur telur að það hafi verið stefna stjórnvalda í langan tíma að fækka háskólum. Þetta er ekki rétt, enda ekki langt síðan HA, Bifröst og HVANNEYRI og Háskólinn á Hólum voru stofn- aðir. Núverandi menntamála- ráðherra setti fram þá tillögu að sameina HÍ og LbhÍ en sú tillaga mætti mikilli andstöðu, ekki bara sjálfskipaðra „velunnara“ Hvanneyrar og LbhÍ, eins og Ólafur heldur fram, heldur einn- ig íbúa Hvanneyrar, allra sveit- arstjórnarmanna í Borgarbyggð og allra alþingismanna Norð- vesturkjördæmis. Það er því æði mikill hroki að halda því fram að um sé að ræða „sjálfskipaðan hóp velunnara“ LbhÍ og Hvann- eyrar. Reyndar nefnir Ólafur aldrei samfélagið á Hvann- eyri og þann vanda sem íbúar Hvanneyrar eru settir í með þeirri stefnu sem nú er fram- fylgt, að svelta LbhÍ og íbúa Hvanneyrar til hlýðni. Það virð- ist vera stefna embættismanna og forstjóra stofnana ríkisins að skera niður alla starfsemi, sem ekki er í Reykjavík. Þó er það yfirlýst stefna núverandi ríkis- stjórnar að efla starfsemi ríkis- ins utan höfuðborgarinnar. Það virðist þó ekki hafa verið stefna stjórnenda LbhÍ að undanförnu. Samfélagsleg ábyrgð Það er líka vanvirðing við íbúa Hvanneyrar, um 300 manns, að halda því fram að málið snúist bara um LbhÍ. Það snýst líka um íbúa þess samfélags sem er á Hvanneyri. Það er til fleira fólk í þessu landi en akadem- íkerar, þó þeir séu mikilvægir í starfsemi háskóla og í nútíma samfélagi og atvinnulífi, en við háskóla starfar líka annað fólk og hefur atvinnu af háskóla- starfsemi. Ólafur nefnir að „örskóli“ í þágu einnar atvinnu- greinar geti aldrei staðið undir nafni sem háskóli. Varla er það þó til að bæta stöðu þessa „örskóla“ að stofna annan, enn meiri „örskóla“, sem mér skilst að sé verið að koma á fót á Keldnaholti. LbhÍ hefur hasl- að sér völl á fleiri sviðum en bara almennum land- búnaði. Hér hefur t.d. verið kennsla í umhverf- isfræðum- og skipulags- fræðum, almennum nátt- úruvísindum, skógrækt og fleiru sem fellur vel að landbúnaði og land- nýtingu. Regnhlífarháskóli Í tillögum mennta- málaráðherra og í þeim greinargerðum sem ég hef séð hefur ekki komið fram að sameining HÍ og LbhÍ leiði til sparnaðar í rekstri. Það er því ekki ástæða fyrirhugaðrar sameiningar, né lausn á rekstrarvanda LbhÍ. Ég hef verið talsmaður þess að farin verði önnur leið en sam- eining. Farin verði sú leið að gera HÍ að regnhlíf og að svið HÍ verði sjálfstæðir háskólar. LbhÍ gæti orðið einn háskólinn undir regnhlífinni. Með þessu skipulagi myndi HÍ njóta þeirra vísindaritgerða sem starfs- menn LbhÍ skrifa og stuðla að því að HÍ þokist upp virðingar- lista sem vísinda- og kennslu- stofnun. Ég set fram þessa til- lögu, en skilyrði þess er að hver skóli verði algjörlega sjálfstæð eining, rekstrarlega og stjórn- skipulega. Dr. Björn S. Stefáns- son hefur talað fyrir álíka hug- mynd í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið 11.6. sl. Ég tek undir þessi orð Björns, nema ég vil ekki að LbhÍ fari undir hatt HÍ, nema hann njóti algers frelsis, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Reynslan sýnir að stóri bróðir gleypir þann litla, nema sjálf- stæði sé tryggt. „Að rústa háskólastofnun“ – og samfélagi ➜ Það virðist vera stefna embættismanna og forstjóra stofnana ríkisins að skera niður alla starfsemi, sem ekki er í Reykjavík. Þó er það yfi rlýst stefna núverandi ríkisstjórnar að efl a starf- semi ríkisins utan höfuð- borgarinnar. Nánari upplýsingar á rsk.is skattur.is Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra skattskyldra lögaðila um skil á skattframtali 2014 menn lögaðila, sem enn hafa ekki Forráða il á skattframtali 2014 ásamt staðið sk ngi, eru hvattir til að annast skil hið ársreikni a. allra fyrst lögaðili skal ætíð skila Skráður mtali vegna undangengins skattfra sárs þrátt fyrir að engin eiginleg reikning mi eða rekstur hafi átt sér stað starfse ngsárinu.á reikni ga jafnframt að skila ársreikningi Félög ei kningaskrár.til Ársrei Skattframtali og ársreikningi er unnt að skila rafrænt á skattur.is. Framtalsfrestur lögaðila er liðinn Álagning opinberra gjalda 2014 á lögaðila vegna rekstrarársins 2013 fer fram í október nk. rsk@rsk.is Þjónustuver 9:30-15:30 442 1000 MENNTUN Sveinn Hallgrímsson dr. scient., fv. skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.