Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 12
20. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12
ÖSSUR HF. ÓSKAR
EFTIR ÍBÚÐ TIL LEIGU
Össur hf. óskar eftir snyrtilegri íbúð til
leigu frá og með 1. janúar í Reykjavík.
Íbúðin leigist í a.m.k. 2 ár, án húsgagna,
lágmark 3 svefnherbergi og með þvotta-
aðstöðu á hæð.
Lýsing á íbúð ásamt myndum og
upplýsingum um leigukjör sendist til
mottaka@ossur.com fyrir 1. október nk.
WWW.OSSUR.COM
HEILBRIGÐISMÁL Umhverfisstofnun
hefur fest kaup á fjörutíu mælum
til að vakta styrk brennisteins-
díoxíðs (SO2) frá eldgosinu í Holu-
hrauni. Verður þeim komið fyrir
víða um land og hægt að fylgjast
með mælingum nokkurra þeirra
í beinni á vefsíðunni loftgaedi.is.
Guðfinnur Sigurvinsson, upplýs-
ingafulltrúi Umhverfisstofnunar,
segir að með þessu muni ganga
enn betur að koma upplýsingum
um loftmengun vegna gossins til
almennings.
„Þetta er í fyrsta sinn sem við
förum í svona mikla aðgerð, en
þetta er líka í fyrsta sinn sem það
mælist svona mikið brennisteins-
díoxíð,“ segir Guðfinnur. „Við
höfum aldrei staðið frammi fyrir
því í fyrri gosum í samtímanum.“
Loftmælar af þessu tagi eru alla
jafna aðeins notaðir í nágrenni
stóriðjufyrirtækja.
„En nú er fólk að verða vart við
þetta um allt land,“ segir Guðfinn-
ur. „Þetta er tímabundið ástand
svo lengi sem það gýs og von er á
þessari mengun.“
- bá
Vöktun loftmengunar vegna goss stóraukin:
40 mælar til viðbótar
GOSMÖKKUR
FRÁ HOLU-
HRAUNI
Há gildi SO2
mældust á
Austfjörðum í
síðustu viku.
FÓLK
Íslendingar ánægðir
Um 90 prósent Íslendinga segjast
ánægð með sumarfríið sitt, vinnuna
og nágranna í nýrri könnun MMR.
Þeim sem sögðust vera mjög ánægð
með sumarfríið fækkar þó á milli
ára.
LÖGREGLUMÁL
Um 20 farsímar teknir
Hátt í tuttugu farsímum var stolið
af gestum skemmtistaða í miðborg
Reykjavíkur um síðustu helgi. Lögregla
á höfuðborgarsvæðinu ítrekar til gesta
á skemmtistöðum að vera alveg sér-
staklega á varðbergi hvað þetta snertir.
HEILBRIGÐISMÁL Um 2,8 milljónir
barna deyja ár hvert á fyrstu 28
dögum lífs síns, þar af ein milljón
á fyrsta sólarhringnum. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í nýrri
skýrslu UNICEF, barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna, um ungbarna-
dauða.
Í umsögn UNICEF á Íslandi um
skýrsluna segir að auðveldlega
mætti koma í veg fyrir mörg þess-
ara dauðsfalla með einföldum og
ódýrum lausnum meðan á fæðingu
stendur og strax í kjölfar hennar.
Aðgengi og gæðum heilsuverndar
í fátækari ríkjum heims sé gríð-
arlega ábótavant en samkvæmt
skýrslunni komu fjörutíu milljónir
barna í heiminn án nokkurrar fag-
legrar fæðingarhjálpar árið 2012.
Það gerir um einn þriðja allra barna
sem fæddust það árið.
Gríðarlegur munur er á tíðni ung-
barnadauða í þróuðum og vanþró-
uðum löndum, en Angóla er sam-
kvæmt skýrslunni hættulegasta
landið fyrir nýfædd börn. Þar dóu
47 af hverjum þúsund börnum á
fyrstu 28 dögunum eftir fæðingu
í fyrra. Ísland mælist aftur á móti
öruggasta landið ásamt Lúxemborg
en hér á landi létust aðeins tvö af
hverjum þúsund fæddum börnum á
þessu tímabili.
Í fyrra létust alls 6,3 milljónir
barna undir fimm ára aldri á heims-
vísu. Þótt þessi tala sé sláandi há
er vert að nefna að árið 1990 létust
12,7 milljónir barna á sama aldri.
Tíðni ungbarnadauða hefur þann-
ig dregist saman um helming á
rúmum tveimur áratugum.
bjarkia@frettabladid.is
Milljón barna deyr á
fæðingardegi sínum
Auðveldlega mætti koma í veg fyrir mörg ungbarnadauðsföll, samkvæmt nýrri
skýrslu UNICEF. Dauðsföllin mælast fæst á Íslandi og í Lúxemborg. Tíðni ung-
barnadauða hefur dregist saman um helming á heimsvísu frá árinu 1990.
ÞJÓNUSTU
ÁBÓTAVANT
Nýbakaðar
mæður í Síerra
Leóne, þar
sem 44 börn
af hverjum
þúsund létust
á fyrsta mán-
uði lífs síns í
fyrra.
NORDICPHOTOS/AFP
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/E
G
IL
L
AÐ
AL
ST
EI
N
SS
O
N
milljónir barna
undir fi mm ára
aldri létust í fyrra.
6,3