Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 24
20. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
Við sitjum alltof mikið og lengi
Hingað til hafa sérfræðingar sagt að regluleg hreyfing sé nóg til að viðhalda góðri heilsu. Nýjar rannsóknir sýna að svo er
ekki. Því lengur sem þú situr, því verri verður heilsan. Þó að þú hreyfir þig reglulega og sért í góðu formi, því regluleg
hreyfing dugir hreinlega ekki til. Ef þú vinnur við tölvu og þarft að eyða þar mörgum stundum, taktu þá hlé reglulega, gakktu
um, náðu í blöð í prentarann og heilsaðu upp á samstarfsfólkið. Kyrrseta eykur líkur á hjartasjúkdómum, sykursýki og jafn-
vel krabbameini. Það hægist á líkamsstarfseminni og dregur úr virkni vöðva. Kyrrsetan getur jafnvel ýtt undir þunglyndi.
Heilbrigður einstaklingur
eyðir meirihluta
sólarhringsins sitjandi
60%
AF VÖKUTÍMA
SITJANDI
Rannsóknir sýna að það að sitja of lengi eða almennt hreyfingar-leysi eykur hættuna á að fá hjarta- og æða-sjúkdóma. Þá aukast
líkur á offituvanda og þar með
sykursýki hjá þeim sem eiga
slíkt á hættu út frá ofþyngd og
erfðum. Líkurnar á að þróa með
sér krabbamein eru eins og með
alla aðra sjúkdóma mikið háð
erfðum, umhverfisþáttum sem og
lífsstíl hvers og eins. Það má því
segja að sá sem hefur áhættu-
þætti fyrir því að þróa með sér
sjúkdóm geti aukið líkurnar með
kyrrsetu.
Brjósta- og ristilkrabbamein
Við getum tekið ristilkrabba-
mein sem dæmi. Rætt hefur verið
um að tregða og erfiðleikar við
hægðir geti verið einn af þeim
þáttum sem ýti undir ristilkrabba-
mein. Við vitum í dag að hreyf-
ing er nauðsynleg sem partur af
eðlilegri starfsemi ristilsins. Þau
krabbamein sem hafa verið helst
tengd við kyrrsetu eru brjósta- og
ristilmein, en einnig hefur verið
bent á lungna- og blöðruháls-
kirtilsmein sem eru öll með þeim
algengustu sem við sjáum í dag.
Ýmsir hafa reynt að skilja
hvernig þessu er háttað og er það
ekki fyllilega vitað ennþá og spila
líklega margir þættir inn í þessa
jöfnu. Þó treystu menn sér til
þess að nefna tölur í Bandaríkj-
unum um það hversu mörg mein
væri hægt að koma í veg fyrir og
voru það hundruð þúsunda með
því einu saman að auka hreyfingu.
Þá er helst verið að tala um stutta
reglubundna hreyfingu, jafn-
vel bara 1-2 mínútur á hverjum
klukkutíma, það hefur jákvæð
áhrif á mittismál, insúlínviðnám
og lækkar bólgusvar sem eru allt
hlutir sem skipta máli við þróun
sjúkdóma.
Eykur fjarveru frá vinnu
Í mínu starfi sem læknir koma
óneitanlega svona mál inn á borð
til mín. Það sem við sjáum einna
helst er að töluvert er um bólgur
í herðum og hálsi við skrifstofu-
vinnu og almenna spennu, vöðva-
bólgu og stoðkerfisverki. Þreyta
og einbeitingarleysi er einnig
þekkt og þá aukin streita. Þessu
getur fylgt hækkaður blóðþrýst-
ingur, verri stjórnun efnaskipta
og þar með blóðsykurs en einnig
kvíði. Þá má ekki gleyma áhrif-
um á ónæmiskerfið með aukinni
tíðni á pestum og smávægilegum
veikindum sem auka fjarveru frá
vinnu.
Það sem við gerum er að fá fólk
til að vera meðvitað um hreyf-
ingu sína, gera hléæfingar, standa
reglubundið upp frá skrifborði og
ganga um, vinna standandi sé það
mögulegt við hækkanleg skrif-
borð sem ættu að vera staðlaður
búnaður á skrifstofum. Við höfum
aðstoðað við að stilla stóla, borð og
vinnustöðvar til að draga úr líkum
á stoðkerfisvanda. Fræðsla og
námskeið um líkamsbeitingu, en
einnig heilsufarsmat getur skipt
máli til að ná athygli einstaklings-
ins um þessi mál.
Taktu stigann
Það er einnig til hugbúnaður sem
hvetur fólk sem situr við skjái til
að standa á fætur reglubundið.
Gott er að hafa prentara í fjar-
lægð frá vinnustöð, fundir ættu að
fara fram utandyra, jafnvel sem
göngutúr eða hreinlega standandi
í rými þar sem ekki eru stólar
og hafa þá stutta en markvissa.
Mikilvægt er að ýta undir heilsu-
samlegra líferni og hvetja starfs-
menn til hreyfingar reglubundið,
til dæmis með því að taka stigann
í staðinn fyrir lyftuna, sameigin-
legar æfingar, ýta undir að fólk
hjóli til vinnu eða gangi, veita
samgöngustyrki þeim sem geta
nýtt sér almenningssamgöngur og
þar fram eftir götunum.
Í stuttu máli þarf að fá fólk til að
standa upp og hreyfa sig sem oft-
ast til viðbótar við þá reglubundnu
hreyfingu sem einstaklingar fá
í sínum frítíma. Það eykur þrótt
og vellíðan og kemur líklega í veg
fyrir þróun sjúkdóma.“
EKKI SITJA LENGI Teitur Guðmundsson hvetur fólk til að standa upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
1 Hægt er að stafla kössum, bókum eða öðru nærtæku
ofan á skrifborðið sitt og setja
tölvuna ofan á.
2 Hægt er að kaupa staka, djúpa hillu í IKEA og hengja
upp á vegg, í réttri hæð.
3 Ef þú átt bókahillu, sem er til þess fallin, er hægt að losa
allt úr einni hillu og nota sem
skrifborð.
ÓDÝRAR OG
EINFALDAR LEIÐIR
TIL AÐ BÚA TIL
STANDANDI
SKRIFBORÐ
3
111
57
210
4
6
VINNA
Sest við tölvuna
VINNA
Sest við
tölvuna
á ný
KAFFITÍMI
SOFNAR
SEST Í BÍLINN
Nær í börnin,
kemur við í verslun
og keyrir svo heim
KVÖLDVERÐUR
Sest við matarborðið
VIÐ TÖLVUNA
Sest við tölvuna
SJÓNVARPSÁHORF
Sest í sófann og
horfir á sjónvarp
17
15
18
20
13
14
16
21
22
23
24
12
HÁDEGIS-
VERÐUR
Sest við
matarborðið
9 VINNA HEFSTSest við tölvu
8
SEST Í BÍLINN
Keyrir börn í
dagvistun og
keyrir til vinnu
19
VAKNAR