Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 26
20. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
HVERNIG VERJA ÍSLENDINGAR FRÍTÍMA SÍNUM?
55,5%
22,8%
11,0%
10,7%
56,6%
27,1%
9,5%
6,8%
■ Lestur, sjónvarpsáhorf eða önnur kyrrseta. ■ Ganga, hjólreiðar eða önnur tegund af léttri áreynslu í a.m.k. fjórar klst. á viku. ■ Þátttaka í íþróttum í tómstundum, erfiðri garðyrkju og sambærilegu
þar sem tímalengd hreyfingar er a.m.k. fjórar klst. á viku. ■ Þátttaka í erfiðri þjálfun eða íþróttakeppni, reglulega nokkrum sinnum í viku.
56
,3
%
53
,9
%
31
,5
%
14
,5
%
16
,7
%
57
,9
%
33
,8
%
59
,3
%
20
,0
%
52
,0
%
35
,5
%
58
,6
%
34
,0
%
18-44 ÁRA 18-44 ÁRA45-66 ÁRA 45-66 ÁRA67-79 ÁRA 67-79 ÁRA
9,
8%
4,
8%
12
,5
%
7,
3%
1,
0%
10
,3
%
10
,4
%
9,
3%
3,
2% 6,
6%
0,
8%
HLUTFALL ÍSLENDINGA SEM VERJA 8 KLUKKUSTUNDUM EÐA MEIRA SITJANDI ALLA VIRKA DAGA
-1 KLST. Á DAG
0,7%
-1 KLST. Á DAG
0,5%
1 KLST. Á DAG
2,3%
1 KLST. Á DAG
1,5%
2-3 KLST. Á DAG
19,4%
2-3 KLST. Á DAG
15,2%
4-5 KLST. Á DAG
24,5%
4-5 KLST. Á DAG
24,8%
6-7 KLST. Á DAG
19,2%
6-7 KLST. Á DAG
21,1%
8-10 KLST. Á DAG
19,7%
8-10 KLST. Á DAG
23,6%
11-13 KLST. Á DAG
9,5%
11-13 KLST. Á DAG
10,1%
14-16 KLST. Á DAG
2,8%
14-16 KLST. Á DAG
1,9%
16+ KLST. Á DAG
1,8%
16+ KLST. Á DAG
1,3%
Reykingar og kyrrsetu-hegðun eiga það sameigin-legt að vera spurning um lífsstíl. Rannsóknir sýna
að hvort tveggja hefur neikvæð
áhrif á heilsufar fólks og eykur
líkur á ýmsum sjúkdómum og
eykur dánartíðni. Þrátt fyrir að
fólk stundi ráðlagt magn hreyf-
ingar og lifi líkamlega virku lífi
vegur sú hreyfing hvorki upp á
móti neikvæðum afleiðingum
kyrrsetuhegðunar né reykinga.
Eina ráðið til að vinna á móti
neikvæðum afleiðingum reyk-
inga er að hætta að reykja. Eina
ráðið til vinna á móti neikvæðum
afleiðingum kyrrsetuhegðunar
er að vera minna kyrr. Kyrr-
setuhegðun er hugtak sem í raun
nær yfir langtíma kyrrstöður
almennt – að liggja, sitja, standa
… það að vera kyrr er neikvætt
fyrir heilsuna.
Í starfi mínu sem sjúkraþjálf-
ari hef ég mest unnið með fólk
með þráláta verki. Margir eru
með ýmsa sjúkdóma til viðbótar
við verkina. Þeir geta í einhverj-
um tilfellum verið afleiðingar
kyrrsetuhegðunar. Sem dæmi
má nefna hjarta- og æðasjúk-
dóma, sykursýki II, ofþyngd eða
offitu, depurð eða þunglyndi,
kvíða, streitu, svefntruflanir og
fleira.
Ráðleggingar til fólks sem situr
of mikið eru einfaldar: Hreyfa sig
meira en sitja, liggja og standa
minna. Það þarf ekki alltaf að
vera flókið:
1 Standa reglulega upp og teygja úr sér og gera sér ferðir innan-
húss – fara og sækja vatnsglas –
fara og tala við vinnufélagana –
standa í kaffipásunni – nota stiga
í stað lyftu og svo framvegis.
2 Á meðan setið er má gera ýmislegt til að hreyfa liði og
vöðva; spenna stóru vöðvana í
kálfum, lærum og rassvöðvana og
slaka á til skiptis, það má hreyfa
ökkla með því að lyfta upp á tær
nokkrum sinnum.
3 Það er líka gott að hreyfa handleggi til dæmis með því
að rétta úr liðum og spenna vöðva.
4 Hryggurinn þarf líka að fá hreyfingu og því gott að vera
svolítið á iði í sætinu. Það er líka
gott að hlusta á líkamann, hann
biður um að láta hreyfa sig og
hann gerir það löngu áður en fólk
fer að finna til.
5 Auk þess að hreyfa sig meira meðan á kyrrsetu stendur
þarf auðvitað að stunda reglu-
bundna hreyfingu í formi ein-
hvers konar líkamsræktar.“
Margt líkt með
reykingum og kyrrsetu
Sigrún Vala
Björnsdóttir
stoðkerfissjúkra-
þjálfari og lektor
við Háskóla
Íslands.
Ég var svolítið spennt að fá að skoða kyrrsetu út frá mennta- og háskóla-krökkum, sem gjarnan
eru hvattir til að sitja kannski
10 til 12 klukkutíma við lest-
ur yfir daginn, og hvaða áhrif
svo langar kyrrsetur hefðu á
líkamann. Ég fann lítið af rann-
sóknum sem fjölluðu um tengsl
reykinga og kyrrsetu en þó virt-
ist vera að reykingar tengdust
aukinni kyrrsetu í frítíma. Það
er þó ekki búið að rannsaka
kyrrsetu nærri því jafn mikið
og reykingar, þar sem t.d. er
hægt að segja nokkuð nákvæm-
lega til um hvaða lífeðlisfræði-
legu ferlar fara í gang í líkam-
anum og hvaða áhrif þeir hafa.
Síðustu 10-15 árin hefur rann-
sóknum á þessu sviði fjölgað og
komið í ljós að það að sitja kyrr
í langan tíma hefur áhrif á líf-
eðlisfræðilega ferla í líkam-
anum og að áhrifin eru oft nei-
kvæð, óháð hreyfingu í frítíma.
Það er því ekki gott fyrir okkur
að sitja lengi kyrr. En einstak-
lingur getur verið að hreyfa sig
rosalega mikið í frítíma, stundað
mikla kyrrsetu í vinnu og einn-
ig reykt. Öll þrjú atriðin hafa
áhrif á starfsemi líkamans en á
ólíka vegu. Það er því ekki hægt
að gera ráð fyrir að hreyfing
vegi upp á móti áhrifum kyrr-
setu, ekkert frekar en áhrifum
reykinga, þar sem ólíkir lífeðlis-
fræðilegir ferlar verða fyrir
áhrifum í hvert sinn. En þver-
sögnin í þessu öllu saman er auð-
vitað sú að reykingar hvetja þig
til að standa upp,“ segir Rakel,
þegar hún var beðin um að bera
saman reykingar og kyrrsetu.
Ekki gott að sitja kyrr
Rakel
Guðjónsdóttir
útskrifaðist sem
sjúkraþjálfari í
vor en hún vann
BS-ritgerð sína
um kyrrsetu.
■ 40-49%
■ 30-34,9%
■ 25-29,9%
■ 20-24,9%
➜ Íbúar höfuðborgarsvæðisins sitja mest
Hlutfall Íslendinga eftir landshlutum sem sögðust
sitja 8 klukkustundir eða lengur á dag
Virka daga, vikuna áður, árið 2012
VESTFIRÐIR
NORÐURLAND
AUSTURLAND
SUÐURLAND
VESTURLAND
HÖFUÐBORGAR-
SVÆÐIÐ
SUÐURNES
RÁÐ 1 PRÓFAÐU
UPPHÆKKAÐ
SKRIFBORÐ.
HÆGT ER AÐ
KAUPA ÞAU
VÍÐA, EN EINNIG
ER HÆGT AÐ
BÚA TIL SITT
EIGIÐ.
RÁÐ 2 STATTU
UPP OG LABB-
AÐU EINN HRING
Á SKRIFSTOF-
UNNI Á KLUKKU-
TÍMA FRESTI.
RÁÐ 3 EF ÞÚ
TEKUR STRÆTÓ
Í VINNUNA,
STATTU Í STAÐ
ÞESS AÐ SITJA.
RÁÐ 4 FORÐ-
ASTU AÐ HAFA
HJÓL UNDIR
SKRIFBORÐS-
STÓLNUM SVO
ÞÚ ÞURFIR ALLT-
AF AÐ STANDA
UPP.
RÁÐ 5 FARÐU
Í GÖNGUTÚR Í
HÁDEGIS HLÉINU.
TEYGÐU ÚR ÞÉR Mikilvægt er að standa reglulega upp frá skrifborðinu sínu. NORDICPHOTOS/GETTY