Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 34
20. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Nei, ég vil bara einn espressó. Ég má ekki fá mér neitt sætabrauð, er búinn að bæta svo á mig síðustu daga. Ég elska mat og gæti talað við þig í allan dag um það,“ segir Jean Paul Gaultier og glottir stríðnislega. Við erum stödd í höfuðstöðvum sænsku verslanakeðjunnar Lindex í Gautaborg umvafin nýrri línu kapp- ans fyrir keðjuna sem er væntanleg í verslanir, þar á meðal á Íslandi, þann 8. október. Gaultier er einn frægasti fata- hönnuður seinni tíma og hefur verið iðinn við að töfra fram nýjar fatalínur á tískupallana frá því að fyrsta línan hans leit dagsins ljós fyrir 38 árum. Hann hóf sinn feril aðeins 18 ára gamall þegar hönnuð- urinn Pierre Cardin réð hann sem aðstoðarmann og frá því hefur leið- in aðeins legið upp á við fyrir Gaul- tier. Með þrjóskuna og vinnusemina að vopni að sögn hönnuðarins. Laug sig áfram Þrátt fyrir að vera sjálflærður í faginu hefur Gaultier alltaf vitað að hann ætlaði að leggja fatahönn- un fyrir sig. Hann er þekktur sem maðurinn sem gaf lítið fyrir hinar hefðbundnu kynjamyndir í fata- hönnun, klæddi karlmenn í pils og gerði undirfatnað að hversdagsleg- um flíkum. Röndótta munstrið fékk uppreisn æru undir hans stjórn, munstur sem hefur fylgt honum síðan. „Ég gat aldrei neitt í fótbolta og var alltaf valinn síðastur í lið í íþróttum. Svo ég þurfti að finna mér eitthvað til að skera mig úr í hópum, því það er það sem við gerum – við sem viljum ekki falla inn í fjöldann og fá viðurkenningu frá umhverfinu. Svo ég laug. Þótt- ist eiga frænku sem væri fyrir- sæta og sýndi öllum forsíður tíma- rita með myndum af platfrænku minni. Seinna vann ég með þessari fyrirsætu, hún heitir Gunella og er sænsk, og við hlógum að þessari sögu,“ segir Gaultier og brosir. „Ég hafði alltaf áhuga á fötum og fata- samsetningum. Tók eftir því sem fólk klæddist á götum úti, enda hefur það alltaf verið minn inn- blástur. Götutískan.“ Ekkert fer úr tísku Gaultier var sem fyrr segir staddur í Svíþjóð í nokkra daga til þess að kynna fatalínu sína sem hann vann í samstarfi við Lindex. Hann er mjög ánægður með afraksturinn og segir línuna bæði endurspegla hann sem hönnuð og sömuleiðis passa breið- um hópi, sem er vandasamt verk- efni þegar hannað er fyrir svona stóra verslanakeðju. Aðspurður hvað sé það sem beri hæst í haust- og vetrartískunni er Gaultier fljótur að svara. „Allt og ekkert. Ég trúi ekki á „trend“ og að það sé eitthvað sem kemur og fer úr tísku. Þetta snýst allt um að para saman flíkur á mis- munandi hátt. Finna sér sinn eigin stíl og líða vel. Þá lítur allt vel út. Allt í þessari línu til dæmis passar saman á einn eða annan hátt, og mun gera það næstu tuttugu árin ef maður er sniðugur.“ Endurspeglar fjölbreytileikann Gaultier hefur alltaf gert mikið úr sýningum sínum og notað óhefð- bundnar leiðir til að miðla hönnun sinni á pallinum. Frægt fólk á borð við Madonnu, Billy Idol, Conchitu Wurst, Catherine Deneuve og Ditu von Teese hafa öll gengið tískupall- inn fyrir hönnuðinn. „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr tískusýningum mínum þar sem ég vil endurspegla fjölbreytileika samfélagsins og búa til flotta sýn- ingu. Ég legg mikið upp úr því að nota fyrirsætur af öllum stærðum og gerðum. Sem stundum er erfitt verkefni því það er auðvelt að nota fyrirsætur sem steyptar eru í sama formið og passa í prufuflíkurnar. En ég heillast af og fæ innblástur af fólkinu í kringum mig, og það er jafn misjafnt og það er margt. Um daginn var ég staddur í fríi á Grikk- landi, ég elska sólina og reyni að fara alltaf í frí í sól. Talandi um sól þá fannst mér Svíþjóð vera mjög grátt og leiðinlegt land fyrst þegar ég kom þangað á níunda áratugn- um. En ekki lengur – hér skein sólin meira í sumar en í París. Við vorum með skelfilegt sumar þar, bara rigningu út í eitt. En ég var í Grikk- landi og þar sá ég gullfallega stúlku með öðruvísi útlit en gengur og ger- ist ganga fram hjá mér. Ég stoppaði hana og fékk að taka mynd. Nú er þessi stelpa að koma með foreldrum sínum til Parísar og verður með í sýningunni minni. Þetta verður í fyrsta sinn sem hún fer til útlanda. Er það ekki frábært, oui?“ segir Gaultier og kinkar kolli brosandi. Jarðbundinn og brosmildur Hann er brosmildur þessi 62 ára gamli hönnuður sem hefur lifað og hrærst í tískuheiminum í tæplega fjörutíu ár. Og jarðbundinn, sem er líklega erfitt í þessum oft og tíðum sundraða heimi. Gaultier á til að mynda heiðurinn af því að ala upp nokkra af frægustu hönnuðum dagsins í dag; Nicholas Ghesquière sem nú hannar fyrir Louis Vuitton og Martin Margiela. Gaultier er mikill kvikmynda- áhugamaður og er fyrsti fatahönn- uðurinn sem sat í dómnefnd kvik- myndahátíðarinnar í Cannes árið 2012. Hann hefur fengið að yfirfæra sköpunarkraftinn á hvíta tjaldið og séð um búninga í myndum á borð við Fifth Element eftir Luc Besson, hver man ekki eftir hvíta gallan- um hennar Millu Jovovich, og Kika eftir Pedro Almodóvar. Þar segist Gaultier hafa fengið útrás fyrir að búa til sinn eigin heim, óháðan tískustefnum. Eurovision-aðdáandi Talið berst að Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva þar sem Gaultier hefur oftar en ekki hannað búninga fyrir keppendur sem og kynna keppninnar. Nú síðast Wurst, sem hann svo notaði til að loka tískusýningu sinni í París í fyrra. Gaultier er gallharður aðdá- andi keppninnar og heldur alltaf Euro- vision-partí, má segja að íslenskum sið. „Hver elskar ekki Eurovision? Þetta er frábær keppni og leið til að fá alla Evr- ópu til að samein- ast. Við Frakkar höfum samt ekki getað neitt í þess- ari keppni undan- farin ár sem er leiðinlegt en Svíar eiga þetta. Vinna alltaf, og þið hérna fyrir norðan eruð í svona banda- lagi, kjósið alltaf hvert annað. En ég elska fjölbreytileika keppninnar og hvað atriðin eru mismunandi og endurspegla þjóðernin. Það er feg- urðin við keppnina.“ Næst á dagskrá hjá Gaultier er tískuvikan í París og fór hann þang- að beint eftir sýninguna í Svíþjóð. Stuttu eftir að viðtalið var tekið kom tilkynning frá fatahönnuðin- um þar sem hann sagði sýninguna í París vera sína síðustu í „ready-to- wear“ fatnaði, nú ætli hann einung- is að hanna hátískufatnað og halda áfram með ilmvatnslínuna. Einnig ætlar hönnuðurinn að einbeita sér að samstarfi á borð við þetta með Lindex, sem rímar við það sem hann sagði um tískuheiminn þenn- an eftirmiðdag í Gautaborg: „Tískubransinn hefur breyst mjög mikið undanfarin ár. Allt snýst um peninga og völd. Í þeirri baráttu tapar sköpunarkrafturinn en ég lifi fyrir hann. Að búa til mína eigin heima og ég hef verið svo heppinn að fá að gera það að lifibrauði mínu,“ segir Gaultier, sem á nóg inni í tísku- heiminum þótt hann dragi saman seglin á sumum vígstöðvum. Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is L'ENFANT TERRIBLE: TRÚIR EKKI Á TREND Franski hönnuðurinn Jean Paul Gaultier er oftast kallaður „enfant terrible“ eða óþekktarangi franska tískuheimsins. Hann fer óhefðbundnar leiðir en nær að fanga hið eftirsótta franska andrúmsloft í hönnun sinni. Frægasta hönnun Gaultiers er keiluhaldari Madonnu. 1976 Gaultier frumsýnir sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni. 1985 Gerir pils fyrir karlmenn. 1985-87 Martin Margiela vinnur sem aðstoðarmaður Gaultiers. 1988 Gaultier gefur út danslagið „How to do that“. Litríkur ferill GLYS OG GLAMÚR Jean Paul Gaultier er þekktur fyrir að gera mikið úr sýningum sínum og nota óhefð- bundnar fyrisætur. 1990 Hannar búninga söngkonunnar Madonnu fyrir tónleikaferðalag hennar Blonde Ambition Tour. Þar vakti keilubrjósta- haldari söngkonunnar mikla athygli og er ein þekktasta hönnun Gaultiers fyrr og síðar. 1990-92 Nicholas Ghesquière vinnur sem aðstoðarmaður Gaultiers, en hann gerir svo garðinn frægan fyrir Balenciaga og Louis Vuitton. 1992 Gaultier fær Madonnu til að ganga ber- brjósta eftir tískupallinum á góðgerðarsýningu fyrir Amfar-samtökin. 1993-1997 Gaultier reynir fyrir sér á sjónvarpsskjánum sem þáttarstjórnandi í þáttunum Eurotrash þar sem hann sjarmeraði sjón- varpsáhorfendur með sínum franska kaldhæðna húmor. 1997 Gaultier slær í gegn sem búningahönnuður fyrir kvikmynd Luc Besson, Fifth Element, með Bruce Willis og Millu Jovovich í aðalhlutverkum. 2003 Gerir snyrtivörulínu fyrir karlmenn. 2014 Sigurvegari Euro- vision, Conchita Wurst, gengur tískupallinn fyrir Gaultier á „haute couture“- sýningunni í París. Gaultier tilkynnir brott- hvarf sitt frá „ready-to- wear“-fatnaði en hans síðasta sýning verður í október á tískuvikunni í París.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.