Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 20. september 2014 | HELGIN | 29
lækni
r aldur fram. Sérfræð-
gæsluna til muna.
Kísilhreinsun og
sólarorkuvæðing heimsins:
Er Ísland að komast á kortið?
Ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík 26. september kl.13:15 í stofu V101.
Dagskrá:
13.15 Ráðstefna sett
Dr. Ari Kristinn Jónsson,
rektor HR.
13:20 Um sólarorku og sólarhlöð
Dr. Halldór G. Svavarsson,
dósent við tækni- og verkfræðideild HR.
13:40 Framleiðsluferli á kísiljárni
Dr. Guðrún Sævarsdóttir,
forseti tækni- og verkfræðideildar HR.
14:00 Ný hreinsunarferli á sólarkísil
Alain Turenne,
tæknilegur framkvæmdastjóri Silicor Materials Inc.
14:20 Kaffihlé
14:40 Framleiðsla á sólarkísil á Íslandi
Clemens Hofbauer,
rekstrarstjóri Silicor Materials Inc.
15.00 Kísiljárn og sólarsellur
Dr. Lars Arnberg, prófessor við NTNU,
Norwegian University of Science and Technology.
15:20 Um umhverfisáhrif og starfsleyfi
Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir,
verkefnastjóri hjá Umhverfisstofnun.
15.40 Mikilvægi menntunar á sviði orkumála
fyrir Ísland
Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Iceland
School of Energy við HR
15.50 Pallborðsumræður
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar,
Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri,
Teresa Jester, CEO hjá Silicor Materials,
Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR,
Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
16:20 Ráðstefnulok
Allir velkomnir. Vinsamlega skráið þátttöku á hr.is/kisill
Háskólinn í Reykjavík fagnar því í ár að 50 ár eru liðin frá stofnun Tækniháskóla Íslands sem
sameinaður var HR árið 2005. Hluti af hátíðarhöldunum er opin fyrirlestraröð í HR þar sem fræðimenn
fjalla um rannsóknir á kjarnasviðum háskólans: tækni, viðskiptum og lögum.
að bæta aðstöðuna, það er að bæta
tækjakostinn á heilsugæslunni. En
það er fleira sem skiptir máli, segja
þeir sem gleggst þekkja.
„Við þurfum að bæta kjör heim-
ilislækna. Við verðum að geta greitt
samkeppnisfær laun við nágranna-
þjóðirnar. Læknar eru fólk sem
starfar á alþjóðamarkaði og á auð-
velt með að fá vinnu hvar sem er í
heiminum,“ segir Svanhvít, forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarinnar.
Rekstrarform heilsugæslunnar er
annað sem menn nefna.
„Það þarf að gera mönnum kleift
að reka sínar eigin stofur og skipu-
leggja starf sitt,“ segir Gunnlaugur
heilsugæslulæknir og bætir við að
læknar upplifi þvingun í starfsum-
hverfi sínu eins og það er í dag. Undir
þetta taka aðrir en telja á sama tíma
að ekki megi auka kostnaðarhlutdeild
sjúklinganna.
Kristján Þór heilbrigðisráðherra
segir að hann vilji hrinda þessu í
framkvæmd. „Ég er þessa dagana
meðal annars að undirbúa að gefa
heimilislæknum tækifæri til að
starfa sjálfstætt,“ segir ráðherra.
Það sem blasir við að óbreyttu er
að lítið mun breytast á næstunni,
skortur á heimilislæknum verð-
ur viðvarandi á næstu árum nema
starfsaðstæður heimilislækna verði
bættar, kjör þeirra sömuleiðis og þeir
fái möguleika á að starfa sjálfstætt.
Við þurfum að
bæta kjör
heimilislækna.
Við verðum að
geta greitt
samkeppnisfær
laun við ná-
grannaþjóðirn-
ar. Læknar eru fólk sem
starfar á alþjóðamark-
aði og á auðvelt með að
fá vinnu hvar sem er í
heiminum.
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarinnar.
Til þess að það sé
hægt að fjölga
námsstöðum í
heimilislækn-
ingum þarf að
efla heilsu-
gæsluna og
fjölga náms-
stöðum fyrir unglækna.
Menn verða að sameinast
um það markmið að allir
hafi sinn heimilislækni.
Emil Sigurðsson, prófessor í heimilis-
lækningum við Háskóla Íslands.
Kjarninn er sam-
fellan í
þjónustunni.
Heimilis-
læknirinn er
sérfræðingur
í sjúklingn-
um, ekki bara
einstökum líffærum, og á
oft mun auðveldara með
að greina einkenni og
frávik en læknir sem ekki
þekkir til viðkomandi.
Þórarinn Ingólfsson
formaður Félags heimilislækna.
Margir kjósa að
hætta fyrir
sjötugt. Menn
eiga sér-
eignarsparn-
að og það er
auðvelt fyrir
lækna sem
hættir eru störfum að ná
sér í tekjur með íhlaupa-
vinnu. Þetta er meðal
þess sem ýtir þeim út
fyrr en þyrfti að vera.
Gunnlaugur Sigurjónsson
heilsugæslulæknir.
Það er afar brýnt
að efla
heilsugæsl-
una og
tryggja stöðu
hennar sem
fyrsta við-
komustaðar
sjúklinga. Við þurfum
að bæta aðgang að
heimilislækningum.
Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.
FÁIR HEIMILISLÆKNAR
Talið er að í það minnsta
tíu þúsund manns vanti
heimilislækni á höfuð-
borgarsvæðinu. Læknarnir
eldast og fáir unglæknar
útskrifast sem sérfræðingar
í heimilislækningum.
.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/G
VA