Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 90
20. september 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 50 Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, FINNBOGA BREIÐFJÖRÐ ÓLAFSSONAR Bauganesi 15, Reykjavík. Þórleif Drífa Jónsdóttir Kristjana Jónsdóttir Ólafur Br. Finnbogason Dögg Hjaltalín Sindri Már Finnbogason Íris Schweitz Einarsdóttir Þórir Jökull Finnbogason og barnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN STEFÁN SIGURBJÖRNSSON Víðilundi 24, Akureyri, lést á Kristnesi 12. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju 23. september klukkan 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Stefán Már Stefánsson Lára Margrét Traustadóttir Salbjörg J. Thorarensen Jón Höskuldsson Marín Hallfríður Ragnarsdóttir Kolbeinn Friðriksson Bogi Rúnar Ragnarsson Magnea Hrönn, Særún, Kári og Magnea. Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Við þjónum allan sólarhringinn Reynsla – Umhyggja – Traust Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson „Við ætlum að vera með opið hús fyrir bæjarbúa og nærsveitamenn milli klukkan 11 og 15 í dag og leyfa fólki að sjá hvernig svona smiðja lítur út. Þetta er gott tilefni,“ segir Sigur- geir Steindórsson, framkvæmda- stjóri Vélsmiðju Steindórs á Akur- eyri, um hátíðahöld í tilefni hundrað ára afmælis fyrirtækisins. „Við notuðum tækifærið og þrifum aðeins í kringum okkur áður en við buðum fólki til okkar. Það var viss ávinningur,“ segir hann glaðlega og kveðst líka hafa viðað að sér veislu- föngum, pylsum og tertum og ein- hverju til að skola því niður með. Vélsmiðja Steindórs er við Frosta- götu 6a. Hún er eitt elsta starfandi málmiðnaðarfyrirtæki á Íslandi og hefur alltaf verið rekin af sömu fjöl- skyldu. Kennitalan hefur líka verið sú sama frá því þær tölur voru tekn- ar upp. „Smiðjan hefur gengið mann fram af manni innan sömu ættar og það er svolítið sérstakt í okkar þjóðfélagi því oft brýtur á þriðju eða fjórðu kyn- slóð,“ segir Sigurgeir. „Margir lenda í því að enginn er til að taka við fyrir- tækjum eða búum. Nú erum við komin með fjórðu kynslóð hér inn sem er að taka við, þannig að það er framtíð í þessu.“ Sigurgeir tekur fram að Vélsmiðja Steindórs sé hvorki stórt fyrirtæki né áberandi í samfélaginu en standi þó alveg fyrir sínu. „Þetta er alvöru fyr- irtæki og við erum stolt af því,“ tekur hann fram og segir alltaf nóg að gera fyrir þann fjölda sem þar vinni. „Við erum sex til átta að öllu jöfnu og þann- ig hefur það verið síðustu tíu, tutt- ugu ár. Það er þægileg stærð og hent- ar okkur ágætlega. Ég er þakklátur öllum sem hafa starfað hér og ávallt skilað vel unnum verkum, meðal annars í þeim smíðisgripum sem frá okkur hafa farið. Þeir hafa gert fyrir- tækið að því sem það er í dag.“ Sigurgeir segir Vélsmiðjuna hafa möguleika til stækkunar á þeirri lóð sem hún sé með og býst við að lóðin verði nýtt hvað úr hverju. „Við erum samt ekki með nein stórvægi- leg útþenslumarkmið,“ segir hann. „Ætlum bara að halda áfram.“ gun@frettabladid.is Í eigu sömu ættar í öld Vélsmiðja Steindórs á Akureyri fagnar aldarafmæli sínu í dag. Hún hefur ávallt verið í eigu sömu ættar og þar starfa nú þriðji, fj órði og fi mmti ættliður frá stofnandanum. Um aldamótin 1900 kom til Akureyrar ungur Skagfirðingur sem fýsti ekki að fara í búskap en langaði að læra járnsmíði og hafði hann fengið pláss hjá Sigurði Sig- urðssyni járnsmið. Hann hét Steindór Jóhannesson og var fæddur árið 1883. Eftir framhaldsnám í Danmörku í vél- og rennismíði kom hann heim og byrjaði að setja niður nýjar tóvinnuvélar í Gefjun. Síðla árs 1914 stofnaði hann, ásamt konu sinni, Sigurbjörgu Sigurbjarnardóttur, járnsmíðaverkstæði á Torfunefi. Verkefnin voru fjölbreytt; skipaviðgerðir, gufuvélaviðgerðir og þjónusta við bændur. Vöxtur fyrir- tækisins kallaði á stærri húsakost og nýtt verkstæði var byggt á horni Strandgötu og Kaldbaksgötu um 1930. Þar var vélsmiðjan til 1981. Um frumkvöðulinn Á GÓLFINU Helgi Helgason, Böðvar Ingvason, Sigurgeir, Valur Sigurgeirsson og Guðbrandur Torfi Thoroddsen. MYND/AUÐUNN VÉLSMIÐJA STEINDÓRS MYND/ÚR EINKAEIGN Vilhjálmur á Brekku hafði lengi fyrirhugað að Örnefni í Mjóafirði yrði hans síðasta bók og hún kæmi út 20. september 2014, annaðhvort sem afmælisrit eða minningarrit. Því miður fór það svo að hið síðarnefnda varð niðurstaðan. Hann lést 14. júní síðastliðinn, eða rúmlega tveimur mánuðum fyrir aldarafmæli sitt. Þá hafði hann nýlokið við að fara yfir síðustu próförk af bók- inni og því gat hann farið nokkuð nærri um end- anlega útkomu. Meginefni bókarinnar er vönduð örnefnaskrá heimabyggðar Vilhjálms, einnig þjóðsögur, frá- sagnir af ýmsu tagi og fróðleikur sem tengist örnefnunum, auk fjölda mynda. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út. - gun Minningarrit Villa á Brekku Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafi rði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eft ir hann, Örnefni Mjóafj arðar. HEIÐURS- MAÐUR Vilhjálmur var ráðherra, alþing- ismaður, bóndi og rithöfundur. MYND/ÚR EINKASAFNI TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.