Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 80
20. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 40 Það er alls ekki meiningin að reyna að lýsa hlutskipti ungra karlmanna, enda veit ég ekki hvort ég er til þess fallinn. Mér finnst það dálítið mikil ein-földun að útgangspunkturinn sé viðhorf ungs karlmanns. Ég held að það hvernig fólk almennt hugsar sé að breytast, án þess að ég ætli mér að vera með einhverjar yfirlýsingar um hlutverk kynjanna,“ segir Sverrir Norland, spurð- ur hvort hann sé að lýsa hlutskipti ungra karlmanna í samtímanum í skáldsögunni Kvíðasnillingar. „Þetta er miklu meira mín fantasía um mína kynslóð heldur en einhver raunsæ lýsing á lífi hennar.“ Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáld- saga Sverris en hann hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð auk þess að halda úti eigin vefsíðu, þar sem ný myndasaga birtist á hverjum degi, og hafa reynt fyrir sér sem tónlistarmaður. Þar sem aðalpersónurnar þrjár, vinirnir Steinar, Óskar og Herbert, eru myndasöguteikn- ari, tónlistarmaður og skáld liggur beint við að spyrja hvort þeir séu birtingar- myndir ólíkra hliða hans sjálfs. „Já, ætli það ekki bara,“ segir hann og hlær. „En þeir hafa auðvitað ýmsa drætti frá öðrum líka.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur bókarinnar er málfar persónanna, sem er ansi sérstakt. „Ég vil ekkert líkja eftir því hvernig fólk talar í raunveruleikan- um,“ segir Sverrir. „Ég læt vinina tala miklu flottara mál þegar þeir eru strákar heldur en þegar þeir eru fullorðnir og hugsunin á bak við það var að þegar þeir eru litlir vita þeir í rauninni ekkert hverj- ir þeir eru og herma bara eftir því sem þeim finnst flott. Þegar þeir eldast kemur í ljós að sérstaklega skáldið kann bara alls ekki að tala, það endurspeglar dálítið hver hann er og suma af minni kynslóð finnst mér.“ Í bókinni eru sterkar vísanir í það sem hefur gerst í íslensku samfélagi undan- farin ár en Sverrir segist hafa reynt að halda því í bakgrunni sögunnar. „Ég er ekki, allavega ekki enn, neitt að reyna að predika. Mér finnst það rýra skáldskap- inn. Ég hef skrifað mjög mikið undan- farin ár og eiginlega skapað eigin heim, þótt það hafi ekki verið markmiðið. Það var kannski bara tilviljun að þessar per- sónur lentu í þessari bók en ekki einhverri annarri. Ég er með nokkrar aðrar sögur í vinnslu þar sem sumar persónurnar úr þessari koma fyrir.“ En hvernig myndi Sverrir skilgreina þema Kvíðasnillinganna? „Líklega mætti súmmera þema bókarinnar upp ein- hvern veginn svona: Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar mann- eskjur? Ég held að bókin fjalli að mestu leyti um slíka drauma og leitina að sama- stað í tilverunni. Að verða ástfanginn af einhverjum sem fagnar manni eins og maður er og kennir manni að slappa af. Að kynnast því hvernig vinirnir geta svikið mann og hvað það er nauðsynlegt að fyrir- gefa þeim og fatta um leið að það er allt í lagi að klúðra stundum málum og láta bara allt fara í steik, þannig er það ein- faldlega að vera mennskur. Við erum flest, ef ekki öll, hálfgerðir kvíðasnillingar.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Fantasía um eigin kynslóð Kvíðasnillingarnir eftir Sverri Norland segir sögu þriggja vina frá æsku til fullorðinsára. Sverrir er þó alls ekki á því að flokka beri bókina sem strákabók eða líta á hana sem lýsingu á lífi ungra karlmanna í dag, það sé allt of mikil einföldun. SVERRIR NORLAND „Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur?” FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslensku rithöfundarnir Sjón, Yrsa Sig- urðardóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Andri Snær Magnason og Lani Yamamoto koma fram á Bókamessunni í Gautaborg sem hefst í næstu viku. Bókamessan á stórafmæli um þessar mundir en þetta verður í 30. skiptið sem messan er haldin. Bókamessan er stærsta bókasýning Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir. Meira verður við haft af Íslendinga hálfu á bókamessunni í Gautaborg í september 2015 því þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli í sérstakri dagskrá messunnar sem kallast Raddir frá/Röster från. Því verður hópi íslenskra rithöfunda boðið að taka þátt í dagskrá messunnar að ári. FÆRT TIL BÓKAR ! Boðið verður upp á furðusagna- smiðjur með rithöfundinum og bókmenntafræðingnum Emil Hjörvari Petersen á Lestrarhátíð í Bókmenntaborg í október. Emil mun einnig halda þrjá opna fyrirlestra um furðusögur og geta áhugasamir því fræðst um ýmsa anga furðusögunnar. Furðusagnasmiðjur Smásagnaverðlaun BBC verða veitt 30. september og tilnefndar sögur, fimm talsins, eru allar eftir konur. Er það í þriðja sinn á níu árum sem það gerist. Saga Zadie Smith þykir sigur- strangleg en aðrir tilnefndir höfundar eru Lionel Shriver, Rose Tremain, Tessa Hadley og Francesca Rhydderch. Eintómar konur Bókamessan í Gautaborg að hefj ast VERÐLAUNABARNABÓKAHÖFUNDAR Lani Yamamoto og Andri Snær Magnason eru meðal þeirra íslensku höfunda sem koma fram á messunni. LJÓÐ EINARS MÁS Á ENSKU Safn fimmtíu valdra ljóða Einars Más Guðmundssonar er komið út á ensku í þýðingum ýmissa eðal- þýðenda og nefn- ist bókin On the Point of Eruption.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.