Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 84
20. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 44
TEIKNAR ÞÚ
FLOTTAR
MYNDIR?
Sendu okkur myndina þína í pósti til
Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík
eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is
Flöskustútur
Teikningar og texti: Bragi Halldórsson
114
„Hvað skyldi þetta nú vera,“ sagði Konráð og tók upp pappírsblað með
tölustöfum og undarlegum táknum sem hann sá liggja á jörðinni.
„Mér sýnist þetta vera stærðfræðiþraut,“ sagði Lísaloppa. „En þessi þarna
þessi þrjú tákn standa, svo þessi fjögur dæmi gangi upp,“ bætti hún við.
svo dæmin gangi upp?
Hrafnhildur
Klara 6 ára
teiknaði þessa
fallegu mynd og sendi
Fréttablaðinu.
Það sem þarf til er ein tóm hálfs lítra gosflaska.
Allir sitja í hring á gólfinu nema einn sem er inni í hringnum. Hann
snýr nú flöskunni og segir: „Sá sem flöskustútur lendir á á að syngja
„Gamla Nóa“. Svo snýr hann flöskunni og sá sem flöskustúturinn
lendir á verður þá að syngja lagið. Þegar hann er búinn að því fer
hann inn í hringinn og endurtekur leikinn. Auðvitað getur sá sem er
inni í hringnum fundið
upp á hverju sem er til
að láta hinn gera. En þið
verðið bara að muna að
það verður að vera eitt-
hvað sem allir geta gert.
Hvenær byrjaðir þú í fótbolta? „Ég byrjaði að
æfa fimm ára í 8. flokki.“
Í hvaða íþróttafélagi ertu og í hvaða flokki ertu
núna? „Ég er í Breiðabliki og á að vera í 5. flokki
miðað við aldur en æfi og keppi með 4. flokki,
hinir strákarnir þar eru 13 og 14 ára.“
Hversu oft hefur þú orðið Íslandsmeistari með
þínum flokkum og hvenær? „Ég hef orðið Íslands-
meistari fjórum sinnum. Fyrst með 6. flokki A
2011, með 5. flokki A 2012 með 5. flokki A 2013
og svo núna með 4. flokki A 2014.
Hefurðu spilað fótbolta víða um landið?
„Já, ég hef farið á mjög marga staði víða um
landið að keppa. Það var rosalega gaman á
Shell-mótinu í Vestmannaeyjum. Þar fórum við í
alls konar ferðir og ég var valinn til að spila með
landsliðinu. Það var líka rosalega gaman í sumar
að fá að spila á aðalvellinum hjá Þór á Akureyri.
Ég hef til dæmis aldrei fengið að spila á Kópavogs-
velli.“
Hvað æfir þú oft í viku með félaginu?
„Fjórum sinnum.“
Hefurðu gott svæði til að leika þér á nálægt
heimilinu þínu? „Já, í Kópavogi eru mörg mjög
góð svæði til að æfa sig á í fótbolta. Ég er með
fótboltavöll beint fyrir framan húsið mitt í Sala-
hverfi og svo er líka sparkvöllur við skólann.“
Hvað ertu búinn að skjóta niður margar ljósa-
krónur heima hjá þér?! „Ha, ha, ég hef verið
svo heppinn að hafa aldrei hitt í ljósin en hef nú
örugglega brotið eitthvað annað.“
Ertu alltaf með boltann á tánum eða áttu fleiri
áhugamál? „Að spila fótbolta er það skemmtileg-
asta sem ég geri en mér finnst líka fínt að fara í
golf, á motorcross-hjól og á fimleikaæfingu með
Eyþóri Erni bróður mínum.“
Hvert er þitt átrúnaðargoð í boltanum? „Ég held
upp á marga eins og Ronaldinho, Iniesta, Ronaldo,
Messi, Xavi og Di Maria. Svo held ég líka upp á
íslenska leikmenn eins og Gylfa Sig, Kolbein Sig-
þórs og Alfreð Finnboga.“
Meða hvaða erlenda liði heldurðu? „Manchester
United og Barcelona eru mín lið, en mér finnst
líka mjög gaman að fylgjast með Dortmund og
Real Madrid.“
Í hvaða skóla ertu og og hver er eftirlætisnáms-
greinin þín? „Ég er í Salaskóla og mér finnst
skemmtilegast í íþróttum og svo er stundum
gaman í stærðfræði.“
Hlustarðu á tónlist? „Já, ég hlusta mjög mikið á
tónlist, en það er enginn einn tónlistarmaður eða
-kona sem er uppáhalds.“
Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?
„Atvinnumaður í fótbolta, ekki spurning.“
Íslandsmeistari í fót-
bolta fj órum sinnum
Andri Fannar Baldursson er tólf ára strákur í Kópavogi með óbilandi áhuga á
fótbolta. Hann varð nýlega Íslandsmeistari í fj órða skipti með sínum fl okki.
FÓTBOLTA-
STJARNA Andri
Fannar kveðst
aldrei hafa skotið
boltanum í ljósin
heima hjá sér en
örugglega brotið
eitthvað annað!
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA