Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 37
ÚTFARARÞJÓNUSTUR LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Kynningarblað Útfararþjónustan ehf., Granítsteinar, Útfararstofa Kirkjugarðanna og Útfararstofa Svafars og Hermanns Það er nauðsynlegt að hafa sam-band við útfararþjónustu sem fyrst eftir að andlát ber að,“ segir Rúnar Geirmundsson, eigandi Útfararþjónust- unnar við Fjarðarás. „Í fyrsta lagi þarf að flytja hinn látna af dánarstað og í lík- hús og síðan að byrja að undirbúa kistu- lagninguna. Útfararstjórinn heimsæk- ir yfirleitt aðstandendur daginn eftir og þeir leggja þá fram óskir sínar varðandi framkvæmd kistulagningar og síðan jarð- arfarar. Í því felst í flestum tilfellum að velja prest og hafa samband við hann og síðan að tímasetja athafnirnar inn í forrit sem við notum og er beintengt við kirkju- garðana. Næsta skref er svo að ákveða hvað kemur í okkar hlut en um það hafa aðstandendur auðvitað frjálsar hendur að mestu leyti.“ Rúnar stofnaði Útfararþjónustuna á vormánuðum árið 1990 og hefur alla tíð veitt fyrirtækinu forstöðu sem fram- kvæmdastjóri þess og útfararstjóri. Út- fararþjónustan er í eigu Rúnars og eig- inkonu hans, Kristínar Sigurðardóttur, og starfa synir þeirra, Sigurður og Elís, þar ásamt föður sínum. Skrifstofa Út- fararþjónustunnar er að Fjarðarási 25 í Reykjavík. Þar tekur útfararstjóri á móti aðstandendum og veitir þeim allar upp- lýsingar er varða undirbúning útfarar. Út- fararstjóri kemur einnig heim til aðstand- enda sé þess óskað. Á Viðarhöfða í Reykjavík er aðstaða Út- fararþjónustunnar fyrir líkbíla og kist- ur og þar er fullkomin aðstaða fyrir alla starfsemi útfararþjónustu. Að auki hefur Útfararþjónustan aðgang að aðstöðu í lík- húsinu við Fossvogskapellu. Rúnar segir það ráðast mest af orðspori hvaða útfar- arþjónustu fólk velji og að bestu með- mæli sem hægt sé að fá sé að fólk leiti til þeirra aftur og aftur. „Satt best að segja byggist þetta dálítið mikið á persónu- legum kunningsskap og ef maður sinnir sínu starfi vel er það fljótt að spyrjast út. Fyrst og fremst þarf að taka tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinamissi. Við þurfum að gæta að því sem við gerum og segjum og eins að nálgast fólk með hlýju og auðmýkt. Það getur verið mjög erfitt að bjóða fólki við þessar aðstæður þjónustu sem kostar peninga en þetta hefur lærst í gegnum árin og við tökum mjög mikið tillit til þess hvernig aðstæður eru hverju sinni.“ Rúnar hefur unnið við útfararþjón- ustu frá því 1983, fyrst hjá Kirkjugörð- um Reykjavíkur og síðan í eigin fyrir- tæki. Hann segist hafa lært það á löngum ferli að það skipti ekki höfuðmáli hvaða trú fólk aðhyllist eða hvort það aðhyllist trú yfirleitt, virðingin fyrir hinum látna sé alltaf í forgrunni. „Og það þurfum við allt- af að hafa í huga, án þess að taka afstöðu til trúmála. Hlýja, auðmýkt og virðing er það leiðarljós sem við fylgjum alltaf.“ Rúnar Geirmundsson Þorbergur Þórðarson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Fjarðarási 25 • 110 Reykjavík • Sími 567 9110 • 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Fjölskyldufyrirtæki í 21 ár Þær kistur sem við bjóðum, eru framleiddar í Danmörku og hafa staðist allar væntingar um fagleg vinnubrögð og góðan frágang. Markmið okkar hefur ávallt verið að veita bestu faglegu þjónustu varðandi undirbúning og framkvæmd útfarar. Fjölskyldufyrirtæki í 24 ár Útfararþjónustan ehf. hefur verið í eigu Rúnars Geirmundssonar og fjölskyldu hans frá stofnun. Hann segir mikilvægast að taka tillit til aðstæðna hverju sinni og nálgast verkefnið með auðmýkt. Virðingin fyrir hinum látna er alltaf í forgrunni. „Ef maður sinnir sínu starfi vel er það fljótt að spyrjast út,“ segir Rúnar Geirmundsson útfararstjóri, sem rekur Útfarar- þjónustuna ehf. ásamt sonum sínum Sigurði og Elís. MYND/GVA Á VERKSVIÐI ÚTFARARSTJÓRA ER ● að sækja hinn látna á dánarstað og flytja í líkhús. ● að heimsækja aðstandendur og fara með þeim yfir þá þætti sem athuga þarf fyrir athöfn. ● að aðstoða aðstandendur við að komast í samband við prest. ● að skrá hinn látna og tímasetningar athafna í bókunarkerfi kirkju- garða. ● að aðstoða við val á tónlistarfólki og prentun á sálmaskrá. ● að aðstoða við kaup á blómum á kistu og krönsum sé þess óskað. ● að sjá um að ganga frá hinum látnu í kistu fyrir kistulagningu. ● að hafa umsjón með kistu- lagningu. ● að hafa umsjón með útför og akstri í kirkjugarð að henni lokinni. ● að útvega kross og merkingu á leiði. ● að taka saman sem innheimtuaðili reikninga frá tónlistarfólki, blómabúðum, kirkjuvörðum og prentun. ● að senda aðstandendum reikning með samantekt allra sem að útför koma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.