Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 96
20. september 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 56
„Orðin kláði, sviði, verkur, bólga
og pirringur eru algeng lýsing
líkamlegra einkenna sem íslensk-
ar lækningajurtir áttu að hafa
áhrif á og líklega margoft heyrst
í skoðunarherbergi Bjarna Páls-
sonar landlæknis. Þess vegna
urðu þau sýningartitill,“ segir
Kristín Gunnlaugsdóttir mynd-
listarmaður sem ásamt Margréti
Jónsdóttur leirlistakonu sýnir
list í Nesstofu um þessar mund-
ir. „Við Margrét göngum nálægt
umræðuefni sem er ekki algengt
í íslenskri samtímalist, til dæmis
nánd og kynlíf á baðstofuloftum,
staða kvenna á 18. öld og fæðing-
ar við frumstæðar aðstæður,“
nefnir hún sem dæmi.
Nesstofa var byggð 1763 sem
fyrsta læknissetur landsins og
hefur verið endurgerð í uppruna-
legri mynd. „Það er einstakt að
fá tækifæri til að sýna samtíma-
myndlist í húsi sem á sér sögu
250 ár aftur í tímann og gefur
kærkomið tækifæri til að velta
fyrir sér tengingu okkar við eigin
sögu og líðan,“ segir Kristín.
„Ég sýni veggteppi og eggtemp-
eru á tré, Margrét er með verk
úr steinleir. Öll verkin á sýning-
unni utan eitt eru svört. Í húsinu
eru tvö stór og öflug eldstæði og
þar er enn lykt af sóti sem gefur
manni sterka tilfinningu fyrir
tímanum.“
Uppi á loftinu er stórt veggverk
eftir Kristínu, saumað með lopa
í haustlitum í svartan striga sem
fellur fram á gólfið. Verkið sýnir
ákafan koss karls og konu en
áhorfendur mega ekki fara nema
upp í hálfan stiga til að kíkja á
þau. „Þörf fólks fyrir hamingju
var sú sama fyrr á tímum og allt-
af og eðlilegt að áhorfandinn fái
rétt að kíkja inn í einkalíf fólks.
En á meðan þörfin eilífa fyrir
ástina logar á efri hæðinni minn-
ir dauðinn á sig í kjallaranum og
er innan um nytjahluti hins dag-
lega lífs í húsinu,“ bendir lista-
konan á og segir öflugt samtal
milli fortíðar og nútíðar myndast
þar sem þjóðlegar minjar hússins
blandist samtímalistinni.
„Þetta er tækifæri sem gefst
því miður of sjaldan að lista-
mönnum sé hleypt nálægt þjóð-
ararfinum og verður vonandi til
þess að fleiri fái að túlka hver
við erum og hvaðan við komum
í réttu umhverfi,“ segir hún.
Nesstofa er opin á laugar-
dögum og sunnudögum
milli klukkan 13 og
17. Á laugardögum
eru þar fyrirlestrar
sem tengjast efni sýn-
ingarinnar og í dag klukkan 15 er
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona
með frásagnir um fæðingar sem
hún setur inn í sögusvið 18. aldar.
Sýningin stendur til 12.október.
gun@frettabladid.is
Það er einstakt
að fá að sýna samtíma-
myndlist í húsi sem á
sér sögu 250 ár aftur
í timann.
Kossinn langþráði
á baðstofuloft inu
Fjallað er um nándina á baðstofuloft inu, fæðingar við frumstæðar aðstæður og
fl eira tengt fortíðinni á listsýningu í Nesstofu sem opin er um helgar.
LISTAKON-
URNAR Kristín
og Margrét
nýta sér sögu
Nesstofu í
nútímalist sinni.
MYND ÚR EINKASAFNI
Á SÝNING -
UNNI Eitt af
verkum Kristínar.
Elmar Gilbertsson tenórsöngv-
ari kemur fram á ljóðatónleik-
um í Hannesarholti á morgun,
en Gerrit Schuil leikur undir
á píanó. Á efnisskránni eru
söngvar eftir Robert Schumann
við ljóð eftir Heinrich Heine.
Tónleikarnir hefjast kl. 16 og
standa í rúman klukkutíma.
Tónleikar þeirra Elmars og
Gerrits eru hinir fyrstu í röð sex
ljóðatónleika sem haldnir verða
síðdegis á sunnudögum í vetur
í Hannesarholti við Grundar-
stíg undir yfirskriftinni „Ljóða-
söngur í Hannesarholti“. Gerrit
Schuil er listrænn stjórnandi
allra þessara viðburða og skipu-
leggur þá í samstarfi við Hann-
esarholt.
Þeir söngvarar sem munu
koma fram á tónleikum Hann-
esarholts í vetur eru auk Elm-
ars Ágúst Ólafsson, Hallveig
Rúnarsdóttir, Þóra Einarsdótt-
ir, Rannveig Fríða Bragadóttir
og Hanna Dóra Sturludóttir.
Elmar í Hannesarholti
Ný tónleikaröð hefst í Hannesarholti á morgun.
MENNING
Kynntar verða nýlegar rannsóknir á ADHD og afbrotahegðun og fjallað verður sérstaklega
um rannsóknir á ADHD meðal íslenskra ungmenna og tengsl ADHD við lyfjamisnotkun,
afbrot og falskar játningar við yfirheyrslu.
Susan Young er dósent í klínískri réttarsálfræði við Imperial College í London og gestaprófessor við
Bucks New University.
Gísli H. Guðjónsson er prófessor emeritus í klínískri réttarsálfræði við King´s College í London og prófessor
í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Susan og Gísli hafa unnið saman að fjölda rannsókna á ADHD á liðnum árum, meðal annars í samstarfi við
rannsóknarteymi á sálfræðisviði Háskólans í Reykjavík.
ADHD og afbrotahegðun
Málstofa í Háskólanum í Reykjavík
mánudaginn 22. september kl. 12:00-13:30 í stofu M209.
Fyrirlesarar: Dr. Susan J. Young og dr. Gísli H. Guðjónsson
A
llir velkom
nir
DON
CARLO
eftir
Giuseppe Verdi
Frumsýning
18. október
kl. 20
Miðasala í Hörpu og á harpa.is
Miðasölusími 528 5050
Nýr kór:!!
Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona og kórstjóri óskar eftir félögum í allar
raddir í nýjan kór sem mun flytja metnaðarfulla efnisskrá af ýmsu tagi.
Æft verður í Tónkvíslinní gamla íþróttahúsinu Lækjarskóla
á miðvikudögum kl. 19.30-22.00.
Æfingar hefjast 1. október nk.
Elín Ósk veitir nánari upplýsingar í síma 862 4868
eða bara mæta á staðinn.
FRIÐARDAGUR
SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Friðardagur Sameinuðu þjóðanna 21. September Kl. 15.00 á Friðardeginum
verður athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem trúarleiðtogar munu sameina
vatn glass síns við hinna í sameiginlegt ílát. Það táknar að í grunninn erum
við það sama og höfum sama markmið sem er samfélag friðar, hamingju og
framfara. Allir eru velkomnir og sýnum hvers vegna Ísland er friðsamasta
þjóð á jörðu. Sameinuðu þjóðirnar hafa látið okkur í té merki sitt svo við
getum með stolti notað það og látið aðra horfa til okkar svo við þurfum ekki
að horfa annað.
HEIMSFRIÐARSAMTÖK FJÖLSKYLDNA