Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 96
20. september 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 „Orðin kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur eru algeng lýsing líkamlegra einkenna sem íslensk- ar lækningajurtir áttu að hafa áhrif á og líklega margoft heyrst í skoðunarherbergi Bjarna Páls- sonar landlæknis. Þess vegna urðu þau sýningartitill,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir mynd- listarmaður sem ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu sýnir list í Nesstofu um þessar mund- ir. „Við Margrét göngum nálægt umræðuefni sem er ekki algengt í íslenskri samtímalist, til dæmis nánd og kynlíf á baðstofuloftum, staða kvenna á 18. öld og fæðing- ar við frumstæðar aðstæður,“ nefnir hún sem dæmi. Nesstofa var byggð 1763 sem fyrsta læknissetur landsins og hefur verið endurgerð í uppruna- legri mynd. „Það er einstakt að fá tækifæri til að sýna samtíma- myndlist í húsi sem á sér sögu 250 ár aftur í tímann og gefur kærkomið tækifæri til að velta fyrir sér tengingu okkar við eigin sögu og líðan,“ segir Kristín. „Ég sýni veggteppi og eggtemp- eru á tré, Margrét er með verk úr steinleir. Öll verkin á sýning- unni utan eitt eru svört. Í húsinu eru tvö stór og öflug eldstæði og þar er enn lykt af sóti sem gefur manni sterka tilfinningu fyrir tímanum.“ Uppi á loftinu er stórt veggverk eftir Kristínu, saumað með lopa í haustlitum í svartan striga sem fellur fram á gólfið. Verkið sýnir ákafan koss karls og konu en áhorfendur mega ekki fara nema upp í hálfan stiga til að kíkja á þau. „Þörf fólks fyrir hamingju var sú sama fyrr á tímum og allt- af og eðlilegt að áhorfandinn fái rétt að kíkja inn í einkalíf fólks. En á meðan þörfin eilífa fyrir ástina logar á efri hæðinni minn- ir dauðinn á sig í kjallaranum og er innan um nytjahluti hins dag- lega lífs í húsinu,“ bendir lista- konan á og segir öflugt samtal milli fortíðar og nútíðar myndast þar sem þjóðlegar minjar hússins blandist samtímalistinni. „Þetta er tækifæri sem gefst því miður of sjaldan að lista- mönnum sé hleypt nálægt þjóð- ararfinum og verður vonandi til þess að fleiri fái að túlka hver við erum og hvaðan við komum í réttu umhverfi,“ segir hún. Nesstofa er opin á laugar- dögum og sunnudögum milli klukkan 13 og 17. Á laugardögum eru þar fyrirlestrar sem tengjast efni sýn- ingarinnar og í dag klukkan 15 er Guðrún Ásmundsdóttir leikkona með frásagnir um fæðingar sem hún setur inn í sögusvið 18. aldar. Sýningin stendur til 12.október. gun@frettabladid.is Það er einstakt að fá að sýna samtíma- myndlist í húsi sem á sér sögu 250 ár aftur í timann. Kossinn langþráði á baðstofuloft inu Fjallað er um nándina á baðstofuloft inu, fæðingar við frumstæðar aðstæður og fl eira tengt fortíðinni á listsýningu í Nesstofu sem opin er um helgar. LISTAKON- URNAR Kristín og Margrét nýta sér sögu Nesstofu í nútímalist sinni. MYND ÚR EINKASAFNI Á SÝNING - UNNI Eitt af verkum Kristínar. Elmar Gilbertsson tenórsöngv- ari kemur fram á ljóðatónleik- um í Hannesarholti á morgun, en Gerrit Schuil leikur undir á píanó. Á efnisskránni eru söngvar eftir Robert Schumann við ljóð eftir Heinrich Heine. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa í rúman klukkutíma. Tónleikar þeirra Elmars og Gerrits eru hinir fyrstu í röð sex ljóðatónleika sem haldnir verða síðdegis á sunnudögum í vetur í Hannesarholti við Grundar- stíg undir yfirskriftinni „Ljóða- söngur í Hannesarholti“. Gerrit Schuil er listrænn stjórnandi allra þessara viðburða og skipu- leggur þá í samstarfi við Hann- esarholt. Þeir söngvarar sem munu koma fram á tónleikum Hann- esarholts í vetur eru auk Elm- ars Ágúst Ólafsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Þóra Einarsdótt- ir, Rannveig Fríða Bragadóttir og Hanna Dóra Sturludóttir. Elmar í Hannesarholti Ný tónleikaröð hefst í Hannesarholti á morgun. MENNING Kynntar verða nýlegar rannsóknir á ADHD og afbrotahegðun og fjallað verður sérstaklega um rannsóknir á ADHD meðal íslenskra ungmenna og tengsl ADHD við lyfjamisnotkun, afbrot og falskar játningar við yfirheyrslu. Susan Young er dósent í klínískri réttarsálfræði við Imperial College í London og gestaprófessor við Bucks New University. Gísli H. Guðjónsson er prófessor emeritus í klínískri réttarsálfræði við King´s College í London og prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Susan og Gísli hafa unnið saman að fjölda rannsókna á ADHD á liðnum árum, meðal annars í samstarfi við rannsóknarteymi á sálfræðisviði Háskólans í Reykjavík. ADHD og afbrotahegðun Málstofa í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 22. september kl. 12:00-13:30 í stofu M209. Fyrirlesarar: Dr. Susan J. Young og dr. Gísli H. Guðjónsson A llir velkom nir DON CARLO eftir Giuseppe Verdi Frumsýning 18. október kl. 20 Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 Nýr kór:!! Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona og kórstjóri óskar eftir félögum í allar raddir í nýjan kór sem mun flytja metnaðarfulla efnisskrá af ýmsu tagi. Æft verður í Tónkvíslinní gamla íþróttahúsinu Lækjarskóla á miðvikudögum kl. 19.30-22.00. Æfingar hefjast 1. október nk. Elín Ósk veitir nánari upplýsingar í síma 862 4868 eða bara mæta á staðinn. FRIÐARDAGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Friðardagur Sameinuðu þjóðanna 21. September Kl. 15.00 á Friðardeginum verður athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem trúarleiðtogar munu sameina vatn glass síns við hinna í sameiginlegt ílát. Það táknar að í grunninn erum við það sama og höfum sama markmið sem er samfélag friðar, hamingju og framfara. Allir eru velkomnir og sýnum hvers vegna Ísland er friðsamasta þjóð á jörðu. Sameinuðu þjóðirnar hafa látið okkur í té merki sitt svo við getum með stolti notað það og látið aðra horfa til okkar svo við þurfum ekki að horfa annað. HEIMSFRIÐARSAMTÖK FJÖLSKYLDNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.