Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 42
Talsverð vakning hefur orðið hjá vínframleiðendum varðandi kassavínin síðustu ár. Áður var enginn sér-stakur stimpill á þessum kassavínum en menn hafa gert
sér grein fyrir að í þeim liggja mikil markaðstækifæri og leggja
meiri metnað í vínin en áður,“ segir Jóhann Marel Viðarsson,
þjónn og kennari hjá Vínskóla Ölgerðarinnar.
Hann segir hráefnið í kassavínunum ekki hafa verið af
miklum gæðum hér áður fyrr. „Þegar verið er að pressa vínber,
stilka og steina er ákveðinn djús sem er ekki æskilegur í fínni
vínum og þá var hann frekar notaður í kassavínin. Í dag er hins
vegar verið að nota betri djús í kassavínin auk þess sem fleiri
flottir framleiðendur hafa farið inn á þennan markað,“ segir Jó-
hann og bætir við að einnig hafi orðið vakning í umbúðahönn-
un. „Sumir kassanna sóma sér mjög vel uppi á borði.“
Kassarnir hafa marga kosti fram yfir hinar hefðbundnu flösk-
ur. „Í fyrsta lagi er mun hagkvæmara að kaupa vín í kassa. Það
má segja að fólk sé að fá fjórar flöskur á verði þriggja. Þá geym-
ist vínið mun lengur. Gera má ráð fyrir að vín í kassa geymist í
allt að fjórar til sex vikur eftir opnun, við rétt geymsluskilyrði.
Vín í flösku lifir ekki lengur en í þrjá til fjóra daga frá opnun,“
útskýrir Jóhann en ástæðan fyrir löngu geymsluþoli kassavín-
anna er að pokarnir sem vínið er geymt í eru lofttæmdir.
HENTUG Í FERÐALAGIÐ
Inntur eftir því hvar kassavínin eiga best við svarar
Jóhann glaðlega: „Í raun við öll tækifæri þar sem á að
gleðja sálina. En vissulega eiga þau einna best við í
ferðalagið, til dæmis í bústaðinn,“ segir Jóhann. Helstu
kostir kassanna í ferðalaginu eru auðvitað þeir að þeir
brotna ekki og auðvelt er að stafla þeim upp í bílnum.
Jóhann nefnir einnig að kassavínin séu hagkvæmur
kostur í brúðkaup. „Þá mætti til dæmis hella víninu yfir
í karöflur.“
En á hann sér uppáhaldsvín? „Já, ég er mjög hrifinn af
Lindemans-vínunum. Svo eru Giacondi-vínin alveg sér-
staklega fersk. Ég tók þátt í að smakka þau þegar þau
komu fyrst til landsins og þau náðu mér strax í byrjun,
en það er ekki alltaf þannig með kassavínin.“
KASSAVÍNIN ERU SNILLD
VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI
HANDHÆG Í FERÐALAGIÐ Mikil framför hefur orðið í þróun kassavína undanfarin ár. Þau þykja nærri því að vera á pari við flösku-
vínin en eru hagkvæmari kostur auk þess sem þau smellpassa í ferðalög, bústaðarferðir og í raun við hvaða tækifæri sem er.
PICCANTI ROSSO DI TOSCANA
ÍTALÍA – 5.799 KR.
Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt,
fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber,
lyngtónar. Hentar vel með svínakjöti,
alifuglakjöti sem og smáréttum.
MONTALTO NERO
D‘AVOLA MERLOT – 3 LÍTRAR
ÍTALÍA – SIKILEY – 5.999 KR.
Vín sem hentar vel með alifgula-
kjöti, pastaréttum, einnig flott með
reyktu kjöti.
MASI MODELLO ROSSO – 3 LÍTRAR
ÍTALÍA – VENETO – 6.650 KR.
Rúbínrautt. Létt fylling, þurrt, fersk sýra,
mild tannín. Dökk ber, krydd, blómlegt.
Smellpassar með pasta, grænmetisrétt-
um sem og smáréttum.
PICCANTI ROSSO DI TOSCANA
ITALÍA – 5.799 KR.
Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling,
ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsu-
ber, lyngtónar. Hentar vel með svína-
kjöti, alifuglakjöti sem og smáréttum.
LINDEMANS SHIRAZ / CABERNET
– 3 LÍTRAR
ÁSTRALÍA - 6.799 KR.
Kirsuberjarautt. Meðalfylling, hálfþurrt,
fersk sýra, mild tannín. Kirsuber, dökk ber,
plóma, minta. Þetta vín hentar vel með
alifuglakjöti, svínakjöti og grillmat.
LINDEMANS CHARDONNAY –
3 LÍTRAR
ÁSTRALÍA – 6.799 KR.
Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, þurrt,
fersk sýra. Suðrænn ávöxtur, ferskja. Flott
vín sem hentar með fiski og skelfiskrétt-
um alifgulakjöti og smárréttum.
M
Y
N
D
/D
A
N
ÍEL
Miklar framfarir Jóhann
Marel Viðarsson, þjónn
og kennari í Vínskóla Öl-
gerðarinnar, segir miklar
framfarir hafa orðið í
gæðum kassavína.
GIACONDI CABERNET – 3 LÍTRAR
ITALÍA – 5.770 KR.
Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt,
fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber,
plómur, laukfkrydd, jörð. Smellpassar með
nauta- og svínakjöti sem og gott með
ostum.
PICCINI LÍFRÆNT RÆKTAÐ RAUÐVÍN – 2 LÍTRAR
ÍTALÍA – TOSKANA – 4.499 KR.
Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, þurrt, fersk sýra,
mild tannín. Kirsuber, laufkrydd, sólbakað. Tveggja
lítra pakkning, Lífrænt ræktað vín, passar vel með
svína- og lambakjöti, einnig flott með grillmat sem og
smáréttum.
GIACONDI PINOT GRIGIO – 3 LÍTRAR
ÍTALÍA – VENETO – 5.999 KR.
Ljóssítrónugult. Létt fylling, þurrt, mild sýra.
Ljós ávöxtur, stjörnuávöxtur, krydd. Vín sem
passar sem fordrykkur með fiskréttum og
einnig grænmetisréttum.
GATO NERO CHARDONNAY – 3 LÍTRAR
CHILE – 5.799 KR.
Ljóssítrónugult. Létt fylling, þurrt, fersk sýra.
Epli, eplakjarni, sítrus. Þetta vín hentar sem
fordrykkur, einnig flott með fiski sem og skel-
fisk-réttum.
GATO NEGRO CABERNET
SAUVIGNON – 3 LÍTRAR
CHILE – 5.600 KR.
Rúbínrautt. Létt fylling, þurrt, mild sýra, mild tannín. Sæt-
kenndur rauður ávöxtur, berjaríkt. Vín sem flott er að neyta
með lambakjöti, grillréttum, ostum sem og pastaréttum.
IL BARONE ROSSO – 3 LÍTRAR
ÍTALÍA – 4.899 KR.
Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, smásætt,
mild sýra, lítil tannín. Kirsuber, jarðarber,
lyng .Flott vín með léttri villibráð, alifugla-
sem og svínakjöti og smáréttum.