Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 20
20. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 Þórður Ingi Jónsson thordur@frettabladid.is HELGIN 20. september 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... 3 2 Fyrir káta krakka Mér finnst svo frá-bært framtak hvernig ásýnd hverfisins breyt-ist með myndlist,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartansson en Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu á veggmynd hans í dag kl. 14.00 að Krummahólum í Breið- holti. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað endurskipulagning og ný torg myndu kosta, miðað við hvað þetta er sterkt, einfalt og gerir mikið. Hin verkin finnst mér mjög sterk, ég veit ekki með mitt verk reyndar,“ segir Ragnar en borgar- ráð ákvað í fyrra að fjölga opin- berum listaverkum í Breiðholtinu. Þar má því finna verk eftir Erró, Theresu Himmer og Söru Riel á húsveggjum víðs vegar um hverf- ið, auk minni veggmynda eftir ungmenni úr Miðbergi. Að sögn Ragnars er mynd- in hans upprunalega jólakort til kærustunnar en hann sendi hana inn þegar borgarráð bað um til- lögu frá honum. „Ég hef eiginlega aldrei sýnt svona myndir eftir mig opinberlega, ég hef verið að gera þetta mér til skemmtunar síðan ég man eftir mér. Þetta eru eins konar ljóðrænar myndasögur, ég nota myndasöguformið en þetta er ekki beint brandari, þetta eru bara svona melankólískar aðstæður,“ segir Ragnar. „Þetta orð „frísk- andi“ í myndinni er líka svo lúða- legt en samt svo gott orð. Mér finnst það svo skemmtilega aumk- unarvert. Síðan var þessi mynd birt í einhverri útgáfu í Bandaríkj- unum og þá þýddist þetta ofsalega illa.“ Ragnar vann verkið í samstarfi við Skiltamálun Reykjavíkur. „Ég var þarna til að læra af þeim, þeir eru svo geðveikt góðir,“ segir Ragnar en mynd hans er vatns- litamynd sem Skiltamálun stækk- aði upp fyrir húsvegginn. „Ég er svo mikill amatör í svona málum og það er ákveðin kúnst að gera þetta. Þetta hefði verið stórslys ef ég hefði verið látinn sjá um þetta. Mér finnst líka alveg eins og ég sé að reyna að vera „fönkí“ fertugi listamaðurinn að vinna með kúl ungu strákunum.“ - þij Fertugur með kúl ungu strákunum Veggmynd eft ir Ragnar Kjartansson vígð í Breiðholti. Vann verkið með Skilta- málun Reykjavíkur. Ragnar lýsir verkinu sem ljóðrænum myndasögum. Frosti Logason útvarpsmaður Tónleikar og messa „Ég ætla klárlega að fara á tónleika Kontinuum á Gauknum á laugardagskvöld. Það er hljómsveit sem maður mun klárlega fylgjast mjög vel með í framtíðinni. Sunnudaginn byrja ég á bröns í Stúdentakjallaranum og fer svo beint í messu að taka inn orð Guðs fyrir vikuna. Ég hef eiginlega aldrei sýnt svona myndir eftir mig opinberlega, ég hef verið að gera þetta mér til skemmtunar síðan ég man eftir mér. Þetta eru eins konar ljóðrænar myndasögur. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Á HJÓLAKEPPN- INA KexReið 2014 sem haldin er af Kexi Hosteli og Kría Cycles. Keppendur verða ræstir kl. 17 í dag við Vitagarð. Hjóla- leiðin er 30 kílómetrar og liggur brautin um Skúlagötu og Hverfisgötu. Einhverjar lokanir verða á þessum götum sökum keppninnar. Á SÆNSKA DANSTÓN- LISTAR-DÚÓIÐ ICONA POP, sem saman- stendur af þeim Caroline Hjelt og Aino Jawo. Lögin I Love It og We Got the World koma manni svo í helgarskap. BÓKINA KJAFT- AÐ UM KYNLÍF eftir Sigríði Dögg. Handbók sem leggur foreldrum og þeim sem starfa náið með börnum og unglingum til verkfæri til þess að kjafta um kynlíf á opinskáan og áreynslu- lausan hátt. Á SJÓNVARPS- ÞÁTTINN NEYÐARLÍNUNA sem hefur göngu sína á Stöð 2 á morgun kl. 20 og er í umsjón Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur. KÚL STRÁKAR Ragnar segir að myndlist breyti mjög ásýnd hverfisins. Snorri Helgason tónlistarmaður Tónleikar og stúdíó „Ég eyði deginum í dag í hljóð- prufur og undirbúning fyrir tónleika mína og trommuleik- arans Magnúsar Trygvasonar Elíassen í Mengi í kvöld. Eftir þá fer ég beint á Húrra og horfi á FM Belfast.“ Manuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi Prinsessukökur og afmæli „Ég er að fara baka fyrir barna- afmæli hjá dóttur vinkonu minnar. Svo kíki ég í haustpartí hjá Suit á Skólavörðustíg. Á morgun heldur mamma mín upp á afmælið sitt og helgin endar því á veislumat.“ Kolfinna Nikulásdóttir Reykjavíkurdóttir Þrefaldur spinning- tími og stefnumót „Ég byrja helgina í World Class og fer svo á Hamskiptin í kvöld. Eftir leikhús drekk ég Virgin cocktails á B5. Um kvöldið fer ég á stefnumót með sunnudagskærasta mínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.