Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 6
20. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | NÁTTÚRA Hreindýraveiðitímabilinu lýkur í dag, en kýr eru almennt veiddar til 20. september og tarfar til 15. september. Heildar kvótinn var 657 kýr og 620 tarfar. Allir tarf- arnir veiddust nema tíu. „Það hefur gengið treglega að úthluta síðustu daga þeim leyfum sem eru eftir vegna þess að það er síður að menn taki leyfi þegar það er þoka,“ segir Jóhann Guttormur Gunnarsson hjá Umhverfis stofnun. Jóhann Guttormur segist ekki merkja breytta hegðun dýranna vegna eldgossins í Holuhrauni. Enda séu dýrin langt frá gosinu sjálfu og það séu því bara loftefnin sem hafi áhrif á þau. Einn leiðsögumaðurinn hafi þó fundið fyrir viðbrögðum dýranna seinni partinn í síðustu viku. Þá var sá með tvo veiðimenn með sér og mesta brennisteinsdíox- íðið mældist í Reyðarfirðinum. „En þá var hann kominn upp í meiri hæð en þau svæði sem hrein- dýrin eru á og það var komið logn og móðan var farin að leggjast niður,“ segir Jóhann Guttormur. Annars hafi menn meira orðið varir við gos- efnin sem mökk í loftinu og þau hafi ekki náð til jarðar. „Menn hafa ekki verið að tala mikið um þetta og ég held að menn hafi verið dálítið heppnir með það hvernig þetta hefur lagst. Þetta hefur lagst á svæði þar sem ekki er mikið af dýrum,“ segir hann. - jhh Heildar- kvóti hreindýra á Íslandi. 1277 6 Mikil þoka leiddi til þess að treglega gekk að úthluta hreindýraveiðileyfum síðustu daga veiðitímabilsins: Tíu tarfar urðu eftir af hreindýrakvótanum Á VEIÐUM Sævar Guðjónsson, leið- sögumaður frá Mjóeyri, mundar byssuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Þingfesting í máli 35 ára manns sem ákærður er fyrir sérstaklega hættulega lík- amsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Honum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 9. september 2012, á veitingastaðnum Dillon við Laugaveg, slegið mann ítrekað með glerflösku í höfuðið með þeim afleiðingum að hann hlaut mörg opin sár á höfði. Árásar- maðurinn er krafinn um eina milljón króna í miskabætur. - hó Þingfesting í héraðsdómi: Sleginn ítrekað með flösku Otrivin Comp - gegn nefstíflu og nefrennsli Andaðu með nefinu BRETLAND Alex Salmond, fyrsti ráðherra skosku stjórnarinnar, ætlar að láta af ráðherraembætti og embætti formanns skoska Þjóð- arflokksins. Ákvörðunin var tilkynnt í gær en Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í fyrradag. Um 55 prósent kjósenda greiddu atkvæði með áframhaldandi aðild að breska sambandsveldinu en 45 prósent kjósenda greiddu atkvæði með aðskilnaði. Eftir að úrslitin lágu fyrir hvatti Salmond flokkana sem aðhyllast sameinað Bretland að treysta Skotum fyrir meiri áhrif- um innan sambandsveldisins. David Cameron, forsætisráð- herra Breta, fagnar úrslitunum og sagði í gær að Bretar myndu sýna samstöðu. Staðið yrði við loforð um að skoska þingi fengi aukin áhrif. Hann hefur skipað Smith lávarð af Kelvin til þess að hafa umsjón með nauðsynlegum aðgerðum til að loforðunum verði framfylgt. Cameron sagði líka að það þyrfti að fást niðurstaða við „ensku spurningunni“ eins og hún er kölluð. Það er hvort þingmenn frá Skotlandi, Norður-Írlandi og Wales fái aukin áhrif á málefni Englands. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, fagnaði líka niður- stöðunni og óskaði Skotum til hamingju með lýðræðislegar kosningar. „Við eigum enga nán- ari bandamenn en breska kon- ungsveldið. Og við hlökkum til samskipta okkar við fólkið í Bret- landi og Norður-Írlandi við að fást við þau verkefni sem allur heim- urinn stendur andspænis í dag,“ sagði Obama í yfirlýsingu. Sterk viðbrögð urðu við úrslitunum á breskum mörkuðum. Royal Bank of Scotland tilkynnti að bankinn yrði áfram með höfuðstöðvar í Skotlandi, en stjórnendur bankans höfðu hótað því að þær yrðu flutt- ar. Þá hækkuðu hlutabréf í bresku Kauphöllinni umtalsvert. jonhakon@frettabladid.is Aðgerðir til að efna loforðin við Skota Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í fyrradag. For- sætisráðherra Breta fagnar niðurstöðunni og heitir því að staðið verði við loforð um að auka áhrif skoska þingsins. Nauðsynlegt sé að svara „ensku spurningunni“. NIÐURSTÖÐUNNI FAGNAÐ Samveldissinnar höfðu ástæðu til að gleðjast aðfara- nótt föstudagsins. NORDICPHOTOS/AFP Pauline McCarthy hefur búið hér á Íslandi um nokkurt skeið og vildi aðskilnað Skota. „Ég held að margir þeirra sem sögðu nei hafi verið hræddir,“ segir hún um niðurstöð- ur kosninganna. „Pabbi aðhylltist aðskilnað og svo mánuði fyrr skipti hann um skoðun og kaus sameinað Bretland,“ segir McCarthy. Þegar hún hafi spurt föður sinn um breytta afstöðu hafi hann sagt að hann væri hræddur um að missa eftirlaunin sín ef Skotar yrðu sjálfstæðir. Nú sé að bíða og sjá hvort staðið verði við loforð um aukin áhrif Skota. „Í raun eru þetta eintóm loforð því Cameron hefur ekki umboð til þess að gefa þessi loforð. Margir þingmenn munu leggjast gegn því að Skotar geti haft áhrif á málefni Englands án þess að Englendingar geti haft áhrif á Skota,“ segir hún. Margir sem sögðu nei voru hræddir BRETLAND „Þetta var vissulega niðurstaðan sem breska ríkis- stjórnin vonaðist eftir,“ segir Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi, um niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Skotlandi. „Fólkið hefur sagt sína skoðun og nú tökum við næstu skref út frá því.“ Gill segist telja það mikilvægt að skoða niðurstöður atkvæða- greiðslunnar og taka tillit til þess að 45 prósent kosningabærra Skota hafi kosið sjálfstæði þjóðar sinnar. „Skoska þjóðin hefur nú meðal annars greitt atkvæði með sterk- ara þingi,“ segir Gill. „Það er þess vegna sem Cameron hefur tilkynnt að hann muni ásamt Smith lávarði af Kelvin ganga hratt til verks við að innleiða þessar nýju tillögur um aukið framsal valds.“ Gill á ekki von á því að sam- band Englendinga og Skota breyt- ist mikið í kjölfar kosninganna. Saga Bretlandseyja hafi í gegn- um tíðina mótast af fjölmörgum stjórnar skrárbreytingum. „Síð- ustu 307 árin hafa þessar breyt- ingar svo átt sér stað innan sam- bandsins, og því verður eins háttað nú,“ segir hann. „Það verða breytingar en þær verða allar gerðar innan sambandsins.“ - bá Sendiherra Breta telur það mikilvægt að taka tillit til úrslita kosninganna: Niðurstaðan sem stjórnin vildi SÁTTUR VIÐ NIÐURSTÖÐ- UNA Stuart Gill sendiherra segir að bresk stjórn- völd muni sem fyrst innleiða breytingar á sam- bandi Englands og Skotlands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.