Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 98
20. september 2014 LAUGARDAGUR | MENNING | 58
LAUGARDAGUR
SUNNUDAGUR
21. SEPTEMBER
Kringlan | Smáralind
/#galleri17/gallerisautjan /ntc.is/
5 litir í boði
Nýtt
kortatímabil...
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Tónleikar
16.00 Raggi Bjarna spilar ástæl lög sín í
Hörpu í dag. Miðaverð er 5.990 krónur.
20.00 Bat Out of Hell - Meat Loaf
tribute-tónleikar verða í HOF Culture
Center á Strandgötu 12 í Akureyri í
kvöld. 7.900 krónur inn.
21.00 Tónlistarmennirnir Snorri Helga-
son og Magnús Trygvason Eliassen eru
gamlir vinir. Þeir dýrka hvor annan. Þeir
eru búnir að spila saman tónlist síðan
þeir voru 18 ára og þeir eru ennþá að
vinna saman. Þeir ætla að spila saman
alls konar tónlist í Mengi í kvöld.
21.00 Boogie Trouble heldur tónleika
með miklum elegans á Kexi Hosteli
laugardagskvöldið 20. september kl. 21
og er aðgangur með öllu ókeypis. Diskó-
boltarnir í Boogie Trouble hafa vakið
mikla lukku hvar sem þau hafa komið
við undangengin misseri með dans-
vænni, fjörugri og ferskri popptónlist
í diskódressi.
22.00 Stebbi og Eyfi flytja öll sín
þekktustu lög í bland við dægurperlur
Simons & Garfunkels. Þeir munu
einnig spjalla við tónleikagesti á léttu
nótunum og segja óborganlegar sögur
úr bransanum og einkalífinu. Þeir spila
á Græna hattinum á Akureyri í kvöld.
22.00 FM Belfast spila fyrir dansi á
Húrra í kvöld. Svo verður partí alla
nótt með DJ Solaris Sun Glaze. Miða-
verð er 2.000 krónur.
23.00 Rokksveit Jonna Ólafs heldur
tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka-
stíg 8, í kvöld. Aðgangur er ókeypis.
Leiklist
20.00 Í kvöld verður einleikurinn
Lík mitt eftir pólska leikskáldið og
leikararann Boguslav Kierc flutt í
Gaflaraleikhúsinu. Verkið er byggt á
ljóðum stórskáldsins Adam Mickie-
wicz. Það verður flutt með íslenskum
texta og sjónlýsingu fyrir blinda og
sjónskerta. Allir eru velkomnir og
aðgangur er ókeypis. Panta þarf sæti
tímanlega.
Sýningar
14.00 Í dag er opnun sýningar í
tilefni 10 ára afmælis litháíska
sunnudagaskólans í Kringlusafni,
Kringlunni. Allir velkomnir.
Síðustu forvöð
20.00 Seinasta kvöld af sýningu Jónu
Hlífar Halldórsdóttur er í Kunstschlag-
er á Rauðarárstíg 1 í kvöld.
Íþróttir
11.30 Í dag fara fram tvær keppnir
á kvartmílubrautinni. Þriðja umferð
íslandsmótsins í kvartmílu og King
of the Street. Tímatökur fyrir báðar
keppnirnar hefjast kl. 11.30. Keppni
í íslandsmótinu hefst svo kl. 13.15
og í King of the Street mun keppnin
hefjast um klukkustund síðar eða um
14.15. Miðaverð er aðeins 1.000 kr.
og frítt fyrir 12 ára og yngri.
13.00 Um helgina er ein erfiðasta
keppnin í rallíkrossi sem haldin er ár
hvert af rallíkrossdeild AÍH. Hún er
haldin 20. og 21. september á Akst-
ursíþróttasvæði AÍH í Kaphelluhrauni
í Hafnarfirði. Miðaverð er 1.000 kr. en
frítt er fyrir 12 ára og yngri.
17.00 KexReið 2014 er hjólreiða-
keppni Kex Hostels og Kríu Cycles
og verður hún haldin að öðru sinni
í dag. KexReið er haldin í Skugga-
hverfinu um braut sem liggur um
Skúlagötu og Hverfisgötu og er um
að ræða 30 kílómetra leið og verða
keppendur ræstir kl. 17 við almenn-
ingsgarð Kex Hostels sem flestir
þekkja nú sem Vitagarð. Hámarks-
fjöldi keppenda í KexReiðinni í ár er
eitt hundrað og fer skráning fram í
gegnum www.kexland.is og er þátt-
tökugjald 2.500 kr.
Söngskemmtun
20.00 Í kvöld verður opið og ókeypis
karókíkvöld á Kaffi- og ölstofu Tjarn-
arbíós frá klukkan átta. Tilvalið fyrir
alla sem syngja í sturtu, í bílnum eða
bara hvar sem er.
Pub Quiz
20.00 Heimdallur býður í pub quiz
næsta laugardagskvöld í Valhöll
á Háaleitisbraut 1. Spurningarnar
verða fjölbreyttar og skemmtilegar.
Nóg af bjór er í boði fyrir bæði þá
sem vita allt og hina sem vita aðeins
minna.
Málþing
14.00 Málþing um íslensku lopa-
peysuna verður haldið í Bókasafni
Mosfellsbæjar l í dag frá kl. 14-16.
Tilgangurinn með málþinginu er að
kalla eftir upplýsingum frá almenn-
ingi. Það væri gagnlegt að fá að sjá
peysur, munstur, greinar og nöfn
prjónakvenna. Gestir sem koma á
málþingið eru hvattir til að koma
með upplýsingar, ljósmyndir, peysur
og annað fróðlegt sem gæti gagnast
rannsóknarverkefninu.
Dans
22.00 Dansa meira með Má og
Nielsen verður haldið á Kaffibarnum
í kvöld.
Tónlist
20.00 Trúbadorarnir Alexander &
Guðmann / Ellert spila á English Pub
í kvöld.
21.00 DJ Logi Pedro spilar á Prikinu
í kvöld.
21.00 DJ Smutty Smiff byrjar á
Lebowski Bar í kvöld og síðan tekur
DJ Anna Brá við.
21.00 DJ Benson is fantastic spilar
fyrir dansi á Palóma í kvöld.
21.00 DJ Dong spilar óskilgreinda
dongtónlist á Frederiksen Ale House
í kvöld.
21.00 KSF spilar á Palóma og svo
verður leyniplötusnúður.
Myndlist
12.00 Einn helsti graffari Svíþjóðar,
Jonathan Josefsson sýnir gröffuð
teppi sín í Norræna húsinu í dag.
Listamaðurinn verður viðstaddur á
opnunardeginum og spjallar við gesti
og gangandi frá kl. 12-17.
14.00 Curver Thoroddsen er með
síðustu sýninguna í núverandi rými
ÞOKU og er róf gráskalans meðal
viðfangsefna. Curver sýnir vídeó-
gjörning sem hann vann sérstaklega
fyrir þessa sýningu og tók upp í gall-
eríinu. Á húmorískan, einfaldan og
einlægan hátt leikur hann sér með
gráskalann og andstæða póla hans,
svartan og hvítan, nema að hann
gerir það í lit.
14.00 Kristín Pálmadóttir opnar
sýninguna Hlýnun laugardaginn 20.
september í sýningarsal félagsins
Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu
hafnarmegin. Meginviðfangsefni
Kristínar síðustu árin hefur verið
ljósmyndaæting og málun. Myndefni
í báðum miðlum tengjast náttúrunni,
krafti hennar og breytingum. Hvaða
áhrif hefur hlýnun jarðar á umhverfi
okkar. Sýningin stendur til 5. október
2014 og er opin fimmtudaga til
sunnudaga frá klukkan 14-18.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Tónleikar
18.30 Í kvöld efna Breytendur - Change-
maker Iceland til pönktónleika í Hell-
inum úti á Granda (Hólmaslóð 3) til að
mótmæla olíuvinnslu við Íslandsstrendur.
Aðgangseyrir eru litlar 500 krónur en
hljómsveitirnar Buxnaskjónar, Börn, Kælan
mikla og Caterpillarmen koma fram.
22.00 Ábreiðuhljómsveitin Goðsögn spilar
klassískt rokk á Hressó í kvöld.
Sýningar
14.00 Trúðleikur, drepfyndin og hjart-
næm fjölskyldusýning fyrir alla fjölskyld-
una sem hefur fengið frábærar viðtökur
bæði áhorfenda og gagnrýnenda verður
sýnd í Tjarnarbíói í dag.
Kvikmyndir
15.00 Í dag verður sýnd í MÍR, Hverfis-
götu 105, leikin kvikmynd byggð á ævi-
sögu eins frægasta ballettdansara allra
tíma, Vaslavs Nizhinskíj. Á fyrstu árum
síðustu aldar var hann talinn fremstur
allra karldansara og dáður um heim
allan, en hann glímdi lengi við þungbær
geðræn veikindi. Aðgangur ókeypis.
Málþing
17.00 Málstofa FAAS, Félags aðstand-
enda alzheimerssjúklinga og annarra
skyldra sjúkdóma heldur málstofu um
forvarnir og heilabilun á Grand Hóteli,
Hvammi í dag á milli 17 og 19.
Ljósmyndasýningar
12.00 Sýning Marks Chester, Twosomes,
opnuð í dag. Hún er afrakstur af því að
listamaðurinn ferðaðist með myndavél á
sér í meira en 40 ár.
Leiðsögn
14.00 Halldór Björn Runólfsson, safn-
stjóri Listasafns Íslands, leiðir gesti um
sýninguna Í ljósaskiptunum. Sýningin
tekur mið af þeim magnaða hluta sólar-
hringsins, sem hvorki er dagur né nótt
heldur bil milli beggja. Verk sýningarinnar
eru öll eftir íslenska listamenn úr safneign
Listasafns Íslands, og spanna tímabilið frá
1900 til 2013.
15.00 Í dag tekur Sólveig Aðalsteins-
dóttir myndlistarmaður þátt í leiðsögn og
ræðir við gesti um verk sín á sýningunni
Rás, sem nú stendur yfir í Hafnarborg.
Sýningarstjóri Rásar er Helga Þórsdóttir
menningarfræðingur en hugmynd hennar
að þessari sýningu var valin úr innsendum
tillögum síðastliðið haust þegar kallað
var eftir tillögum að haustsýningu 2014
í Hafnarborg. Rás er fjórða sýningin í
haustsýningaröð Hafnarborgar en nú er
kallað eftir tillögum að sýningu í safninu
haustið 2015.
Dansleikir
20.00 Dansað verður í Félagsheimili
eldri borgara í Reykjavík í Stangarhyl 4 á
sunnudagskvöld frá kl. 20 til 23. Hljóm-
sveitin Klassik leikur fyrir dansi. Félagar
taki með sér gesti. Aðgangseyrir er 1.800
krónur en 1.500 krónur gegn framvísun
félagsskírteinis.
Myndlist
00.00 Breski myndlistarmaðurinn S.
Mark Gubb sýnir verk sitt Pura Vida á
Gallerý Skilti sem er utan á húsinu að
Dugguvogi 3, 104 Reykjavík (á horni
Dugguvogs og Kænuvogs).
11.00 Sýning listamannsins Hrafnkels
Sigurðssonar verður opnuð í dag í i8
Gallery, Tryggvagötu 16. Opið til 17.
Stendur til 4. október.
Samkoma
14.00 Almenningur mun fylkja liði
víðs vegar um heim til að krefjast þess
að gripið verði til aðgerða til að hefta
útblástur gróðurhúsalofttegunda. Til þess
að undirstrika kröfur um að stjórnvöld
axli ábyrgð, taki ógnina sem felst í lofts-
lagsbreytingum alvarlega og grípi til
aðgerða, munu gestir taka þátt í þessum
alheimsviðburði með kröfugöngu og úti-
fundi í Reykjavík. Safnast verður saman
við hið svokallaða Drekasvæði sem stað-
sett er á horni Njálsgötu, Frakkastígs og
Kárastígs og labbað sem leið liggur niður
á Austurvöll.
15.00 Á sunnudaginn verða Bókaverðlaun
barnanna veitt við hátíðlega athöfn í
Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15. Þá
kemur í ljós hvaða tvær barnabækur, af
þeim bókum sem gefnar voru út á síðasta
ári, eru bestar að mati barna á aldrinum
sex til tólf ára. Valið á bókunum fór að
venju fram á heimasíðu Borgarbókasafns
og í grunnskólum og bókasöfnum um
allt land.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
20. SEPTEMBER
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Frá kr.
69.900
9. október
í 4 nætur
Frábær 4 nátta helgarferð – allra síðustu sætin!
Frá kr. 69.900
Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Ilf í 4 nætur með
morgunmat. Sértilboð 9. október.
Prag
ð
v
e
ð
v
e
ð
ve
ð
v
e
ð
v
e
ð
v
e
ð
v
e
ð
v
e
ð
ve
ðððð
g
e
g
e
gggggggggggggggggggg
rð
g
ð
g
rð
gggggggggg
rð
g
ð
g
rð
g
rð
g
rð
g
rð
g
rð
g
tu
r
b
ur
re
ys
t
r
á
Ót
rúl
eg
t v
erð