Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 82
20. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42
Fyrir viku síðan hóf ég að segja á þessum vettvangi hina undar-legu sögu um hollenska Austur-Indíafarið Batavíu, en sagan snýst reyndar fyrst og fremst um það sem gerðist eftir að skipið fórst í
júní 1629. Og þar lauk einmitt frásögninni
fyrir viku að skipið var að liðast í sund-
ur á strandstað sínum við smáeyju um 80
kílómetra undan ströndum Ástralíu. Skip-
stjórinn Ariaen Jakobsz og leiðangursstjór-
inn Francisco Pelsaert sigldu strax á brott á
stærsta og best búna björgunarbáti Batav-
íu og hugðust reyna að finna vatn og vistir
á strönd Ástralíu en ef það tækist ekki, þá
freista þess að sigla alla leiðina til eyjarinn-
ar Jövu, þar sem voru aðalbækistöðvar Hol-
lendinga, í borg sem hét einmitt líka Batavía
en er nú Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Það
var hins vegar langa leið að fara og um að
mestu ókannað hafsvæði svo þeir tæplega
200 skipverjar og farþegar sem eftir urðu á
eyjunni gátu ekki gert sér neinar sérstakar
vonir um að þeim yrði bjargað á næstunni.
Í raun var um nokkrar lágar smáeyjar
að ræða og fremur grunn sund voru milli
þeirra. Mikið var af fugli á eyjunum og
skipbrotsmenn höfðu bjargað þó nokkrum
matarbirgðum úr skipsflakinu, svo hung-
ur vofði ekki yfir þeim fyrstu vikurnar, en
hins vegar fundust í fyrstu engar vatns-
uppsprettur svo ljóst var að þorstinn yrði
erfiður. Ungur kaupmaður að nafni Jeron-
imus Cornelisz hafði verið aðstoðarmaður
Pelsaert leiðangursstjóra og hann tók sér því
vald yfir skipbrotsmönnunum. Eitt af fyrstu
verkum hans var að senda hóp dugmikilla
hermanna, sem höfðu verið um borð í Batav-
íu, yfir á nálæga eyju til að leita að vatni.
Voru þeir fluttir þangað á lítilli skektu undir
forystu Wiebbe nokkurs Hayes.
Furðulegt og ógnarlegt tímabil
En það bjó ýmislegt undir þeirri sendiferð
af hálfu Cornelisz. Í huga kaupmannsins
unga bjó hið ægilega smit valdasýkinnar
og hann hafði gert sér grein fyrir að Hayes
væri svo röskur maður að ef hann yrði
um kyrrt á aðaleyjunni myndi hann verða
Cornelisz hættulegur keppinautur um
„völdin“ í samfélagi skipbrotsmannanna.
Og þótt þeir hírðust þarna við hörmulegar
aðstæður lengst úti í ballarhafi og lang-
líklegast að allir myndu deyja úr vosbúð
og þorsta áður en lyki, þá var baráttan um
völdin Cornelisz samt efst í huga. En fleira
kom líka til. Eins og ég sagði stuttlega frá
fyrir viku, þá höfðu Jacobsz skipstjóri og
Cornelisz haft í undirbúningi uppreisn
gegn Pelsaert og höfðu þeir ætlað að taka
yfir skipið og leggjast síðan í sjórán. Sú
uppreisn var í þann veginn að brjótast út
þegar Batavía strandaði, og Pelsaert áttaði
sig áreiðanlega á því hvað í vændum var,
þótt hann vissi reyndar ekki af hlutdeild
skipstjórans. Cornelisz hlaut hins vegar að
ganga út frá því að ef leiðangursstjórinn
kæmist lifandi til byggða myndi Jacobsz
benda á sig sem vitorðsmann og hann
þyrfti ekki að kemba hærurnar. Sama yrði
upp á teningnum ef Wiebbe Hayes tæki
völdin á eyjunni. Hann myndi þá komast
að því fyrr eða síðar að Cornelisz hefði
ætlað að gera uppreisn og segja frá öllu
saman ef þeim yrði einhvern tíma bjargað.
Þess vegna voru Hayes og hinir hermenn-
irnir sendir burt; Cornelisz ætlaðist til
þess að þeir dræpust úr þorsta á eyjunni
sem þeir voru sendir til.
Eftir að þeir voru farnir hófst furðulegt
og ógnarlegt tímabil á aðaleyjunni. Cornel-
isz gerðist einræðisherra yfir skipbrots-
mönnunum og naut aðstoðar þeirra skip-
verja af Batavíu sem höfðu ætlað að taka
þátt í uppreisninni með honum. Þeir höfðu
ráð annarra skipbrotsmanna í hendi sér af
því þeir höfðu undir höndum þau vopn sem
Wiebbe Hayes og hermenn hans höfðu verið
taldir á að skilja eftir þegar þeir héldu brott.
Skemmst er frá því að segja að á örfáum
vikum varð lífið á eyjunni að hreinu helvíti
fyrir alla aðra en Cornelisz og hyski hans.
Þegar matarbirgðir fóru minnkandi fóru
þeir félagar að myrða aðra skipbrotsmenn
svo þeir hefðu örugglega sjálfir nóg að bíta
og brenna, fyrst voru morðin framin í laumi
en svo var farið að drepa fólk fyrir allra
augum. Og ekki einungis í því skyni að spara
matarbirgðir, heldur gat fólk átt á hættu að
vera drepið út af hvaða tylliástæðu sem var
– eða hreinlega af því Cornelisz og menn
hans voru í vondu skapi. Og þeir þyrmdu
engum. Það höfðu þó nokkur börn verið
meðal farþega á Batavíu og þau voru drepin
alveg jafnt og fullorðnir. Reynar var konum
þyrmt en það var aðeins vegna þess að þær
voru hnepptar í kynlífsþrældóm fyrir Corn-
elisz og menn hans. Ein þeirra, hin fagra
Lucretía, sem hafði verið svívirt svo illa um
borð í Batavíu sem átti að „hrista saman“
hóp uppreisnarmanna, hún var þó frátekin
fyrir Cornelisz einan. Og Cornelisz fór brátt
að skipuleggja að láta krýna sig til konungs
yfir eyjunni.
Valdapot og kúgun
Þetta hljómar allt svo fáránlega að lesend-
um fyrirgefst þótt þeir skelli upp úr yfir
vitleysunni – að standa í svo grimmilegu
valdapoti og kúgun yfir aðframkomnum
skipbrotsmönnum á eyðieyju. En þetta var
ekkert fyndið. Það sem Cornelisz og menn
tóku upp á var margt svo viðurstyggilegt
að engin leið er að segja frá því í virðulegu
blaði eins og Fréttablaðinu. Á tveim mánuð-
ÓGEÐSVERK
Á EYÐIEYJU
Skemmst
er frá því að
segja að á
örfáum vikum
varð lífið á
eyjunni að
hreinu helvíti
fyrir alla aðra
en Cornelisz og
hyski hans.
Þegar matar-
birgðir fóru
minnkandi
fóru þeir
félagar að
myrða aðra
skipbrots-
menn.
um drápu þeir um 120 manns. Mörgum tókst
að flýja yfir á litlu eyjuna þar sem hinn knái
Wiebbe Hayes og dátar hans höfðu reyndar
fundið vatn og stýrðu þaðan andstöðu gegn
kúgunarstjórn Cornelisz. Tveimur mánuð-
um eftir strandið kom Pelsaert hins vegar
siglandi öllum að óvörum, hann hafði náð
alla leið til Batavíu á Jövu og fékk þar skip
til að fara og bjarga skipbrotsmönnum. Og
nú fengu Cornelisz og menn hans vissu-
lega makleg málagjöld og flestir teknir af
lífi. Það voru til dæmis höggnar af honum
hendurnar með hamri og meitli og hann
svo hengdur. Jacobsz var pyntaður grimmi-
lega en játaði enga aðild að hinni fyrirhug-
uðu uppreisn og ekki er ljóst hvað af honum
varð. Lucretía var ákærð fyrir að hafa
tekið þátt í grimmdarverkum, þar á meðal
morðum, meðan hún var tilneydd fylgi-
skona Corn elisz en virðist hafa verið sýknuð.
Pelsaert slapp ekki heldur. Hann var sakað-
ur um lélega stjórn á leiðangrinum og bæri
því vissa sök á því hvernig fór. Hann var
dæmdur frá eigum sínum og dó ári seinna,
niðurbrotinn maður.
Grimmdarmennska
En verst af öllu var orðspor mannsins leikið
með þessu. Verst af öllu var nefnilega ekki
Cornelisz sjálfur, hans líkar leynast víða
í mannkynssögunni, bæði stórir og smáir,
heldur er dapurlegast að horfast í augu við
að menn hans skyldu leiðast svo skjótt og
örugglega út í að taka þátt í morðum, nauðg-
unum og grimmdarverkum – bara af því
þeir höfðu tækifæri til og hann atti þeim
áfram. Þeir voru áreiðanlega upp til hópa
engu meiri illmenni eða samviskulausari
en fólk er flest, en allir létu sig hafa það að
taka þátt í þessum ógeðsverkum. Það sem
þarna gerðist var í rauninni nákvæmlega
það sama og gerðist til dæmis í Þýskalandi á
tímum nasista, þótt í smærri stíl væri: meira
og minna venjulegir menn fóru á skelfilega
skömmum tíma að líta á það sem eðlilegan
og sjálfsagðan hlut að murka lífið úr sam-
borgurum sínum og svívirða þá á alla lund,
bara af því þeir gátu það. Og af því yfir-
völdin – annars vegar nasistastjórnin, hins
vegar Cornelisz – brutu markvisst og vís-
vitandi niður alla þá viðteknu samfélags-
og siðferðismúra sem ansi margir þurfa
greinilega á að halda til að missa sig ekki út
í einhverja grimmdarmennsku. En haldi nú
einhver að góðan guð hafi vantað á eyjuna
og því hafi allt leiðst út í þessar hörmungar,
þá er það misskilningur – Jeronimus Cornel-
isz var einmitt sérlega trúaður maður, hann
kunni Biblíuvers í bak og fyrir og var jafn
sannfærður um það og hver kristinn maður
annar að hann gengi á miðjum guðs vegum.
HELVÍTI Á JÖRÐ Hollensk trérista sem á að sýna villimennskuna á eyðieyjunni þar sem Batavía strandaði.
FLÆKJUSAGA
Illugi Jökulsson
heldur áfram að
segja sögu um
hollenska
austurindía-
farið Batavíu.
Af þeirri sögu
má draga
ýmsa lær-
dóma – og
flesta ófagra.
Strandstaðurinn
Indlandshaf
Java
Hollensku
Austur-Indíur
Batavía/
Djakarta
Malajaskagi
Súmatra
Borneó
ÁSTRALÍA
✖
SÖGUSVIÐIÐ
F
A
S
TU
S
_E
_1
7.
08
.1
3
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00
Hakkavélin frá Sirman er alvöru
tæki sem afkastar 25kg/10mín.
Úrbeiningahnífarnir frá Granton
eru heldur ekkert lamb að leika
sér við.
Harðjaxlar í eldhúsið