Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 40
FÓLK|HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Íslenska hljómsveitin Fufanu mun hita upp fyrir tónlistar-manninn heimsfræga Damon
Albarn í Royal Albert Hall í Lond-
on í nóvember. Damon Albarn,
sem er ein skærasta poppstjarna
heims síðustu tveggja áratuga,
er þekktastur sem söngvari Blur
og aðalforsprakki hljómsveitar-
innar Gorillaz sem selt hefur yfir
17 milljónir platna undanfarin ár.
Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson,
söngvari og trompetleikari Fuf-
anu, kom auk þess að upptök-
um á fyrstu sólóplötu Damons
Albarn sem kom út fyrr á árinu
og spilaði á trompet með hljóm-
sveit hans á stóru tónleikaferða-
lagi í sumar. Hann segir þá félaga
hlakka mikið til tónleikanna og
þeir séu alls ekkert stressaðir
enda hafi orðið mikið spennufall
hjá þeim eftir að Damon tilkynnti
fréttina á Facebook-síðu sinni á
miðvikudag. „Tónleikarnir verða
stórt tækifæri fyrir okkur og þar
sem við erum á sviðinu í Royal
Albert Hall verður auðvitað öll
athyglin á okkur. Það labbar
enginn út úr salnum þannig að
vonandi verðum við ekki allt of
leiðinlegir. Við fáum um 30 mín-
útur og ætlum að reyna að nýta
þær eins vel og við getum.“ Auk
Hrafnkels skipa hljómsveitina
Guðlaugur Einarsson gítarleikari,
en þeir eru báðir á 22. aldursári,
og Frosti Gnarr Jónsson tommu-
leikari sem er á 28. aldursári.
Það vekur óneitanlega athygli
þegar 22 ára trompetleikari frá
Íslandi kemur að gerð fyrstu
sólóplötu svo stórrar popp-
stjörnu sem Damon Albarn
er. Faðir Hrafnkels, Einar Örn
Benediktsson, sem lék í Sykur-
molunum á sínum tíma og í
Ghostigital undanfarin ár, er
góður vinur Damons og því hefur
Hrafnkell þekkt hann nánast alla
ævi. „Damon er mikill vinur fjöl-
skyldunnar og hefur stutt mig
alla tíð í tónlistariðkun minni.
Hann treysti mér því fullkomlega
fyrir þessu stóra verkefni og til
að taka þátt í tónleikaferðinni
með honum í sumar.“ Eftir að
Hrafnkell hafði spilað hin nýju
lög Fufanu fyrir Damon í tón-
leikarútunni í sumar bauð hann
hljómsveitinni að hita upp fyrir
sig um haustið.
SKRAUTLEGT SUMAR
Það var ekki síður mikil upp-
lifun fyrir Hrafnkel að vera á
tónleikaferðalagi með Damon
og sveit hans í sumar. „Það er
ekki hægt að segja annað en að
þetta hafi verið skemmtilegur
tími. Ég hef náttúrulega alist upp
við tónlist hans, meðal annars
Blur, Gorillaz, The Good, the Bad
& the Queen og Rocket Juice &
the Moon. Hann er auk þess stór
partur af Africa Express-hópnum
sem tengir saman tónlistarmenn
frá Vesturlöndum og Afríku. Í
sumar varð maður svo partur af
þessu ævintýri.“ Hrafnkell var
hluti af 30 manna hljómsveit sem
innihélt meðal annars sex manna
kór og rappara. „Það var óneitan-
lega sérstök tilfinning að spila
trompetsólóið í laginu End of the
Century sem Blur gerði svo frægt
á sínum tíma. Við spiluðum á
mörgum tónlistarhátíðum og tón-
leikum og stundum fyrir jafnvel
tugi þúsunda áhorfenda. Damon
sjálfur er magnaður listamaður
og sjálfsagt á enginn núlifandi
tónlistarmaður jafn fjölbreyttan
feril og hann.“
Meðlimir Fufanu eru að leggja
lokahönd á fyrstu breiðskífuna
sem kemur vonandi út í lok árs
að sögn Hrafnkels. „Við erum
komnir á samning hjá One Little
Indian í London en það fyrir-
tæki hefur löngum verið duglegt
að semja við íslenska tónlistar-
menn. Þetta er stórt tækifæri
fyrir okkur en það veltur svolítið
á þeim hver næstu skref verða.“
Nánari upplýsingar um Fufanu
og tóndæmi má finna á Facebook-
síðu sveitarinnar. ■ starri@365.is
STÓRT TÆKIFÆRI
ÆVINTÝRI Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, 22 ára söngvari og trompetleik-
ari Fufanu, hefur þekkt Damon Albarn frá unga aldri. Hrafnkell kom að upp-
tökum fyrstu sólóplötu Albarns og túraði með hljómsveit hans um Evrópu í
sumar. Fufanu hitar upp fyrir tónlistarmanninn í London í nóvember.
EKKERT
STRESS
„Við fáum um
30 mínútur og
ætlum að reyna
að nýta þær
eins vel og við
getum,“ segir
Hrafnkell Flóki
Kaktus Einarsson
sem er lengst
til vinstri. Fyrir
miðju er Frosti
Gnarr Jónsson og
til hægri er Guð-
laugur Einarsson.
MYND/ERNIR
Útsölustaðir:
Hagkaup lífræna deildin, Fjarðarkaup - Fræið heilsuhornið, Heilsuhúsið,
Blómaval – heilsuhornið, Lifandi markaður Borgartúni
www.icecare.is - Netverslun
Pana Chocolate
Súkkulaði sem er gott fyrir þig…
• Náttúruleg ofurfæða
• Enginn unninn sykur!
• Framleitt við lágan hita til að viðhalda
miklu magni næringaefna
• Inniheldur hrá lífræn- og náttúruleg
innihaldsefni
Allt okkar súkkulaði er bæði
hand- gert og innpakkað
Inniheldur lífrænt kakó sem er með mikið magn
af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum.
Ferðamálaskóli Íslands www.menntun.is Sími 567 1466
Meðal námsefnis:
Mannleg samskipti.
Helstu áfangastaðir
erlendis í máli og
myndum.
Mismunandi
trúarbrögð.
Saga landsins,
menning og listir.
Frumbyggjar og saga
staðarins.
Þjóðlegir siðir og hefðir.
Leiðsögutækni og ræðumennska.
Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Africa, Ameríka og Eyjaálfan.
Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra
í leiðsögn á erlendri grund.
Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson, Pétur Björnsson,
Jóhanna Kristjónsdóttir, Höskuldur Frímannsson, Magnús Björnsson,
Pétur Óli Pétursson, Bjarni Randver Sigurvinsson, Sr. Bragi Skúlason.
Fararstjórn erlendis
Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson fararstjóri, Pétur Björnsson konsúll Ítalíu á Íslandi,
Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður og fararstjóri, Höskuldur Frímannsson viðskiptafræðingur,
Ómar Valdimarsson blaðamaður, Magnús Björnsson fararstjóri í Kína, Pétur Óli Pétursso fararstjóri í
Rússlandi, Bjarni Randver Sigurvinsson kennari við Guðfræðideild H.Í. , Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur.