Fréttablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 10
20. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
STJÓRNSÝSLA Tvær auðar bygg-
ingarlóðir sem Reykjavíkurborg
á við Einarsnes 61 og Þrastargötu
1 verða ekki seldar hæstbjóðanda.
Borgarráð hefur þess í stað heimil-
að skrifstofu eigna og atvinnuþró-
unar að ráðstafa lóðunum.
Lóðirnar eru báðar merktar
undir svokölluð flutningshús og
er talið erfitt að bjóða þær út
því það auki „mjög flækjustig
við ráðstöfun lóðanna ef sá sem
býður í lóð verður hæstbjóðandi
en hefur ekki hentugt hús í skipu-
lagslegu tilliti,“ segir í greinar-
gerð eignaskrifstofunnar sem
áætlar verðmæti lóðanna á bilinu
20 til 30 milljónir króna. - gar
Auðar byggingar verða ekki seldar hæstbjóðanda:
Handvelja kaupendur
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Of flókið er að
bjóða út tvær lóðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Við lánum 1.500.000 kr. aukalega til þeirra sem
eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta skipti.*
Að kaupa húsnæði er stór ákvörðun og því um að gera
að vega og meta alla kosti í stöðunni. Húsnæðislána-
ráðgjafarnir okkar hafa víðtæka reynslu og góðan skilning
á aðstæðum ungra fasteignakaupenda og geta því gefið
þér góð ráð.
Ræddu við húsnæðislánaráðgjafa í næsta útibúi.
*Heildarlánveiting bankans að meðtöldu viðbótarláni er þó að hámarki 90% af kaupverði. Lántakandi þarf að standast greiðslumat
og uppfylla aðrar útlánareglur bankans. Veittur er helmingsafsláttur af lántökugjöldum til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn.
Lántakandi þarf að greiða kostnað við greiðslumat, skjalagerðargjald, þinglýsingargjald og, ef við á, kostnað við veðbanda- og
lánayfirlit. Á www.islandsbanki.is getur þú reiknað mánaðarlegar afborganir, árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarkostnað.
islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook
Ertu að hugsa
um að kaupa þína
fyrstu fasteign?
Húsnæðislán
50% afsláttur af lántökugjöldum við kaup
á fyrstu eign er veittur til áramóta
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
3
9
4
4
STJÓRNSÝSLA Samþykkt var
af öllum borgarfulltrúum
borgarstjórnar Reykjavík-
ur að gera sérstakt átak
og skoða gagngert hvern-
ig bregðast megi við háum
kostnaði vegna veikinda
starfsmanna á velferðar-
sviði.
Tillagan var lögð fram á
fundi borgarstjórnar síðast-
liðinn þriðjudag en eins og Frétta-
blaðið hefur greint frá er talið að
kostnaður vegna veikinda starfs-
manna á velferðarsviði geti numið
um 150 milljónum króna á fyrstu
sex mánuðum ársins. Að sögn Lóu
Birnu Birgisdóttur, mannauðs-
stjóra á velferðarsviði, verður mikil
áhersla á viðverustjórnun
á velferðarsviði sem og
á öðrum sviðum borgar-
innar á næstu misserum.
Lóa nefnir að heildarveik-
indahlutfall velferðarsviðs
fyrstu sex mánuði ársins
hafi verið 6,11 prósent en
til samanburðar má nefna
að fjarvistahlutfall sviðsins
var 6,8 prósent 2013.
Meðalveikindahlutfall velferð-
arsviðs árið 2009 var 5,8 prósent.
Veikindahlutfall sviðsins hafi því
hækkað aðeins en Lóa Birna segir
starfsemi sviðsins hafa breyst
mikið á þessum árum, meðal ann-
ars vegna yfirfærslu á málaflokkum
frá ríki til sveitarfélags. - hó
Borgarfulltrúar samþykkja athugun á kostnaði:
Rannsaka veikindi
hjá starfsmönnum
LÓA BIRNA
BIRGISDÓTTIR
DÝRALÍF „Þetta eru yrðlingarn-
ir sem eru að fara af stað núna,“
segir Þráinn Svansson mein-
dýraeyðir um minkana sem sjást
í borgarlandinu þessa dagana.
Hann segir ekki meira um mink
nú en áður í Reykjavík. Það sé
hins vegar algengara að það sjá-
ist til minka á haustin en á öðrum
árstímum.
Læðurnar, sem eignast yfir-
leitt fimm til níu yrðlinga, skilja
við tvo og tvo í einu þegar þær eru
búnar að kenna þeim að veiða, að
því er Þráinn greinir frá. „Ef einn
stakur verður eftir fylgir hann
henni. Hinir eru á ferðinni á dag-
inn áður en þeir eru búnir að læra
að passa sig og verða varari um
sig.“
Minkar fara með ströndinni
og fylgja ám og vötnum þar sem
þeir eru ekki aufúsugestir. „Þeir
geta auðvitað rambað inn í borg-
ina eins og önnur villt dýr. Maður
hefur lent í þeim uppi í Breiðholti
þegar þeir hafa þvælst þangað
frá Elliðaánum eða vatnsvernd-
arsvæðinu við Elliðavatn,“ segir
Þráinn.
„Það er allt gert til að halda
minknum niðri og það eru settar
upp gildrur við Elliðaárnar. Það er
erfitt að veiða hann þar sem eru
gjótur og hraun og það þýðir ekki
að fara með hunda til að ná honum
vegna katta sem eru á ferð. Hund-
arnir myndu bara drepa kettina.“
Að sögn Þráins hefur minkum
fækkað í Reykjavík undanfarin ár
en undanfarið hafa veiðst 30 til 40
dýr á ári. ibs@frettabladid.is
Minkar eru á kreiki
í borginni á haustin
Töluvert af minkum hefur sést í Reykjavík undanfarið. Þegar minkalæður
skilja yrðlinga eftir eru þeir á ferð áður en þeir læra að verða varir um sig.
MINKAR Dýrin fara með ströndinni og fylgja ám og vötnum. NORDICPHOTOS/AFP
30-40
Fjöldi minka sem hafa
veiðst í Reykjavík á ári.