Fréttablaðið - 20.09.2014, Page 12

Fréttablaðið - 20.09.2014, Page 12
20. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 ÖSSUR HF. ÓSKAR EFTIR ÍBÚÐ TIL LEIGU Össur hf. óskar eftir snyrtilegri íbúð til leigu frá og með 1. janúar í Reykjavík. Íbúðin leigist í a.m.k. 2 ár, án húsgagna, lágmark 3 svefnherbergi og með þvotta- aðstöðu á hæð. Lýsing á íbúð ásamt myndum og upplýsingum um leigukjör sendist til mottaka@ossur.com fyrir 1. október nk. WWW.OSSUR.COM HEILBRIGÐISMÁL Umhverfisstofnun hefur fest kaup á fjörutíu mælum til að vakta styrk brennisteins- díoxíðs (SO2) frá eldgosinu í Holu- hrauni. Verður þeim komið fyrir víða um land og hægt að fylgjast með mælingum nokkurra þeirra í beinni á vefsíðunni loftgaedi.is. Guðfinnur Sigurvinsson, upplýs- ingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að með þessu muni ganga enn betur að koma upplýsingum um loftmengun vegna gossins til almennings. „Þetta er í fyrsta sinn sem við förum í svona mikla aðgerð, en þetta er líka í fyrsta sinn sem það mælist svona mikið brennisteins- díoxíð,“ segir Guðfinnur. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir því í fyrri gosum í samtímanum.“ Loftmælar af þessu tagi eru alla jafna aðeins notaðir í nágrenni stóriðjufyrirtækja. „En nú er fólk að verða vart við þetta um allt land,“ segir Guðfinn- ur. „Þetta er tímabundið ástand svo lengi sem það gýs og von er á þessari mengun.“ - bá Vöktun loftmengunar vegna goss stóraukin: 40 mælar til viðbótar GOSMÖKKUR FRÁ HOLU- HRAUNI Há gildi SO2 mældust á Austfjörðum í síðustu viku. FÓLK Íslendingar ánægðir Um 90 prósent Íslendinga segjast ánægð með sumarfríið sitt, vinnuna og nágranna í nýrri könnun MMR. Þeim sem sögðust vera mjög ánægð með sumarfríið fækkar þó á milli ára. LÖGREGLUMÁL Um 20 farsímar teknir Hátt í tuttugu farsímum var stolið af gestum skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu ítrekar til gesta á skemmtistöðum að vera alveg sér- staklega á varðbergi hvað þetta snertir. HEILBRIGÐISMÁL Um 2,8 milljónir barna deyja ár hvert á fyrstu 28 dögum lífs síns, þar af ein milljón á fyrsta sólarhringnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um ungbarna- dauða. Í umsögn UNICEF á Íslandi um skýrsluna segir að auðveldlega mætti koma í veg fyrir mörg þess- ara dauðsfalla með einföldum og ódýrum lausnum meðan á fæðingu stendur og strax í kjölfar hennar. Aðgengi og gæðum heilsuverndar í fátækari ríkjum heims sé gríð- arlega ábótavant en samkvæmt skýrslunni komu fjörutíu milljónir barna í heiminn án nokkurrar fag- legrar fæðingarhjálpar árið 2012. Það gerir um einn þriðja allra barna sem fæddust það árið. Gríðarlegur munur er á tíðni ung- barnadauða í þróuðum og vanþró- uðum löndum, en Angóla er sam- kvæmt skýrslunni hættulegasta landið fyrir nýfædd börn. Þar dóu 47 af hverjum þúsund börnum á fyrstu 28 dögunum eftir fæðingu í fyrra. Ísland mælist aftur á móti öruggasta landið ásamt Lúxemborg en hér á landi létust aðeins tvö af hverjum þúsund fæddum börnum á þessu tímabili. Í fyrra létust alls 6,3 milljónir barna undir fimm ára aldri á heims- vísu. Þótt þessi tala sé sláandi há er vert að nefna að árið 1990 létust 12,7 milljónir barna á sama aldri. Tíðni ungbarnadauða hefur þann- ig dregist saman um helming á rúmum tveimur áratugum. bjarkia@frettabladid.is Milljón barna deyr á fæðingardegi sínum Auðveldlega mætti koma í veg fyrir mörg ungbarnadauðsföll, samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. Dauðsföllin mælast fæst á Íslandi og í Lúxemborg. Tíðni ung- barnadauða hefur dregist saman um helming á heimsvísu frá árinu 1990. ÞJÓNUSTU ÁBÓTAVANT Nýbakaðar mæður í Síerra Leóne, þar sem 44 börn af hverjum þúsund létust á fyrsta mán- uði lífs síns í fyrra. NORDICPHOTOS/AFP FR ÉT TA BL AÐ IÐ /E G IL L AÐ AL ST EI N SS O N milljónir barna undir fi mm ára aldri létust í fyrra. 6,3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.