Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2000, Side 32

Læknablaðið - 15.01.2000, Side 32
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEIN Nýgengi krabbameina meðal verkakvenna Hólmfríður Gunnarsdóttir1 Thor Aspelund’ Vilhjálmur Rafnsson3 Frá 'atvinnusjúkdómadcild Vinnueftirlits ríkisins, Bfldshöfða 16,112 Reykjavík, 2Department of Statistics and Actuarial Science, University of Iowa, Iowa City, Iowa, USA, 'Rannsóknastofu í heilbrigðisfræði Háskóla íslands, Sóltúni 1, Reykjavík. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins, Bfldshöfða 16,112 Reykjavík. Netfang: hkg@ver.is Þetta er þýðing, ásamt lítilsháttar viðbótarskýringum, á greininni Cancer Incidence among Female Manual Workers sem birtist í Epidemiology 1995; 6: 439-41. Greinin er birt með leyfi rétthafa, Lippincott Williams & Wilkins, en hvorki the International Society for Environmental Epidemiology né rétthafi hafa lesið þýð- inguna og borið saman við frumtexta. Lykilorö: konur, verkakonur, nýgengi krabbameina, starfshópar, þjóðfélagshópar. Ágrip Markinið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi krabbameina meðal ófaglærðra íslenskra verkakvenna. Efniviður og aðferðin Efniviðurinn í þessari aftur- skyggnu hóprannsókn voru 16.175 konur sem höfðu greitt í lífeyrissjóði verkakvenna í Reykjavík og Hafn- arfirði á árabilinu 1970-1986. Fylgst var með krabba- meinum í hópnum til 1. desember 1992. Reiknaðar voru staðlaðar hlutfallstölur (standardized rate ratios, SRRs) og 95% öryggisbil (95% confidence intervals). Niðurstöður: Staðlaðar hlutfallstölur krabbameina í heild hækkuðu eftir því sem biðtími var lengri, það er lengra leið frá því að konumar hófu greiðslu í sjóðina þar til farið var að fylgjast með krabbameinstíðni í hópnum. Engin skýr tengsl sáust hins vegar á milli hækkaðs nýgengis og starfstíma en starfstími var skil- greindur sem tímabilið frá fyrstu greiðslu í sjóðina til þeirrar síðustu. Stöðluðu hlutfallstölurnar voru hærri meðal þeirra sem hófu greiðslu til sjóðanna 1977 eða síðar en meðal þeirra sem urðu sjóðfélagar fyrr, stöðl- uð hlutfallstala allra krabbameina 1,36 í stað 0,95, magakrabbameins 1,49 í stað 0,82, lungnakrabba- meins 1,48 í stað 1,02, leghálskrabbameins 3,19 í stað 1,66 og þvagblöðrukrabbameins 6,00 í stað 0,82. Alyktanir: Niðurstöðurnar gáfu til kynna að bilið á milli verkakvenna og annarra kvenna fari breikkandi að því er varðar tíðni tiltekinna krabbameina, en skýringa verði að leita annars staðar en í vinnunni, þar eð ekki sáust tengsl milli hærri krabbameinstíðni og þess hve lengi konurnar höfðu greitt til lífeyris- sjóða verkakvenna. Inngangur Rannsóknir hafa sýnt mismunandi krabbameins- mynstur í mismunandi þjóðfélagshópum. Krabba- mein í maga, lungum og leghálsi eru tíðari meðal þeirra sem standa lágt í þjóðfélagsstiganum en brjóstakrabbamein á hinn bóginn tíðara meðal þeirra sem betur mega sín (1). Venja hefur verið að nota starfið til að skipta fólki í þjóðfélagshópa, giftar konur hafa verið flokkaðar eftir starfi eiginmannsins en einhleypar eftir eigin starfi (1). Aukin atvinnuþátttaka kvenna mælir gegn þessari aðferð (2-4) og líkur hafa verið leiddar að því að atvinnan sé síðri mælikvarði á þjóðfélagsstöðu kvenna en karla (5-7). Margar rannsóknir á nýgengi krabbameina í starfshópum kvenna hafa byggt á upplýsingum úr manntölum (1,7) en við notuðum aðild að lífeyris- ENGLISH SUMMARY Gunnarsdóttir HK, Aspelund T, Rafnsson V Cancer Incidence among Female Manual Workers Læknablaðið 2000; 86: 30-2 We investigated cancer incidence during the period 1970- 1992 among unskilled lcelandic female workers who con- tributed to two pension funds for manual workers. We found an increase in the standardized rate ratios (SRRs) for all cancer with increasing time before the follow-up period began. We found no clear relation between cancer incidence and length of employment. The SRRs were higher for those who became members of the funds in 1977 or later than for those who started earlier: among these women we found SRRs for all cancers, 1.36; cancer of the stomach, 1.49; cancer of the lung, 1.48; cancer of the cervix, 3.19; and cancer of the bladder, 6.00. Key words: women, manual workers, cancer incidence, occupationai cohort, social class. sjóðum verkakvenna sem mælikvarða á lágan þjóðfé- lagshóp. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ný- gengi krabbameina í hópnum. Efniviður og aðferðir Efniviðurinn í þessari afturskyggnu hóprannsókn voru 16.175 konur sem höfðu greitt í lífeyrissjóði verkakvenna í Reykjavík og Hafnarfirði á árabilinu 1970-1986. í könnun sem gerð var árið 1990 meðal verka- kvenna í Reykjavík (8) kom fram að 68,4% kvenn- anna unnu hálfan daginn eða minna sem verkakonur, 11,9% unnu 70-80% vinnu og 19,7% unnu fulla vinnu. Þrjátíu og sjö af hundraði voru í öðru starfi jafnframt. Sextíu og átta af hundraði unnu við ræst- ingar, 14,5% unnu í mötuneytum, 3,9% í fiskvinnu, 3,9% í matvælaiðnaði og 9,7% voru í „almennri verkakvennavinnu". Með samkeyrslu á kennitölum var kvennanna leitað í Krabbameinsskránni. Krabbameinsskránni er ætlað að skrá öll krabbamein sem greinast á land- inu og um 94% krabbameina meðal kvenna eru stað- fest með greiningu á vefjasýni (9). Krabbameinsskrá- in notar sjöundu útgáfu Hinnar alþjóðlegu sjúk- dóma- og dánarmeinaskrár (International Classifica- tion of Diseases, 7th revision, ICD) (9). Upplýsingar fengust um allar konurnar í hópnum. íslensk lög skylda alla launþega til að greiða 4% af launum sínum í viðkomandi lífeyrissjóð. Fyrsta árið 30 Læknablaoið 2000/86

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.