Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2000, Side 39

Læknablaðið - 15.01.2000, Side 39
FRÆÐIGREINAR / UNGLINGAR Mikill meirihluti unglinganna var á aldrinum 16- 18 ára (tafla II). Það var sammerkt með öllum hópunum að flestir gesta Rauðakrosshússins komu af höfuðborgarsvæð- inu. Hlutfallslega voru fleiri landsbyggðarunglingar í hópi heimilislausra en í hinum hópunum (tafla III). Flestar komur heimanfarinna og heimanrekinna skráðust á hóp frumkvæmra, það er þeir unglingar sem eru að koma í fyrsta sinn til Rauðakrosshússins (tafla IV). í hópi heimilislausra skráðust flestar kom- ur á hóp endurkvæmra, það er þeirra sem áður höfðu leitað til Rauðakrosshússins. Mælitæki: Upplýsingar um unglingana voru fengn- ar úr skráningarblöðum Rauðakrosshússins. Skrán- ingarblaðið skiptist í fimm hluta: 1) almennar upplýs- ingar, þar sem nafn unglings er ekki skráð, heldur gefið skráningarnúmer, dagsetning komu, aldur, kyn, fyrri komur, iðja, skólaganga, búseta, lögheimili og tengsl við félagslegar stofnanir; 2) fjölskyldugerð, síð- asta aðsetur og sambúðarform foreldra; 3) tóbaks-, áfengis- og fíkniefnaneysla síðustu þrjá til sex mánuði; 4) ástæður komu/dvalar og 5) almennar upplýsingar við brottför, dagsetning brottfarar og með hvaða hætti hún átti sér stað. Framkvæmd: Við komu unglings í Rauðakross- húsið fyllti starfsmaður á vakt út skráningarblað að unglingi ásjáandi. Þeim upplýsingum sem fram komu síðar var bætt við á skráningarblaðið. Margir starfs- menn Rauðakrosshússins komu að skráningu gagna á fyrrgreindu 10 ára tímabili, en frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á að fylgja nákvæmum leið- beiningum við skráningu gagna. Tölfræðiforritið SPSS 6.0 var notað við úrvinnslu gagna. Til að athuga hvort marktækur munur væri á milh einstakra nafnbreyta var kí-kvaðrat marktækni- stuðullinn notaður. Rannsókn þessi var heimiluð af stjórnum Rauða- krosshússins og Rauða kross íslands. Niðurstöður Þegar hlutfall kynja í yngri og eldri aldurshópi þeirra þriggja hópa unglinga sem athugaðir voru, það er heimanfarinna, heimanrekinna og heimilislausra er athugað, kemur í ljós að hlutfallslega fleiri stúlkur eru í yngri aldurshópnum en í þeim eldri. Á meðal heim- anfarinna voru stúlkur 76% í yngri aldurshópi en í þeim eldri voru þær57% (jl (1,476) =16,55; p<0,001). I hópi heimanrekinna voru stúlkur 56% í yngri aldurs- hópi en í þeim eldri 44% og í hópi heimilislausra voru stúlkur 46% í yngri aldurshópi en 35% í þeim eldri. Tafla V sýnir að foreldrar tveggja þriðju hluta heimanfarinna og heimanrekinna voru ekki í sambúð en hjá heimilislausum var hlutfallið enn hærra. Stór hluti hjálparþurfi unglinga í öllum hópum var hvorki í skóla né vinnu er þau leituðu til Rauðakross- hússins (tafla V). í hópi heimilislausra var hlutfall þeirra sem hvorki voru í skóla né vinnu mjög hátt og Tafla 1. Kynjaskipting hópanna þriggja. Heimanfarnir Heimanreknir Heimilislausir Kynjaskipting N (%) N (%) N (%) Piltar 107 (36) 104 (53) 162 (64) Stúlkur 306 (64) 93 (47) 92 (36) Tafla II. Aldursskipting hópanna þriggja. Heimanfarnir Heimanreknir Heimilislausir Aldur/ár N (%) N (%) N (%) 10-15 172 (36) 55 (28) 24 (10) 16-18 304 (64) 142 (72) 230 (90) Tafla III. Skipting unglinga eftir lögheimili. Heimanfarnir Heimanreknir Heimilislausir Lögheimili N (%) N (%) N (%) Höfuðborgarsvæöi 337 (71) 165 (84) 154 (61) Landsbyggð 139 (29) 32 (16) 100 (39) Tafla IV. Skipting unglinga í frumkvæma og endurkvæma. Heimanfarnir Heimanreknir Heimilislausir N (%) N (%) N (%) Frumkvæmir 289 (61) 119 (60) 67 (26) Endurkvæmir 187 (39) 78 (40) 187 (74) Tafla V. Hlutfall unglinga með tilliti til sambúöarmynsturs foreldra, iðju og skólagöngu. Heimanfarnir % Heimanreknir % Heimilislausir % Sambúöarmynstur í sambúð 30 27 16 Ekki í sambúð 67 67 76 Annað eða bæði látin 3 6 8 Iðja löjulaus 45 53 87 í skóla 36 26 1 I vinnu 19 21 12* Skólaganga í skyldunámi 36 26 1 Skyldunámi lokið 30 38 41 Skyldunámi hætt 25 26 57 í framhaldsnámi 9 10 1* ■ p < 0,001 var munurinn á milli hópanna marktækur. Mun fleiri piltar en stúlkur voru hvorki í skóla né vinnu þegar leitað var til Rauðakrosshússins. í hópi heimanfarinna voru 61% piltanna hvorki í skóla né vinnu en 36% stúlknanna og var munurinn marktæk- ur (y2 (3,433) =33,5; p<0,001). Meðal heimanrekinna voru fleiri piltar (60%) en stúlkur (46%) hvorki í skóla né vinnu. Marktækt fleiri unglingar sem áður höfðu leitað til Rauðakrosshússins í hópi heimanfar- inna og heimanrekinna sóttu hvorki skóla né vinnu. Á meðal heimanfarinna voru 55% endurkvæmra, en 38% frumkvæmra hvorki í skóla né vinnu (j2 (2,473) =15,0; p<0,001). í hópi heimanrekinna sóttu 64% endurkvæmra, en 46% frumkvæmra hvorki skóla né vinnu (x2 (2,195) =8,6; p<0,05). Þegar litið er á hve margir höfðu hætt skyldunámi, kom í ljós að fjórðungur heimanfarinna og heiman- rekinna og rúmlega helmingur heimilislausra hafði hætt skyldunámi og var munurinn á hópunum mark- tækur (tafla V). Læknablaðið 2000/86 35

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.