Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / UNGLINGAR Mikill meirihluti unglinganna var á aldrinum 16- 18 ára (tafla II). Það var sammerkt með öllum hópunum að flestir gesta Rauðakrosshússins komu af höfuðborgarsvæð- inu. Hlutfallslega voru fleiri landsbyggðarunglingar í hópi heimilislausra en í hinum hópunum (tafla III). Flestar komur heimanfarinna og heimanrekinna skráðust á hóp frumkvæmra, það er þeir unglingar sem eru að koma í fyrsta sinn til Rauðakrosshússins (tafla IV). í hópi heimilislausra skráðust flestar kom- ur á hóp endurkvæmra, það er þeirra sem áður höfðu leitað til Rauðakrosshússins. Mælitæki: Upplýsingar um unglingana voru fengn- ar úr skráningarblöðum Rauðakrosshússins. Skrán- ingarblaðið skiptist í fimm hluta: 1) almennar upplýs- ingar, þar sem nafn unglings er ekki skráð, heldur gefið skráningarnúmer, dagsetning komu, aldur, kyn, fyrri komur, iðja, skólaganga, búseta, lögheimili og tengsl við félagslegar stofnanir; 2) fjölskyldugerð, síð- asta aðsetur og sambúðarform foreldra; 3) tóbaks-, áfengis- og fíkniefnaneysla síðustu þrjá til sex mánuði; 4) ástæður komu/dvalar og 5) almennar upplýsingar við brottför, dagsetning brottfarar og með hvaða hætti hún átti sér stað. Framkvæmd: Við komu unglings í Rauðakross- húsið fyllti starfsmaður á vakt út skráningarblað að unglingi ásjáandi. Þeim upplýsingum sem fram komu síðar var bætt við á skráningarblaðið. Margir starfs- menn Rauðakrosshússins komu að skráningu gagna á fyrrgreindu 10 ára tímabili, en frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á að fylgja nákvæmum leið- beiningum við skráningu gagna. Tölfræðiforritið SPSS 6.0 var notað við úrvinnslu gagna. Til að athuga hvort marktækur munur væri á milh einstakra nafnbreyta var kí-kvaðrat marktækni- stuðullinn notaður. Rannsókn þessi var heimiluð af stjórnum Rauða- krosshússins og Rauða kross íslands. Niðurstöður Þegar hlutfall kynja í yngri og eldri aldurshópi þeirra þriggja hópa unglinga sem athugaðir voru, það er heimanfarinna, heimanrekinna og heimilislausra er athugað, kemur í ljós að hlutfallslega fleiri stúlkur eru í yngri aldurshópnum en í þeim eldri. Á meðal heim- anfarinna voru stúlkur 76% í yngri aldurshópi en í þeim eldri voru þær57% (jl (1,476) =16,55; p<0,001). I hópi heimanrekinna voru stúlkur 56% í yngri aldurs- hópi en í þeim eldri 44% og í hópi heimilislausra voru stúlkur 46% í yngri aldurshópi en 35% í þeim eldri. Tafla V sýnir að foreldrar tveggja þriðju hluta heimanfarinna og heimanrekinna voru ekki í sambúð en hjá heimilislausum var hlutfallið enn hærra. Stór hluti hjálparþurfi unglinga í öllum hópum var hvorki í skóla né vinnu er þau leituðu til Rauðakross- hússins (tafla V). í hópi heimilislausra var hlutfall þeirra sem hvorki voru í skóla né vinnu mjög hátt og Tafla 1. Kynjaskipting hópanna þriggja. Heimanfarnir Heimanreknir Heimilislausir Kynjaskipting N (%) N (%) N (%) Piltar 107 (36) 104 (53) 162 (64) Stúlkur 306 (64) 93 (47) 92 (36) Tafla II. Aldursskipting hópanna þriggja. Heimanfarnir Heimanreknir Heimilislausir Aldur/ár N (%) N (%) N (%) 10-15 172 (36) 55 (28) 24 (10) 16-18 304 (64) 142 (72) 230 (90) Tafla III. Skipting unglinga eftir lögheimili. Heimanfarnir Heimanreknir Heimilislausir Lögheimili N (%) N (%) N (%) Höfuðborgarsvæöi 337 (71) 165 (84) 154 (61) Landsbyggð 139 (29) 32 (16) 100 (39) Tafla IV. Skipting unglinga í frumkvæma og endurkvæma. Heimanfarnir Heimanreknir Heimilislausir N (%) N (%) N (%) Frumkvæmir 289 (61) 119 (60) 67 (26) Endurkvæmir 187 (39) 78 (40) 187 (74) Tafla V. Hlutfall unglinga með tilliti til sambúöarmynsturs foreldra, iðju og skólagöngu. Heimanfarnir % Heimanreknir % Heimilislausir % Sambúöarmynstur í sambúð 30 27 16 Ekki í sambúð 67 67 76 Annað eða bæði látin 3 6 8 Iðja löjulaus 45 53 87 í skóla 36 26 1 I vinnu 19 21 12* Skólaganga í skyldunámi 36 26 1 Skyldunámi lokið 30 38 41 Skyldunámi hætt 25 26 57 í framhaldsnámi 9 10 1* ■ p < 0,001 var munurinn á milli hópanna marktækur. Mun fleiri piltar en stúlkur voru hvorki í skóla né vinnu þegar leitað var til Rauðakrosshússins. í hópi heimanfarinna voru 61% piltanna hvorki í skóla né vinnu en 36% stúlknanna og var munurinn marktæk- ur (y2 (3,433) =33,5; p<0,001). Meðal heimanrekinna voru fleiri piltar (60%) en stúlkur (46%) hvorki í skóla né vinnu. Marktækt fleiri unglingar sem áður höfðu leitað til Rauðakrosshússins í hópi heimanfar- inna og heimanrekinna sóttu hvorki skóla né vinnu. Á meðal heimanfarinna voru 55% endurkvæmra, en 38% frumkvæmra hvorki í skóla né vinnu (j2 (2,473) =15,0; p<0,001). í hópi heimanrekinna sóttu 64% endurkvæmra, en 46% frumkvæmra hvorki skóla né vinnu (x2 (2,195) =8,6; p<0,05). Þegar litið er á hve margir höfðu hætt skyldunámi, kom í ljós að fjórðungur heimanfarinna og heiman- rekinna og rúmlega helmingur heimilislausra hafði hætt skyldunámi og var munurinn á hópunum mark- tækur (tafla V). Læknablaðið 2000/86 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.