Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.01.2000, Qupperneq 43
FRÆÐIGREINAR / DAUÐAHUGTAKIÐ Skilgreining dauðahugtaksins og staðfesting dauða Örn Bjarnason Sá einstaklingur er látinn, sem hefír annað hvort orðið fyrir því, (a) að önd- un og blóðrás hafí endanlega stöðvast eða hins vegar því, (b) að öll starfseini alls heilans sé óaftur- kallanlega hætt, þar með talin starfsemi heilastofnsins. Dauði skal staðfestur í sam- ræmi við viður- kennda læknisfræði- lega staðla (1). Frá Ríkisspítölum, Rauöarár- stíg 31,105 Reykjavík. Sími: 560 1000, brésími: 562 0090, netfang: omb@rsp.is Lykilorð: dauðahugtakið, staðfesting dauða. Inngangur Öldum saman hefir fólk óttast að verða úrskurðað látið, meðan það er enn á lífi. Á nítjándu öld voru birtar fréttir frá ýmsum hlutum heims um það, að fólk hafi verið grafið lifandi. Þessar frásagnir komust í bókmenntimar. Edgar Allan Poe ritaði smásögu um ótímabæra greftrun (2) og varð það sízt til þess að draga úr óttanum. Hins vegar höfðu áhyggjur af því, að greining dauða væri ekki nægilega nákvæm, nær alveg horfið í lok nítjándu aldar. Á fyrri hluta þeirrar tuttugustu var enginn meiri- háttar ágreiningur um skilmerki dauða. Þetta átti eft- ir að breytast um miðja öldina, þegar öndunarvélarn- ar komu til sögunnar. Afleiðingar notkunar þeirra vöktu upp alvarlegar spurningar um hefðbundna hætti við að greina dauða. Árið 1929 fundu Drinker og McKhann upp „stállunga“, þar sem þrýstingi og lofttæmi var beitt á víxl til þess að hreyfa bijóstvegginn (Drinker tank). Tækið var notað til þess að koma mænuveikisjúkling- um yfir erfiðasta kafla lömunarinnar. Árið 1952 herjaði mænusótt í Danmörku. Björn Ibsen, svæfingayfirlæknir á Blegdam-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn tók á það ráð að setja barkapípu í sjúklingana og beita jákvæðum þrýsingi á lungun með því að kreista loftfylltan belg. Um tíma héldu 250 stúdentar75 lömuðum sjúklingum á lífi. Fljótlega var fundin upp sjálfvirk öndunarvél, að sönnu klunnaleg og mikil um sig, en framfarir urðu örar og nútímaöndunarvélar héldu innreið sína. Notkun þeirra breiddist hratt út um heiminn. Hægt var að aðstoða sjúklinga, sem voru í alvarlegri andnauð vegna áverka eða sjúkdóma, þangað til þeir voru orðnir óháðir tækinu. Þróunin hélt áfram og endurlífgun fárveikra sjúklinga varð stöðugt auð- veldari. Gjörgæzludeildimar komu til sögunnar með sívaka og sírita. Hægt var að stjórna hjartslættinum og ef líkaminn gat ekki losað sig við úrgangsefnin sjálfur, var farið að beita blóðskilun með gervinýrum svo og skinuskilun. Áður en öll þessi tækni varð tiltæk, var bilun á öndun og á starfi hjarta og taugakerfis innbyrðis tengd, því færi eitt kerfanna úrskeiðis, brugðust hin einnig. Nú gátu öndunarvélar og annar búnaður haldið uppi blóðrás, öndun og öðru líkamsstarfi um lengi tíma, jafnvel eftir að taugakerfið var hætt að virka. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi, að vegna notkunar þessara tækja fóru nú að koma fram ýmis heilkenni, sem gefin voru margvísleg og misvís- andi nöfn. ENGLISH SUMMARY Bjarnason Ö Death and dying - definition and determínation Læknablaöiö 2000; 86: 39-44 For the first half of this century there was no major dispute over the criteria for death. This was to change dramatically with major technological breakthroughs in modern medi- cine starting with the advent of the respirators. The conse- quences of their use raised serious questions about the traditional ways of diagnosing death. Today there are two different philosophical positions about what it means to be dead in terms of brain functions: One, which is not currently law in any jurisdiction, would pronounce a person dead when there is an irreversible loss of higher brain functions. This has been called cogni- tive death. The patient is not in a coma, because arousal mechanisms are present, the brain stem functions being relatively intact. The other philosophical position considers a person dead if there is an irreversible loss of the functions of the brain stem or the entire brain. The neurologic syndrome of brain death has been accepted by the medical profession as a distinct clinical entity that experienced physicians can dia- gnose with an extremely high degree of certainty, and can usually easily be distinguished from other neurologic syn- dromes. However, we must not lose sight of the fact that this is less a conclusion than a beginning. It is the task of philosophy to offer analyses of personhood and of personal identity that might support practical formulations for the determi- nation of death and theology has reflected upon the mean- ing of death, if not its definition, from time immemorial. To define the death of a human being we must recognize the characteristics that are essential to humaneness. It is quite inadequate to limit the discussion to the death of the heart or the brain. Key words: definition ofdeath, determination ofdeath. Correspondence: Örn Bjarnason. E-mail: ornb@rsp.is Fljótlega kom í ljós, að margir sjúklingar, sem tengdir voru öndunarvélum, byrjuðu aldrei að anda af sjálfsdáðum á ný. Sumir þeirra féllu í mjög djúpt meðvitundarleysi. Þeir voru í dái og var haldið lifandi með tilgerðum ráðum. I menningu Grikkja og í kristin-gyðinglegri arf- leifð var dauðinn tengdur því, að sálin færi úr líkam- anum. Páll postuli frá Tarsus flutti inn í kristnina, grísku venjuna að skilja á milli líkama, sálar og anda Læknablaðið 2000/86 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.