Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2000, Page 60

Læknablaðið - 15.01.2000, Page 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR /HEILBRIGÐISTÆKNI Um mitt þetta ár gætu fyrstu tösk- urnar með fjar- lækningabúnaðin- um Mobile Medic verið komnar um borð í íslensk skip. Búnaðurinn er gott dæmi um tækni sem sprett- ur upp úr starfí og þekkinga lækna Lœknablaðið heldur dfram að fjalla um tœkni- þróunina á sviði heilbrigðismála. Eins og fyrr er við- fangsefnið fyrir- teeki og tcekninýj- ungar sem sprottn- ar eru beint upp úr starfi lœkna og byggðar á þekk- ingu þeirra. Að þessu sinni er rcett við Sigurð Ás- geir Kristinsson bceklunarlcekni á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavtkur um fjarlcekninga- búnað fyrir sjó- menn sem hann á þátt í að þróa. Sigurður Ásgeir Kristins- son í fjarlœkningamiðstöð- inni sem verið er að koma á fót í húsakynnum slysa- deildar Sjúkrahúss Reykja- víkur. Fjarlækningabúnaður TeleMedlce - Mobile Med- ic - var kynntur á sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Kópavogi á liðnu hausti og það er óhætt að slá því föstu að hann er skilgetið afkvæmi samvinnu lækna og sjómanna. Og ef við höldum líkingunni áfram þá er ljósmóðirin Jón Bragi Björgvinsson rafeindaverkfræðingur og eigandi fyrirtækisins Skyn ehf. Ef allt fer að óskum verða fyrstu töskumar með fjarlækningabúnaði komnar um borð í skip um eða upp úr miðju þessu ári. En eins og allir góðir hlutir á þessi búnaður sér all- langa sögu. Sigurður Asgeir rekur hana allt aftur til þess að hann fór sem læknir í Smuguna norður í Bar- entshafi haustið 1994. Það var raunar fyrir tilviljun því hann var nýkominn til landsins úr framhaldsnámi og eiginlega á leiðinni út aftur þegar hringt var í hann þar sem hann var að störfum á slysadeildinni og spurt hvort hann væri til á fara með varðskipi norður í Smugu til að þjóna íslenskum sjómönnum sem þar voru að veiðum. Það leið varla sólarhringur þar til Sigurður var kominn um borð í Óðin. Slys á sjómönnum eru dýr „Þarna kynntist ég fyrst heilbrigðismálum sjómanna og hversu lélegum farvegi þau voru í,“ segir Sigurður og bætir því við að eftir þessa Smuguferð hafi hlutirn- ir undið upp á sig. Heim kominn úr Smugunni fór hann að kenna sjómönnum, bæði í Stýrimannaskól- anum og um borð í Sæbjörgu, skipi Björgunarskóla sjómanna. Árið 1995 gekk hann til liðs við þyrlusveit lækna og sama ár fór hann fyrir greiningarsveit Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna snjóflóðanna mann- skæðu á Vestfjörðum. „Þessi reynsla kenndi mér hversu viðkvæmt sambandið við umheiminn er í svona björgunarstörfum og hversu einn maður er í heiminum ef það rofnar," segir hann. Á einu námskeiðinu fyrir sjómenn kviknaði sú hugmynd að gera myndband sem sýndi undirstöðu- atriði algengustu aðgerða sem sjómenn geta þurft að sinna ef slys ber að höndum. Ut úr því komu tvö hálf- tíma myndbönd sem nú eru komin um borð í hartnær eitthundrað skip. „í framhaldi af þessu fór ég að forvitnast um það hvernig heilbrigðismálum sjómanna væri háttað ann- ars staðar í heiminum. Það fyrsta sem ég rak mig á var að þau eru alls staðar alveg rosalega dýr. Við fengum Hagfræðistofnun Háskóla Islands til að gera könnun á þessu árið 1997 og niðurstaða hennar var sú að slys á sjómönnum kosta samfélagið 3,7 millj- arða króna á ári, þar af er um það bil helmingur eignatap en tæpir tveir milljarðar eru persónulegur og samfélagslegur kostnaður. Og þess ber að gæta að veikindi eru ekki inni í þessum tölum nema að litlu leyti. Þessar tölur eru mjög svipaðar því sem gerist hjá öðrum þjóðum. Þegar ég fór að bera okkur saman við aðrar þjóðir komst ég að raun um að þótt við hefðum tekið seint við okkur væri heilbrigðisþjónusta við sjómenn kom- in á svipað stig og jafnvel lengra en gerist og gengur hjá nágrannaþjóðum okkar. Það segir okkur að það þarf ekki svo mikið til að bæta þjónustuna verulega. Sjómenn eru langt í burtu og þeir munu aldrei fá eins góða þjónustu og fólkið í landi en það er engin ástæða til þess að þeir hljóti ekki eins góða þjónustu og auðið er. Þetta eru menn sem leggja mikið af mörkum til samfélagsins en njóta ekki mikillar þjón- ustu frá því.“ Evrópskt og norrænt samstarf Þessar athuganir Sigurðar leiddu hann á vit evr- ópskra starfsbræðra sinna sem hafa verið að rann- saka svipaða hluti. Árið 1997 hófu Sjúkrahús Reykja- X 52 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.