Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / AFALLASTREITA er á hve tilfinningalegt ójafnvægi er skaðlegt ekki síst í mannlegum samskiptum. Þá er mikilvægt að sjúklingurinn geri sér grein fyrir þeim áreitum sem vekja upp óviðeigandi viðbrögð. Reynt er að stuðla að bættu sjálfsmati og sjálfsstjórn með því að hjálpa sjúklingi að horfast í augu við vanmátt sinn og smán, sigrast á áfallatengdum ótta, læra að ná stjórn á óhóflegum tilfinningalegum viðbrögðum og sjúk- legum varnarháttum. Þessu er hægt að ná með því að kenna sjúklingum að ná stjórn á kvíða, mynda traust meðferðar- samband og takast á við áreiti. Hér er átt við nokkurs konar afnæmismeðferð þar sem fólk tekst á við hæfileg áreiti í huganum eða á vettvangi og reynir að ná valdi á upprifjunum og kvíðaviðbrögðum. Listin er að sjúklingar þurfi ekki að endurupplifa áfallið af fullum styrk en heldur ekki einangra minningamar í einhverjum afkima sem opnast af minnsta tilefni. Undirbúningur felst í að auka skilning á að þrátt fyrir áreiti eigi kvíðaviðbrögð og önnur óhagstæð viðbrögð ekki við. Með þessum æfingum er stefnt að því að auka þol gagnvart minningum og tilfinningum. Þannig lærir sjúklingur að stjórna viðbrögðum og athöfnum sínum þannig að minningarnar missi vald sitt, þær virkist ekki af áreitum dagsins og valdi geðbrigðum og athöfnum, sem eru úr takt við nútíðina. Leitast er við að fá fólk til að takast á við verkefni sem það ræður við og veitir því hamingju- tilfinningu, til dæmis að rækta garðinn sinn, líkams- rækt, líknarstörf og fleira. Markmið þessarar með- ferðar er ekki einungis að sefa ýmsa vanlíðan heldur ekki síður að bæta almennt sjálfstraust, virkni og ná tökum á mannlegum samskiptum. Kvíðastjórn næst með slökun og öndunaræfingum, jákvæðum hugsunum í stað neikvæðra og með því að bægja frá sér óvelkomnum hugsunum ásamt æfingu í tjáningu óska, skoðana og tilfinninga. Eins og í öðrum lækningum vegur þyngst traust samband sjúklings og hjálparmanns hans. Slíkt traust er forsenda þess að komið verði við meðferð, sem líkleg sé að skila árangri. Sá sem veitir meðferð þarf að gæta sín á þeirri tilfinningu, sem sjúklingurinn kemur inn hjá honum, að ástandið sé vonlaust. Sá er hjálpar er ekki einungis að taka við því, sem sjúklingurinn segir og gefur til kynna, heldur sá er skilar til baka jákvæðum skilaboðum til að örva uppbyggingu í stað niðurrifs. Tengsl við lækninn er mikilvægur liður meðferðarinnar, sem getur orðið græðandi og gjöful lind, sem sjúklingur lærir að nýta sér undir ýmsum kringumstæðum lífsins til að lagfæra óviðeigandi og eyðileggjandi venjur í sínu daglega lífi (33). Áhugaleysi og lélegt sjálfsmat minnka líkur á að fólk geti tileinkað sér meðferð af þessu tagi. Vanhæfni að þekkja og tjá tilfinningar getur verið óyfirstígan- legur þröskuldur. Mikil hætta er á gagnúð og andúð í meðferð. Almenn hnignun í hegðun og hvatastjórn reynir mjög á meðferðarsamband. Þannig getur virst að sjúklingurinn vilji viðhalda óbreyttu ástandi, varpi af sér allri ábyrgð og láti skeika að sköpuðu hverjar afleiðingar hegðunar hans verða. Þá virðist fólk með áfallaröskun oft eiga í miklum vandræðum með kvíðastjóm og vera ófærir um að stunda nokkra slökun að gagni (34). Umræða Hér hefur verið vakin athygli á að langt er síðan menn fóru að velta fyrir sér afleiðingum harðræðis og skelfi- legrar lífsreynslu á geðheilsu og færni. Rétt er að benda á, að í fyrri heimsstyrjöldinni var þegar fyrir hendi mikil þekking um áfallsstreitu samanber skrif Russels (10). Hann áttaði sig ekki einvörðungu á afleiðingum hermennskunnar, heldur gerði hann sér einnig ljósa grein fyrir ýmsum veikleikum og samhengi, sem skipta máli fyrir það, hvort menn gefast upp. Hann benti ennfremur á mikilvægi styrk- leika einstaklinga og þjálfunar þeirra. Þá dró hann í efa gildi ýmissa hugmynda um meðferð, sem höfðu verið að ryðja sér li! rúms, meðal annars ýmsar tegundir sállækninga, en skildi vel mikilvægi trausts meðferðarsambands ekki síður en þekkingar læknisins. Eitinger (14,15) lagði með rannsóknum sínum eftir síðari heimsstyrjöldina grunn að líffræðilegri skýringu á þróun áfallastreitu. Hann gerði sér ljósa grein fyrir afleiðingum langvinnrar áfallastreitu, skerðingu verk- legrar og félagslegrar fæmi og truflun lífsgæða. Síðari tíma rannsóknir byggja á og staðfesta margt af niðurstöðum þessara frumkvöðla. Þannig hefur áhersla verið lögð á líffræðilega þætti í leit að skýringu á áfallastreitu. Niðurstöður þeirra rannsókna eru ekki raktar hér en ættu að vera áhugasömum auðfundnar. Auðsæranleiki er mjög mikilvægt rannsóknarefni til að velja úr þá sem eru í hættu varðandi óheillavæn- lega sjúkdómsþróun. Hjálp þarf að skipuleggja út frá þörfum hvers og eins en ekki sem staðlaða aðgerð fyrir alla. Þrátt fyrir mikla áherslu á ýmiss konar meðferðar- úrræði er langt í frá ljóst, hvernig meðferð verður best hagað. Engin meðferð er þekkt, sem hægt er að líta á sem fullnægjandi úrræði varðandi áfallastreitu. Margir rannsakendur hafa varað við að kafa of langt niður í sálarlíf fólks í þeim tilgangi að rifja upp minningar og tilfinningar löngu liðinnar lífsreynslu. Bent hefur verið á vanhæfni þessara sjúklinga að gera sér grein fyrir og orða tilfinningar sínar. Tilfinningaleg viðrun getur leitt til versnunar sállíkamlegra einkenna sjúklinga með áfallastreitu (34) en sumir höfundar sem skrifað hafa yfirlit um efnið hafa beinlínis mælt gegn kerfisbundinni notkun slíkrar meðferðar í kjölfara áfalla (35). Hins vegar er ljóst að gildi meðferðar, eins og hugrænnar atferlismeðferðar, 290 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.