Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 74
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐHORFSKÖNNUN GALLUPS Helsinkiyfirlýsingin er þó fyrir hendi og ákvœði hennar. „Jú, það er rétt. En hún tekur ekki með beinum hætti á því sem hér um ræðir.“ Hvað viltu segja um þann ágreining sem fram hefur komið milli fulltrúa Lœknafélagsins og íslenskrar erfðagreiningar um 11. grein draga Alþjóðafélags lœkna um gagnagrunninn? „Okkur finnst þessi grein skýr og taka til þess sem við erum að gera, en í raun held ég að þetta sé deila um keisarans skegg. Þetta eru drög og vinnuplagg sem er í meðferð og ég vona að endanlegt skjal sem vonandi verður afgreitt í október taki af öll tvímæli um hvað meint er.“ Og það mun verða haft að leiðarljósi? „Ég held við getum ekki sagt að þetta verði það eina sem við notum sem vegvísi um það hvernig við förum að þessu, sundurslitið frá því sem kann að gerast á öðrum vettvangi. Tökum fræðilega, mögulegt dæmi: Ef alþjóðasamtök lækna myndu ganga út frá því að ekki þyrfti skriflegt samþykki vegna upplýsinga sem settar yrðu í gagnagrunn en vísindasamfélagið myndi að öðru leyti gera ráð fyrir að alltaf þyrfti skriflegt samþykki. Þá væri afstaða alþjóðalæknasamtakanna á skjön við allt annað sem væri að gerast í heiminum. Þá myndum við varla geta tekið samþykkt alþjóðasamtakanna og farið einir og sér eftir henni. Ég er hins vegar sannfærður um að úr öllu því sem er verið að vinna munu koma viðmiðanir sem að minnsta kosti verður farið eftir á Vesturlöndum. Og í þeirri umræðu eru alþjóðalæknasamtökin mjög leiðandi." Efvið gerum ráð fyrir að skilaboðin verði skýr og gangi lengra en íslensk lög, liver verða viðbrögð ykkar, til dœmis hvað íslensk lög varðar? „Ég held að það liggi í hlutarins eðli að við getum aldrei farið að hafa annan hátt á en alþjóðasamtök lækna og vísindasamfélagið í heild samþykkja. Það er síðan lögfræðilegt úrlausnar- efni hvort það kallar á lagabreytingu eða hvort hægt er að fullnægja þessum alþjóðlegu samþykkt- um án þess að breyta lögunum.“ Annað ágreiningsefni sem verið hefur til umrœðit og varðar 11. greinina í drögum Alþjóðafélags lœkna varðar í hvaða undantekningartilfellum megi safna gögnum án þess að fyrir liggi skriflegt leyfi sjúklings. íslensk erfðagreining hefur verið gagnrýnd fyrir að leggja að jöfnu krabbameinsskráningu sem verið hefur við lýði mjög lengi og gagnagrunninn sem nœr til heillar þjóðar með samtengingu erfða- og œttfrœðiupplýsinga og sjúkraskrár. „Já, ég þekki þá gagnrýni og hlýt að vera ósammála henni og við verðum að muna að nú erum við bara að tala um gagnagrunn með óper- sónugreinanlegum heilsufarsupplýsingum. Það gegnir allt öðru máli um erfðaupplýsingarnar. Við höfum einfaldlega bent á að mannréttindi eru réttindi einstaklings og ef það er brot á mann- réttindum að nota heilsufarsupplýsingar einstak- lings án skriflegs samþykkis þá brýtur krabba- meinsskráin mannréttindi. Gagnagrunnurinn er óvenjulegur fyrir það að hann nær til heilsfars- upplýsinga heillar þjóðar. Það breytir ekki því að regluverkið íslenska er mjög strangt. Það getur enginn notað þennan gagnagrunn eins og hann vill. Vísindasiðanefnd þarf að samþykkja hverja rannsókn fyrir sig. Persónuvernd þarf að ganga úr skugga um það í hverri rannsókn að settum reglum sé fylgt og persónuverndar gætt að fullu. Við höfum nefnt krabbameinsskráninguna ein- ungis sem dæmi um það að hér á landi, eins og víðast annars staðar, er heilsufarsupplýsingum safnað saman í grunna og þær notaðar í rann- sóknum með ætluðu samþykki. Við lítum ekki svo á að takmörkunin í 11. greininni eigi við tak- mörkun í umfangi heldur að aðstæður séu tak- markandi, eins og til dæmis regluverkið í kringum rannsóknirna." Ef við víkjum að seinni spurningunni í könn- uninni, höfðuð þið ekki áhyggjur af því að spyrja spurningar sem bauð upp á að etja saman lœknum úr Lœknafélaginu og stjórn félagsins? „Nei, við vorum ekki smeykir við það. Ég vil að það komi fram í þessu sambandi að það stóð aldrei til að fela svörin við þessari spurningu, eins og virðist vera einhver mis- skilningur uppi um. Enda væri það afar kjánaleg afstaða hjá okkur, að halda að við gætum falið eitthvað sem við værum búnir að láta tvö þúsund manns vita um í könnuninni sjálfri. Astæðan fyrir því að við birtum hana ekki á þessum blaða- mannafundi og í þessu samhengi er þessi: Þegar við ákváðum að spyrja þessarar spurningar lá á borði stjórnar Læknafélags Islands beiðni okkar um að viðræður yrðu teknar aftur upp eftir að hún sleit þeim í desember. Henni var ósvarað þegar könnunin fór í gang. Við vonuðumst til þess að niðurstaða úr þessari spurningu yrði til þess að hafa áhrif á þá afstöðu sem stjórnin tæki til beiðni okkar. Könnunin fór af stað að kvöldi föstudagsins 9. febrúar. A mánudeginum, eftir að búið var að spyrja á föstudag, laugardag og sunnudag, frétti ég af neitun stjórnar Læknafélagsins um að taka viðræðurnar upp aftur. Ég held að bréfið frá félaginu hafi komið hingað á föstudeginum en ég frétti ekki af neituninni fyrr en á mánudag. Vegna tilgangs spurningarinnar, sem ég lýsti fyrir þér, að hafa áhrif á stjórn Læknafélagsins, þá mat ég það svo að svarið hefði ekki neina þýðingu lengur, þar sem endanlegt svar væri komið frá stjórn Lækna- félagsins. Meginefni blaðamannafundarins föstu- daginn 16. febrúar átti að vera að kynna hvað tæki nú við, eftir að þessum viðræðum var endanlega slitið. Spurningin var samt ekkert leyndarmál eða 346 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.