Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 10
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN væntingar og brask með hlutabréf í deCODE trúlega svipta tugi eða hundruð íslenzkra fjölskyldna aleigu sinni. En það alvarlegasta er, að alþingismenn og ráðherrar hafa orðið að leiksoppum stærstu múgsefjunar íslandssögunnar og afgreitt pöntun um lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem hvorki byggja á siðgæði, réttlæti né alþjóðasamn- ingum, sem Islendingar hafa skuldbundið sig til að hlíta. Þetta hefur verið gert í andstöðu við stóran hluta þeirra einstaklinga, sem munu eiga að safna efni í gagnagrunninn. Það er því engin ástæða til að fara að þessum Iögum, fyrr en reynt hefur á réttmæti þeirra fyrir dómstólum. Fyrrverandi hæstaréttar- dómari hefur látið þá skoðun í ljósi og rökstutt hana, að lagasetningu síðari ára sé lögfræðilega um margt áfátt og standi verulega að baki þeim lögum, sem við þýddum áður fyrr úr dönsku. Enda eru lagafrumvörp gjarnan samin af kontóristum ráðuneytanna, sem eru yfirhlaðnir verkefnum. Alþingismenn eru aftur á móti mun reynslumeiri og áhugasamari um að deila út fé en að tryggja siðgæði og mannhelgi. Það er því full ástæða til að reyna dómstólaleiðina til þrautar, áður en læknastéttin lætur þessi ólög yfir sig ganga. Glæsilegt líftæknifyrirtæki er alls góðs maklegt á meðan það byggir ekki afkomu sína á bellibrögðum og sjónhverfingum. Læknar eru því ekki að hindra framgang vísindanna, þótt þeir kyssi ekki á vönd Heilbrigðisráðuneytisins fyrir milligöngu málaliða. Við þurfum því hvorki að missa móðinn né leggjast í forina eins og barðir rakkar, því tíminn vinnur með okkur. Sannleikurinn kemur alltaf í ljós um síðir og blekkingavefi er hægt að rekja upp. Læknar hafa siðferðilegar skyldur gagnvart skjól- stæðingum sínum og stétt sinni. Okkur er ekki sæmandi að kyssa vöndinn möglunarlaust og láta stjórnendur heilbrigðisstofnana komast upp með það að sniðganga ákvæðið um samráð. Tvö þúsund og fimm hundruð ára gamlar siðareglur stéttar okkar munu, þegar til lengdar lætur, reynast okkur happadrýgri en spilaborgir braskara. Og umfram allt verðum við að verja trúnaðarupplýsingar við skjólstæðinga og vinnugögn okkar sjálfir, en ekki gefa þau eftir leikmönnum í stjórnum heilbrigðis- stofnana, til að hafa þær að söluvöru, því það er engan veginn tryggt að þeir þekki eða virði alþjóð- legar siðareglur Iækna eða alþjóðasamninga um vísindarannsóknir og persónuvernd. REMINYL (JANSSEN-CILAG) MIXTÚRA.TÖFLUR, N06DA04. R 0 Abendingar: Galantamín er ætlað til meöferðar við einkennum vægra eða miðlungi mikilla vitglapa af Alzheimer gerð. Skammtastærðir handa fullorðnum: Galantamín á að gefa tvisvar sinnum á dag, helst með morgunmat og kvöldverði. Upphafsskammtur: Ráðlagður upphafsskammtur er 8 mg/dag (4 mg tvisvar sinnum á dag) f fjórar vikur.Viðhaldsskammtur: Viðhaldsskammtur er í byrjun 16 mg/dag (8 mg tvisvar sinnum á dag) oa halda ætti sjúklinpum á 16 mg/dag í aö minnsta kosti 4 vikur. Aukningu í 24 mg/dag (12 mg tvisvar sinnum á dag) viðhaldsskammt skal meta fyrir hvern einstakling fyrir sig eftir viðeigandi mat, þar með talið á klínískum avinningi og þoli. Hjá einstaka sjúklingi sem ekki sýnir aukna svörun eða þolir ekki 24 mg/dag, skal íhuga lækkun skammts í 16 mg/dag. Viðhaldsmeðferð má halda áfram svo lengi sem sjúklingur hefur lækninglegt gagn af. Því skal endurmeta klíniskan ávinning galantamíns reglulega. Ihuga skal að hætta meðferð ef lækningleg áhrif eru ekki lengur fyrir hendi. Ekki þarf að óttast snögga versnun þótt meöferð sé hætt skyndilega (t.d. við undirbúning aðgerðar). Skert lifrarstarfsemi: Plasmaþéttni galantamíns getur hækkað hjá sjúklingum með miölungi eða alvarlega skerta lifrarstarfsemi. Hjá sjúklingum með miðlungi skerta lifrarstarfsemi ætti skömmtun að hefjast með 4 mg einu sinni á dag, helst á morgnanna, í a.m.k. eina viku. Síöan á sjúklingur að halda áfram með 4 mg tvisvar sinnum á dag í að minnsta kosti 4 víkur. Hjá þessum sjúklingum á dagsskammtur ekki fara yfir 8 mg tvisvar sinnum á dag. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh skor hærra en 9), á ekki að nota galantamín (sjá Frábendingar). Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúkíingum með lítið skerta lifrarstarfsemi. Skert nýrnastarfsemi: Hjá siúklingum með kreatínín klerans yfir 9 ml/mín. þarf ekki að breyta skammti. Hiá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínin klerans lægri en 9 ml/mín.), á ekki að nota galantamín.Skammtastæröir handa börnum: Notkun galantamfns handa börnum er ekki ráðlögð. Frábendingar: Galantamfn á ekki að gefa sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir galantamín hýdróbrómíði eða einhverju hjálparefnanna í lyfjaforminu. Þar sem engin gögn eru fyrirliggjandi um notkun qalantamíns hjá sjuklingum með alvarlega skerta lifrar- (Chila-Pugh skor hærra en 9) oq nýrnastarfsemi (kreatínín klerans lægri en 9 ml/mín.) á ekki að gefa þessum sjúklingum galantamín. Galantamín má ekki að nota hjá sjúklingum sem hafa bæði marktæka nýrnastarfstruflun og lifrarstarfstruflun. Sérstök varnaöarorö og varúðarreglur við notkun: Læknir með reynslu í greiningu á Alzneimer vitglöpum á að framkvæma greininguna samkvæmt núgildandi leiðbeiningum. Meðferð með galantamíni á að vera undir eftirliti læknis og á einungis að hefja hana ef til staðar er umsjónarmaður sem getur fylgst reglulega með lyfjainntöku sjúklingsins. Sjúklingar með Alzheimer sjúkdóm léttast. Meðferð með kólínesterasahemlum, þ.á m. galantamíni, hefur verið tengd þyngdartapi hjá þessum sjúklingum. Fylgjast skal með þyngd sjúklings meðan á meðferð stendur. Notkun galantamíns hjá sjúklingum með aörar gerðir vitglapa eða aðrar geröir minnistruflana hafa ekki verið rannsakaðar. Eins og jjegar önnur kólínvirk lyf eiga í hlut, á að gefa galantamfn með varúð við eftirfarandi aðstæður: Hjarta- og æðar: Vegna lyfjafræðilegrar verkunar, geta kólínvirk lyf haft vagotónísk áhrif á hjartslátt (t.d. hægslátt). Möguleiki á þessari verkun getur skipt sérstaklega miklu máli fyrir sjúklinga með sjúkan sínushnút eða aðrar ofanslegils leiðnitruflanir og hjá þeim sem samhliða nota lyf sem minnka hjartsláttartíöni marktækt, eins og dígoxín og beta blokkar. Meltingarfæri: Fylgjast á með einkennum hjá sjuklingum sem eru í aukinni hættu á að fá magasár, t.d. þeim sem hafa sögu um magasárssjúkdóma eða þeir sem eru viökvæmir fyrir slíku. Notkun galantamíns er ekki ráðlögð handa sjúklincjum með garnastíflu eða þeim sem eru að ná sér eftir aðcjerð á maga/þörmum. Taugar: Talið er að kólínvirk lyf geti mögulega valdið flogakrömpum. Þó getur flogavirkni einnig verið staðfesting á Alzheimer sjúkdómi. í klím'skum rannsóknum varð engin aukning á tíðni krampa við notkun galantamíns samanborið við lyfleysu. Lungu: Kólínvirkum lyfium skal ávísa með varúð handa sjúklingum með sögu um alvarlegan astma eða teppusjúkdóma í lungum. Þvag-/kynfæri: Notkun galantamíns er ekki ráðlögð handa sjúklingum með þvagteppu eða þeim sem eru að ná sér eftir blöðruaðgerö. Svæfing: Líklegt er að galantamín, sem kólínvirkt lyf, auki vöðvaslökun af súxametóngerð meðan á svæfingu stendur. Sunset Vellow (E 110), litarefni í 12 mg töflunum getur valdið ofnæmi. Sjúklingar með sjaldgæfa arfgenga kvilla eins og galaktosu óþol Lapp laktósu skort og glúkósu-galaktósu vanfrásog eiga ekki að taka þetta íyf. Milliverkanir við önnur lyf og aörar milliverkanir: Milliverkanir vegna lyfhrifa: Vegna verkunarháttar á ekki að gefa galantamín samhliða öðrum kólínvirkum lyfjum. Galantamín verkar gegn áhrifum andkólínvirkra lyfja. Éins og búast má við með kólínvirk lyf, eru milliverkanir hugsanlegar við lyf sem minnka hjartsláttartíðni marktækt (t.d. dígoxín og beta blokkar). Líklegt er að galantamín, sem kólínvirkt lyf, auki vöðvaslökun af súxametóngerð meðan á svæfingu stendur. Milliverkanir vegna lyfjahvarfa: Margskonar umbrotsleiðir og nýrnaútskilnaður koma við sögu í útskilnaöi galantamíns. Samhliða fæðugjöf hægir á frásogshraða galantamíns en hefur ekki áhrif á það magn sem frásogast. Mælt er með að galantamín sé tekið með mat til þess að minnka kólínvirkar aukaverkanir. Onnur lyf sem hafa áhrif á umbrot galantamms: Skipulagðar rannsóknir á millliverkunum svndu um 40% aukningu á aðgengi galantamíns við samtímis gjöf paroxetíns (öflugur CYP2D6 hemill) og 30% og 12% aukningu við samtímis meðferð með ketókónazóli og erýtrómýcíni (bæði CYP3A4 hemlar). Við upphaf meðferðar með öflugum CYP2D6 hemlum (t.d. kínidín, paroxetín, flúoxetín eða flúvoxamín) eða CYP3A4 hemlum (t.d. ketókónazól, rítónavír) geta sjúklingar því fundið fyrir aukinni tíðni kólínvirkra aukaverkana, aðallega ógleði og uppköst. Við þessar aðstæður má á qrundvelli þolni íhuga lækkun á viöhaldsskammti qalantamíns. Ahrif galantamíns á umbrot annarra lyfja: Meðferðarskammtar galantamíns (12 mg tvisvar sinnum á dag) höfðu enqin áhrif á lyfjahvörf dígoxíns og warfaríns (sjá einnig milliverkanir vegna lyfhrifa). Ahrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Galantamín getur valdið svima og syfju, sem getur haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla, sórstaklega fyrstu vikurnar eftir að meðferð er hafin. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir (tíðni * 5% og tvöfalt hærri en lyfleysa) voru ógleði, uppköst, niðurgangur, kviðverkir, meltingartruflanir, lystarleysi, þreyta, svimi, höfuðverkur, syfja og þyngdartap. Konur voru líklegri til að fá ógleöi, uppköst og lystarleysi.Aörar algengar aukaverkanir (tíðni * 5% og * lyfleysa) voru rugl, dettni, áverkar, svefnleysi, nefslímubólga og þvagfærasýkingar. Flestar þessara aukaverkana komu fram meöan verið var að stilla skammta. ógleði og uppköst, algengustu aukaverkanirnar, stóðu í flestum tilvikum skemur en eina viku og flestir sjúklinga fengu þær aöeins einu sinni. Gagnlegt getur verið að ávísa uppsöluhemjandi lyfjum og tryggja nægilega vökvaneyslu í þessum tilvikum. Skjálfti var sjaldgæfur meðferðartenqdur kvilli. Yfirlið og alvarlegur hægsláttur komu afar sjaldan fram. Ofskömmtun: Talið er að merki og einkenni um verulega ofskömmtun galantamíns séu svipuð og við ofskömmtun annarra kólinvirkra lyfja. Þessi áhrif ná yfirleitt til miðtaugakerfis, parasýmpatíska taugakerfisins og taugavöðvamóta. Auk vöövaþróttleysis eða vöðvatitrinqs geta komið fram nokkur eða öll merki alvarlegrar kólínvirkrar truflunar: alvarleg ógleði, uppköst, krampar í meltingarvegi, aukning á munnvatnsmyndun, táraseytingu, þvaglátum, hægðum og svitamyndun, hægsláttur, lágþrystingur, lost og krampar. Aukinn vöðvaslappleiki ásamt barkaofseytingu og berkjukrampa, geta leitt til lífshættulegs ástands í öndunarvegi. Eins og í sórhverju tilviki ofskömmtunar á að veita almenna stuöningsmeöferð. í alvarlegum tilvikum er hægt að nota andkólínvirkt lyf svo sem atrópín sem almennt andefni fyrir kólínvirk lyf. Mælt er með 0,5 til 1,0 ml upphafsskammti í æð og að síðari skömmtun só byggð á klínískri svörun. Þar sem áætlanir fyrir meðhöndlun ofskömmtunar eru í sífelldri endurskoðun, er ráðlagt að hafa samband við Upplýsingamiðstöö um eitranir til þess að fá nýjustu leiðbeiningar við meöhöndlun á ofskömmtun. Lyfhrif: Galantamín, þriðja stigs alkalóíð er sértækur, samkeppnis- og afturkræfur hemill acetýlkólínesterasa. Auk þess eykur galantamín innri virkni acetýlkólíns á nikótín viðtaka, sennileqa með bindingu við stýristað á viötakanum. Þar ef leiðandi má ná aukinni virkni kólínvirka kerfisins í tengslum við bætta vitsmunastarfsemi hjá sjúklingum með vitglöp af Alzheimer gerð. Skammtar af galantamíni sem höfðu áhrif í samanburðarrannsóknum með lyfleysu í 5 til 6 mánuði voru 16,24 og 32 mg/dag. Af þessum skömmtum er taliö að 16 oq 24 mg/dag hafi besta ávinning/áhættu op var haldið sem ráðlögðum viðhaldsskammti. Sýnt hefur verið fram á virkni galantamíns með því að nota niðurstööur mælinga sem meta þrjú megin einkennabrot sjúkdómsins og alþjóölegan skala; ADAS-Cog (mæling á vitrænni starfsemi byggð á frammistöðu), DAD og ADCS-ADL-lnventory (mælingar á grunn og tæknilegri getu daglegs lífs), “the Neuropsychiatric Inventory “ (kvaröi sem mælir hegöunartruflanir) og CIBIC-plus (alþjóðlegt mat gert af óháðum lækni byggt á klínískum samtölum við sjúkling og umsjónarmann). Frásoq: Frásog er hratt, með tmax um eina klst. bæði eftir töflur og lausn til inntöku. Algjört aðgengi galantamíns er hátt, 88,5 * 5,4%. Ef fæða er til staöar minnkar frásogshraði og Cmax minnkar um 25%, án þess að hafa ánrif á það magn sem frásogast (AUC). Útskilnaður: Plasmaþéttni galantamíns minnkar með tvíþrepa veldisfalli, með loka helmingunartímann 7-8 klst. hjá heilbrigðum einstaklingumSkammta-línuleikiLyfjahvörf galantamíns eru línuleg á bilinu 4 - 16 mg tvisvar sinnum á dag. Hjá sjúklingum sem taka 12 eða 16 mg tvisvar sinnum á dag, varö engin uppsöfnun á galantamíni frá 2. til 6. mánaöar. Sérkenni hiá sjúklingum: Upplýsingar úr klínískum rannsoknum hjá sjúklingum benda til þess að plasmaþéttni galantamíns hjá sjúklingum með Alzheimer sjúkdóm sé 30-40% hærri en hjá heilbrigðum einstaklingum. Sjá nánari upplysingar ( sórlyfjaskrá. Pakkningar og hámarksverð 1.2.2001: Töflur 4 mg: 14 stk - 3.01 é.kr.töflur 8 mg: 56 stk.- 12.104 kr..töflur 12 mg: 56 stk.- 13.447 kr. 282 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.