Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐHORFSKÖNNUN GALLUPS Hárrétt ákvörðun að slíta viðræðum SlGURBJÖRN SVEINSSON, FORMAÐUR LÆKNAFÉLAGS íslands, hefur þurft að svara ýmsum spurningum fjölmiðla varðandi skoðanakönnun Gallups fyrir ís- lenska erfðagreiningu. Hann var í sjálfu sér ekkert sérlega undrandi á því að skoðanakönnunin væri gerð. Hver er ástæða þess að könnunin kom honum lítið á óvart: „Ég lét þau orð falla á fundi á Akureyri að ég teldi að meirihluti lækna væri sammála stjórn Læknafélagsins urn meginatriðin í gagnagrunns- málinu. Ég var spurður úr hvaða gagnagrunni ég hefði þá niðurstöðu. Ég benti á höfuðið og sagði: „Þessum hérna“. Skömmu síðar var könnunin gerð. Við, sem í viðræðunum stóðum, vorum með fingurinn á púlsinum og þurftum auðvitað að bera ábyrgð á þessari ákvörðun og gera það sem okkur fannst vera rétt í stöðunni. Auðvitað urðu margir fyrir vonbrigðum þegar við slitum viðræðunum, vonuðu að þessu máli myndi ljúka í friði. Þegar blaðamannafundur íslenskrar erfðargreiningar var haldinn án þess að kynna niðurstöðuna úr þeim hluta könnunarinnar sem varðaði viðræðu- slitin, þá lýsti ég eftir svarinu í útvarpsviðtali. Ég hugsaði með mér, að ef svo kynni að fara að niðurstaðan væri stjórn Læknafélagsins í óhag, þá væri eins gott að taka slaginn strax. íslensk erfðagreining lýsti því síðar yfir að þessi spurning hafi ekki átt heima með hinni fyrri. Skýringarnar á því hvers vegna niðurstöðurnar voru ekki birtar eru ruglingslegar og mér finnst þar hvað rekast á annars horn. Ég skal alveg viðurkenna að ég hef ekki alveg skilið þær ennþá. En auðvitað er ég ánægður með niðurstöðuna og bara þakklátur fyrir þessa skoðanakönnun, því ég álít að hún hafi ekki gert annað en að endurnýja það umboð sem við höfðum frá aðalfundi Læknafélags íslands í haust. Eftir því sem tíminn líður sannfærist ég æ betur um um að þessi ákvörðun hafi verið hárrétt.“ Hvað fannst þér um að fyrirtœki úti í bœ vœri að spyrja umbjóðendur ykkar álits? „Það leynist ekki nokkrum manni að þessi skoðanakönnun er gerð í áróðursskyni, í þeirri von að hægt yrði að einangra stjórn Lækna- félagsins frá öðrum félögum í Læknafélaginu og skapa sér þannig betri vígstöðu. Það mistókst. Það er í rauninni tvennt sem hefur verið reynt að gera, annars vegar að einangra stjórn Lækna- félagsins frá félögum þess og hins vegar að reka sigurbjörn Sveinsson, fleyg á milli Læknafélags íslands og Alþjóðafélags formaður Lœknafélags lækna. Hvort tveggja hefur mistekist. Tíminn er íslands. þeirrar náttúru að hann vinnur með þeim sem hefur góðan málstað að verja.“ Alþjóðafélag lœkna hefur talsvert verið í sviðsljósinu vegna þessa máls og Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðargreiningar hefur látið nokkur orð falla um samskipti ykkar og félagsins. Hvernig snýr það mál að þér? „Kári Stefánsson gaf í skyn í blaðaviðtali 27.2. að við Tómas Zoega gætum stýrt Alþjóðafélagi lækna með símhringingum. Það er auðvitað alveg út í hött. Framkvæmdastjóri Alþjóðafélags lækna, doktor Delon Human, hefur bæði í bréfi til mín og í samtali við Morgunblaðið leiðrétt ýmislegt af því sem Kári hefur sagt í fjölmiðlum. En það sem hann gerir er auðvitað alveg hans eigin ákvörðun. í bréfinu sem hann sendi til mín áréttaði hann að reglurnar um gagnagrunna væru enn í vinnslu og þar af leiðandi væri það óeðlilegt ef íslensk erfðagreining byggði á einhvern hátt stefnu sína á þeim drögum sem nú eru í vinnslu. Hann ítrekar einnig í bréfinu að allt tal um að Læknafélag Islands og Alþjóðafélag lækna séu ósamstíga sé út í hött og ég megi ekki láta neinn komast upp með að reyna að halda því fram. Alþjóðafélag lækna hefur ávallt stutt baráttu Læknafélagsins fyrir því að sjúklingum sé sýndur trúnaður og að upplýst samþykki sjúklings þurfi til að upplýsingar um hann séu vistaðar í gagnagrunni. Félögin hafa líka talað einum rómi um rétt sjúklings til að draga Læknablaðið 2001/87 341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.