Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 46
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Niðurstöður: Hlutfallsleg áhætta á magakrabbameini var marktækt aukin á meðal 2846 fyrsta stigs (áhættuhlutfall =2,2; 95% öryggis- mörk =1,6-3,0) karlkynsættingja en féll síðan marktækt á milli fyrsta og annars stigs (áhættuhlutfall =1,3; 95% öryggismörk =1,0-1,7; N=8658) karlkynsættingja. Áhættan var einnig aukin á meðal fyrsta stigs kvenkynsættingja (áhættuhlutfall =1,6; 95% öryggismörk =1,1- 2,6; N=2764). Á meðal fyrsta stigs ættingja beggja kynja þeirra ættvísa sem greinst höfðu með magakrabbamein fyrir 50 ára aldur var áhættan enn aukin (konur áhættuhlutfall =3,2; 95% öryggis- mörk =1,2-8,7; karlar áhættuhlutfall 2,4; 95% öryggismörk =1,3- 4,4). Enginn munur fannst á áhættu ættingja þeirra ættvísa sem sjúkdómsgreindir voru með ‘intestinal' magakrabbamein (Lauren 1) og þeirra sem sjúkdómsgreindir voru með dreift (diffuse) maga- krabbamein (Lauren 2). Ekki fannst fylgni á milli áhættu á magakrabbameini og aukinni áhættu á öðrum algengum krabba- meinum til dæmis ristilskrabbameini, endaþarmskrabbamein eða brjóstakrabbameini. í rannsókninni greindust 58 fjölskyldur með tvo eða fleiri einstaklinga með magakrabbamein og í 26 fjölskyldum voru þrír eða fleiri einstaklingar með magakrabbamein. Ályktanir: Ættingjar sjúklinga með magakrabbamein hafa rösklega tvöfalda áhættu á að fá magakrabbamein. Áhættan er mest fyrir nánustu ættingja sjúklinganna og eykst með lækkandi aldri ættvísis. SK 28 Lífsgæði sjúklinga með vélindabakflæði fyrir og eftir aðgerð Sigríður Ása Maack', Kristinn Tómasson2, Margrét Oddsdóttir3 ‘Læknadeild HÍ, 2Vinnueftirlit ríkisins , 3handlækningadeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Talið er að um 7-10% fólks hafi það mikil einkenni frá vélindabakflæði að það hái því verulega í daglegu lífi. Erlendar rannsóknir sýna að lífsgæði þessa fólks eru skert. Lífsgæðakannanir eru taldar góð leið til að meta árangur meðferðar út frá sjónarhóli sjúklingsins sem viðbót við hin hefðbundnu klínísku viðmið. Efniviður og aðferðir: Tveir spurningalistar, HL=Heilsutengd lífsgæði og GSRS=Gastrointestinal Symptom Rating Scale voru lagðir fyrir alla sjúklinga fyrir og eftir aðgerð vegna vélindabak- flæðis á Landspítala Hringbraut á tímabilinu 10. janúar-12. apríl 2000 (n=31). Öllum sjúklingum á biðlista eftir vélindabakflæðisað- gerð voru sendir listarnir í pósti (n=210). Niðurstöður: Þrjátíu sjúklingar svöruðu spurningalistunum fyrir og eftir aðgerð. Svörun fólks á biðlista var 76%. Heilsutengd lífsgæði sjúklinga með vélindabakflæði eru marktækt lakari en almennings. Á biðlista kom yngra fólk verr út en eldra en ekki mældist munur á lífsgæðum kvenna og karla. Meðalgildi almennings á kvarða yfir heilsutengd lífsgæði er 50, en sjúklingar fyrir aðgerð voru með 42,3 og eftir aðgerð 49,7 (p<0,0003). Verstu gildin fyrir aðgerð voru fyrir heilsufar, líkamsheilsu og verki, auk lífsgæða í heild. Gildi fyrir fjárhag og sjálfsstjórn voru nánast eðlileg bæði fyrir og eftir aðgerð. GSRS stig lækkuðu úr 46,5 fyrir aðgerð í 35,9 eftir aðgerð (p<0,00008). Marktæk lækkun varð á kvörðum fyrir bakflæði, kviðverki og niðurgang. Ályktanir: Vélindabakflæði er sjúkdómur sem skerðir lífsgæði sjúklinga og er aðgerð góð meðferð sem bætir heilsutengd lífsgæði verulega. Skerðing heilsutengdra lífsgæða er meiri hjá yngra fólki. Af þessu mætti álykta að löng bið eftir aðgerð sé óæskileg fyrir sjúklinga með vélindabakflæði. SK 29 Bandvefsæxli við vélinda-magamótin - brottnám án brottnáms líffæris Margrét Oddsdóttir1, Jón Gunnlaugur Jónasson2, Sigurður Blönda!, Höskuldur Kristvinsson’, Jónas Magnússon' 'Handlækningadeild Landspítala Hringbraut, 2Rannsóknastofa Háskólans í líffærameinafræði Góðkynja æxli í á vélinda-magamótunum tilheyra flest GIST æxlum eða eru frá sléttum vöðvafrumum. Æxli þessi þarf yfirleitt að fjarlægja vegna einkenna og til að útiloka illkynja vöxt. Til þessa hafa aðgerðir á æxlum á þessu svæði oftast þýtt brottnám á neðri hluta vélindans og efsta hluta magans um annað hvort brjóstholsskurð eða brjósthols- og kviðarholsskurð. Með tilkomu vídeó-holsjáraðgerða hafa aðgerðir orðið mun minna inngrip fyrir sjúklinginn. Frá mars 2000 til febrúar 2001 hafa fimm sjúklingar komið á skurð- deild Landspítala Hringbraut með fyrirferð við vélinda-magamótin. Einkenni þeirra voru kyngingartruflanir, verkir og hjartsláttarköst. Einkennin höfðu varað frá fjórum mánuðum og upp í meira en 10 ár. Stærð æxlanna voru á bilinu 3-10 cm. Eitt æxlanna var vaxið hringinn í kringum vélindað og náði niður á magann. Tvö voru aðallega í neðri hluta vélindans en náðu niður á cardia magans, en eitt var að mestu í cardia magans en teygði sig upp á vélinda- magamótin. Öll voru æxlin fjarlægð um kviðsjá án brottnáms á vélinda eða maga. í einni aðgerðinni kom 1 cm. gat á vélinda- magamótin sem var yfirsaumað. Engin aðgerðartengd vandamál komu upp eftir aðgerð. Sjúklingarnir útskrifuðust heim á öðrum til sjöunda degi eftir aðgerð. Einn er á H^-hemjara vegna vægs bakflæðis. Brottnám góðkynja æxla á vélinda-magamótum hefur orðið mun einfaldara fyrir sjúklinginn eftir tilkomu kviðsjártækninnar. Maga- vélindamótin og neðri hluti vélindans eru aðgengileg með þessari tækni. Einnig leiðir stækkun á skjánum til þess að tiltölulega auðvelt er að greina til dæmis vöðvaþræði og slímu (mucosa). SK 30 Brottnám legs. Afturskyggn samanburðarrannsókn á kviðsjáraðgerðum og kviðskurðaraðgerðum Lovísa Leifsdóttir', Jens A. Guðmundsson2 'Læknadeild HÍ, 2kvennadeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Brottnám legs er algeng aðgerð og eru um 4-500 slíkar aðgerðir framkvæmdar árlega á Islandi. Harry Reich í New York framkvæmdi fyrstu legnámsaðgerðina í New York 1989, en á kvennadeild Landspítalans var það fyrst gert af Auðólfi Gunnarssyni árið 1993. Markmið með kviðsjáraðgerðum er minni áverki og skjótari bati eftir aðgerð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort kviðsjár- aðgerðartæknin hefði kosti fram yfir kviðskurð við brottnám á legi, með tilliti til aðgerðartíma, notkunar verkjalyfja eftir aðgerð, fylgikvilla, legutíma og lengdar veikindaleyfis eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár kvenna, sem fóru í brottnáms- aðgerð á legi með kviðsjá (hópur LH) á tímabilinu 1. janúar 1997 til 10. mars 2000 á kvennadeild Landspítalans, voru kannaðar. Viðmiðunarhóp (hópur AH) mynduðu konur sem farið höfði í legnámsaðgerð með kviðskurði á sama tímabili og voru þær valdar 318 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.