Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 48
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Á hjartaskurðdeildinni í Lundi var meðferð þessara sýkinga breytt fyrir tveimur árum. Nú er auk sýklalyfjameðferðar notast við svamp sem komið er fyrir í skurðsárinu eftir að það hefur verið hreinsað. Sárinu er síðan lokað með loftþéttum umbúðum, svampurinn tengdur við sogtæki (VAC® með sog -20 til -200mmHg) og sára- vökvi sogaður úr sýktu sárinu. Skipt er um svamp í svæfingu eftir nokkra daga og sárinu síðan lokað þegar sýkingin er horfin. Þessi meðferð hefur kallast „Vacuum Assisted Closure" og má beita við aðrar alvarlegar sýkingar, eins og til dæmis í kviðarholi. Otvíræður kostur meðferðarinnar er hversu fljótt sárin gróa en auk þess eru sárin „lokuð“ og svampurinn dregur þau saman þannig að auð- veldara verður að loka þeim. í Lundi hefur á annan tug sjúklinga með alvarlegar sýkingar (mið- mætisbólgu) eftir hjartaaðgerð verið meðhöndlaður með þessari nýju tækni. Árangur er mun betri en við fyrri meðferðir. Sýnt verður myndband úr aðgerðinni og greint frá helstu niðurstöðum. SK 34 Er hættulítið að fara í hjartaskurðaðgerð á íslandi? Zoran Trifunovic, Bjarni Torfason Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Hjartaskurðaðgerðir eru öflugar læknisaðgerðir en þeim fylgir áhætta. EuroSCORE er viðurkennd aðferð við að meta áætlaða dánartíðni fyrir hjartaskurðaðgerðir hjá fullorðnum. Gæðaeftirlit innan hjartaskurðdeilda er hægt að byggja á samanburði við EuroSCORE, hvað varðar dánartíðni. Tilgangur þessarar rannsóknar er gæðaeftirlit sem felst í því að athuga dánartíðni hjá fullorðnum sem fóru í hjartaskurðaðgerð á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut árið 2000 og bera niðurstöður saman við áætlaða dánartíðni samkvæmt EuroSCORE. Efniviður og aðfcrðir: Rannsóknin nær til 228 fullorðinna sjúklinga sem fóru í hjartaskurðaðgerð á íslandi árið 2000. Karlar voru 154 og konur 74. Meðalaldur var 64,6 ár (bil: 21-86 ár). Undanskildir eru allir 16 ára og yngri og allir þeir sem ekki fóru í opna hjarta- skurðaðgerð. Reiknað er út EuroSCORE gildi fyrir hvern sjúkling. Sjúklingarnir eru flokkaðir með tilliti til áætlaðrar dánartíðni í aðgerð og fyrstu 30 dagana frá aðgerð og afdrif þeirra könnuð. Niðurstöður: Hjá þeim 228 sjúklingum sem rannsóknin nær til er áætluð dánartíðni í aðgerð og fyrstu 30 daga eftir aðgerð samkvæmt EuroSCORE 6,9 % (bil: 0-18%). Heildardánartíðni í og eftir aðgerð reyndist 3,5% eða mun lægri en gera mátti ráð fyrir. Mikill meirihluti (73,7%) sjúklinganna sem rannsóknin nær til var áhættusjúklingar með EuroSCORE gildi hærra en 4. Áætluð dánartíðni í þeim hópi mældist 8,42% fyrir aðgerð, samkvæmt EuroSCORE, en dánartíðni þeirra reyndist þó mun lægri eða 4,8%. Mikill minnihluti (16,3%) sjúklinganna flokkaðist sem áhættulitlir með EuroSCORE gildi 4 eða lægra. Áætluð dánartíðni í þeim hópi mældist 2,83% fyrir aðgerð samkvæmt EuroSCORE en dánartíðni þeirra reyndist þó mun lægri eða 0,0%. Þeir sem létust höfðu EuroSCORE gildi 13,5 að meðaltali (bil:8-18). Ályktanir: Dánartíðni við hjartaskurðaðgerðir á íslandi er mjög lág EuroSCORE er handhæg og áreiðanleg aðferð til að meta dánartíðni fyrir hjartaskurðaðgerðir en aðferðin ofmetur áhættuna verulega miðað við íslenskar aðstæður. SK 35 Brjóstholsspeglun með aðstoð myndbandsupptöku í aðgerðum á lungum og fleiðru Zoran Trifunovic, Þórarinn Arnórsson, Hörður Alfreðsson Hjarta-og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Þessi aðgerðartækni er núorðið notuð víða til að sjá betur líffærafræði og draga úr áverkum í aðgerð. Kröfur sjúklinga um aðgerðir sem valda minni lýtum hafa vaxið, sérstaklega hjá yngri sjúklingum með góðkynja sjúkdóma. Við segjum frá árangri okkar með því að kynna tvö sjúkratilfelli: 1. Brottnám lunga og brjóstveggsfleiðru með brjóstholsspeglun vegna lungnaþans. Sjúklingurinn er 25 ára karlmaður með sögu um að hafa tvisvar fengið brátt sjálfkrafa loftbrjóst. 2. Sýnataka úr lífhinmu gerð í brjóstholsspeglun. Sjúklingurinn er 40 ára kona sem fór í hlutabrottnám á hægra brjósti fyrir 12 árum vegna brjóstakrabbameins og hefur nú greinst með breytingar í fleiðru á röntgenmynd. Sýnatakan var gerð í greiningarskyni. Ályktanir: Þessi aðgerðartækni gefur betri yfirsýn í aðgerð, heldur áverka í aðgerð í lágmarki og gefur einnig fagurfræðilega ásættan- legan árangur. Myndbandsupptökur munu fylgja kynningunni. 320 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.