Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 44
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA SK 22 Holsjárröntgenmyndataka af gallvegum og brisgangi á vegum skurðdeildar Landspítala Fossvogi árið 2000 Hjörtur Gíslason Skurðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss íFossvogi Inngangur: Víða erlendis hefur ný myndgreiningartækni (MRCP) leitt til þess að holsjárröntgenmyndatökum af gallvegum og brisgangi (endoscopic retrograde cholangio- pancreatography, ERCP) hefur fækkað verulega og tæknin nýtt fyrst og fremst sem ein af aðgerðum við gallsteinavandamál, æxli og bólgusjúkdóma í brisi og gallvegum. Kynnt er niðurstaða framskyggnrar skráningar á sjúklingum sem fóru í holsjárröntgenmyndatöku af gallvegum og brisgangi á vegum skurðdeildar Landspítala Fossvogi árið 2000. Efniviður og aðferðir: Alls voru 102 holsjárröntgenmyndatökur af gallvegum og brisgangi framkvæmdar hjá 95 sjúklingum, 35 körlum og 60 konum. Meðalaldur var 63 ár (19-93ár). Niðurstöður: Holsjárröntgenmynd af gallvegum og brisgangi var tekin eingöngu til sjúkdómsgreiningar hjá 15 sjúklingum (16%) og hjá 19 sjúklingum (20%) var myndatakan til rannsóknar til að útiloka steina í gallgöngum fyrir fyrirhugaða gallkögun. Holsjár- röntgenmyndun af gallvegum og brisgangi var því nýtt til sjúkdóms- greiningar hjá 34 sjúklingum (36%). Holsjár þrengisnám (endoscopic sphincterotomy, ES) var fram- kvæmt hjá 51 sjúklingi (54%). Hjá 34 sjúklingum voru fjarlægðir gallgangasteinar, hjá sjö sjúklingum var grunur um gallgangasteina en ekkert náðist út við kústun. Hjá sex sjúklingum með gallsteinabriskirtilsbólgu var gert fyrirbyggjandi holsjár þrengis- nám. Hjá þremur sjúklingum var holsjár þrengisnám framkvæmt vegna gallleka eftir aðgerð og hjá einum sjúklingi vegna þrengingar í útfærsluopi gallveg (papillastenosu). Holsjár þrengisnám á bris- gangi framkvæmt hjá fjórum sjúklingum. Ellefu sjúklingar (12%) voru meðhöndlaðir með ísetningu af ræsi (stent). Ræsi var sett í gallganga hjá sjö sjúklingum og í brisgang hjá fimm sjúklingum. Holsjárröntgenmyndataka af gallvegum og brisgangi mistókst hjá fjórum sjúklingum. Fimm sjúklingar fengu fylgikvilla (5,3%): Einn sjúklingur fékk magarof (áður framkvæmt Bilroth II aðgerð og var sjúklingur á sterum) og var tekinn beint í aðgerð. Einn sjúklingur lagðist inn með blóðhægðir/blóðþurrð (melena/anemia) viku eftir holsjár þrengisnám. Prír sjúklingar voru lagðir inn með kviðverki og fengu staðfesta briskirtilsbólgu. Alyktanir: Hjá tveimur þriðju sjúklinga okkar var holsjárröntgen- myndun af gallvegum og brisgangi nýtt sem meðferðartæki en hjá þriðjungi sjúklinga var myndatakan eingöngu nýtt til greiningar. Betra aðgengi að MRCP rannsókn gæti leyst af hólmi flestar holsjárröntgenmyndatökur af gallvegum og brisgangi í greiningar- skyni. SK 23 Meðferð á sýndarblöðru í brisi. Tvö sjúkratilfelli Ari Konráðsson1, Kristbjörn ReynissonL Páll Helgi Möller3, Hjörtur Gíslason' ’Skurðdeild Landspítala Fossvogi, 'röntgendeild Landspítala Fossvogi, ’skurðdeild Landspítala Hringbraut Ýmsum aðgerðum hefur verið beitt við meðferð sjúklinga með sýndarblöðru í brisi (pancreatic pseudocyst). Árangur af ísetningu á dreni í gegnum húð til sýndarblöðru er slæmur með marga fylgikvilla. Árangur opinna aðgerða er góður en þar er gerður samgangur milli sýndarblöðru og mjógirnis eða maga. Petta eru þó fremur stórar aðgerðir. Um 40% sjúklinga með sýndarblöðru er hægt að meðhöndla með ræsi með holsjárröntgenmyndatöku af gallvegum og brisgangi. Kynnt er sjúkrasaga og meðferð tveggja sjúklinga (báðir 48 ára karlmenn) með sýndarblöðru í brisi sem voru meðhöndlaðir með percutan cystogastrostomiu aðgerð sem virðist í flestum tilvikum geta leyst stærri aðgerðir af hólmi. SK 24 Gallblöðrunám um kviðsjá á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrstu 400 tilfellin Aðalsteinn Arnarson, Haraldur Hauksson, Valur Þór Marteinsson, Sigurður M. Albertsson, Shreekrishna Datye Handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Gerð var framskyggn rannsókn á gallblöðrunámi um kviðsjá á tímabilinu 27. júlí 1992 til 2. febrúar 2001 á FSA. Alls voru framkvæmd 426 gallblöðrunám á sjúkrhúsinu, í 26 tilfellum var um hefðbundna opna aðgerð að ræða frá byrjun og þar af átta í tengslum við aðra aðgerð (en passant). Átján aðgerðir voru því gerðar opnar vegna gallblöðrusteinasjúkdóms eingöngu (4,2%). Gallblöðrunám um kviðsjá var reynt hjá 400 sjúklingum. Um 69% sjúklinga komu frá heilsugæslusvæði Akureyrar og af Eyjafjarðarsvæði, flestir aðrir frá Norðurlandi vestra og eystra. Hlutfall kvenna/karla var 311/89 eða um 3,5/1. Meðalaldur sjúklinga var 51 ár (17-89 ára). Hjá 41 sjúklingi (10,3%) var um aðgerð vegna bráðrar gallblöðrubólgu að ræða og 359 sjúklingar voru teknir í valaðgerð. Snúa þurfti 16 kviðsjáraðgerðum í opna aðgerð (4%) og helstu ástæður voru mikil bólga eða samvextir (níu), grunur um stein í megingallrás (þrír) og blæðing (tveir). Hlutfall opnunar við bráðaaðgerðir var 12,2% á móti 3,1% við valaðgerðir (p<0,01). Meðalfjöldi legudaga var 3,6 dagar (1-45 dagar) eftir kviðsjár- aðgerðir á móti 12,6 dögum (4-31 dagur) eftir hefðbundnar opnar aðgerðir (p<0,01). Meðalaðgerðartími við fyrstu 100 kviðsjár- aðgerðirnar var 89 mínútur og 75 mínútur við síðustu 100 að- gerðirnar (p<0,01). Meðalfjöldi veikindadaga hjá sjúklingum sem fóru í gallblöðrunám um kviðsjá var 13,5 dagar (4-70 dagar). Eftir gallblöðrunám um kviðsjá var tíðni fylgikvilla 11% (44/400). Algengustu fylgikvillar voru sýkingar (3%), steinar í gallgöngum eftir aðgerð (1,5%), blóðsöfnun undir lifur (1%), blæðing (0,75%), gallsöfnun í kviðarhol (0,75%) og dauðsföll (0,5%). Enduraðgerð þurfti að framkvæma hjá fjórum sjúklingum og ástæður þeirra voru gallsöfnun í kviðarhol (tveir), blæðing (einn) og gallsteinn í megingallrás (einn). Enginn gallvegaskaði varð við gallblöðrunám um kviðsjá. Samkvæmt niðurstöðum okkar er gallblöðrunám um kviðsjá örugg aðgerð á FSA. Hlutfall kviðsjáraðgerða sem breyta þurfti í opna aðgerð er sambærilegt og jafnvel lægra en aðrar innlendar og erlendar rannsóknir sýna. Tíðni fylgikvilla er ekki hærri og færni sjúklinga eftir aðgerð er sambærileg við aðrar rannsóknir. 316 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.